Það góða er satt Gunnar Smári Egilsson skrifar 6. maí 2005 00:01 Einn af grunnþáttum mannskepnunnar er sannfærning um að hún eigi ekkert gott skilið. Eða í það minnsta ekki of mikið gott skilið. Þegar hún lendir í þeim aðstæðum að allt virðist ganga henni í haginn læðist að henni sá grunur að þarna sé komið lognið á undan storminum. Og ef stormurinn lætur á sér standa segir mannskepnan við sjálfa sig að þetta sé nú of gott til að vera satt. Að baki þeirri hugmynd býr sannfæring um að sannleikurinn sé á einhvern hátt slæmur fyrir mannskepnuna. Sannleikurinn geri hana ekki frjálsa til annars en að sætta sig við að lífið er á endanum skítt. Það er því líklega af einhverjum djúpsálfræðilegum meinlokum sem læstar eru í arfgengt minni okkar að við Íslendingar viljum ekki læra af frábærum árangri af einkavæðingu ríkisfyrirtækja og tilflutningi á ýmsum verkefnum frá ríkisvaldinu til hins frjálsa markaðar - sem er annað heiti á fólki eins og mér og þér. Bankarnir eru ágætt dæmi. Rúmu korteri eftir að þeir sluppu frá ríkinu fóru þeir að veita almennilega þjónustu, hærri vexti handa þeim sem áttu pening og lægri til þeirra sem skorti hann en ríkinu hafði tekist á þeirri öld sem það var að vasast í bankarekstri. Og eins ótrúlegt og það hljómar hafa þessar fyrrum eymdarlegu betlikerlingar á almannasjóðum farið út í heim og gert okkur stolt af löndum okkar - kannski ekki eins stolt og þegar Hófí varð Ungfrú heimur en svipað og þegar íslenska fótboltalandsliðið tapaði bara með einu marki gegn Þýskalandi í Hamborg. Ef mannskepnan væri ekki jafn gölluð og hún er hefðum við Íslendingar nýtt okkur fordæmið af bankasölunni og hafist strax handa við að skófla verkefnum frá ríkinu og til almennings. Minnugir spakmæla Páls postula: reynið allt og haldið því sem gott er. En því miður. Endurnærandi áhrif bankafrelsunarinnar á íslenskt samfélag eru of góð til vera sönn. Og því augljósari sem þau eru öllum mönnum, því meiri hljómgrunn fá varnaðarorð þeirra sem vilja halda í það sem vont er. Þegar má sjá merki þess að mörg okkar vilja snúa aftur - draga í land - ef það mætti friða guðina og draga úr ofsa stormsins sem hlýtur að skella á fyrr en seinna. Líklega var það þess vegna sem Samtök atvinnulífsins gerðu forstjóra Íslandspósts að formanni sínum; þann ríkisforstjóra sem sannarlega enginn er með ráðagerðir um að frelsa frá ríkinu. Svipuð hvöt liggur líklega að baki þeirri hugmynd að stórefla Ríkisútvarpið með álögum á almenning svo það megi bjóða upp á afþreyingarefni við allra hæfi - eins og það er orðað í frumvarpi sem þingmennirnir okkar þykjast vera að fjalla um en hefur fyrir löngu verið ákveðið að gera að lögum af allt öðru fólki. Þetta var ágætt markmið við upphaf Kreppunnar miklu árið 1930. Þá veitti landsmönnum ekki af því að gleyma um stund fábreytileika og bjargarleysi samfélagsins. Nú, 75 árum síðar, eiga stjórnmálamenn svefnlausar nætur yfir því hvað verði um fjölmiðlun og afþreyingu landsmanna ef ríkið sjálft er þar ekki virkur og fyrirferðamikill þátttakandi. Auðvitað vita þeir að ekkert annað myndi henda en eitthvað svipað því og gerðist í bankaviðskiptum landsmanna. Allt myndi færast til betri vegar. Og það þarf ekki einu sinni að taka dæmi af bönkum. Innkoma einkaaðila endurnærði útvarps- og sjónvarpsrekstur á Íslandi - stóð meira að segja fyrir sjónvarpsútsendingum á fimmtudögum, sem ríkisvaldið hafði fram að því talið hreint glapræði. Ríkisútvarpið er álíka vond hugmynd og ef stjórnvöld hefðu selt Búnaðarbankann en ákveðið að halda Landsbankanum eftir. Og til að treyggja ríkisrekstur í bankarekstri hefðu þau sett það í lög að allir fjárráða landsmenn skyldu leggja þrjú þúsund kall af launum sínum inn í Landsbankann um hver mánaðamót til að tryggja þau öryggis- og menningarsjónarmið sem felast í því að í hverju samfélagi sé ávallt til einn ríkisbanki til mótvægis við banka í eigu almennings.Gunnar Smári Egilsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Einn af grunnþáttum mannskepnunnar er sannfærning um að hún eigi ekkert gott skilið. Eða í það minnsta ekki of mikið gott skilið. Þegar hún lendir í þeim aðstæðum að allt virðist ganga henni í haginn læðist að henni sá grunur að þarna sé komið lognið á undan storminum. Og ef stormurinn lætur á sér standa segir mannskepnan við sjálfa sig að þetta sé nú of gott til að vera satt. Að baki þeirri hugmynd býr sannfæring um að sannleikurinn sé á einhvern hátt slæmur fyrir mannskepnuna. Sannleikurinn geri hana ekki frjálsa til annars en að sætta sig við að lífið er á endanum skítt. Það er því líklega af einhverjum djúpsálfræðilegum meinlokum sem læstar eru í arfgengt minni okkar að við Íslendingar viljum ekki læra af frábærum árangri af einkavæðingu ríkisfyrirtækja og tilflutningi á ýmsum verkefnum frá ríkisvaldinu til hins frjálsa markaðar - sem er annað heiti á fólki eins og mér og þér. Bankarnir eru ágætt dæmi. Rúmu korteri eftir að þeir sluppu frá ríkinu fóru þeir að veita almennilega þjónustu, hærri vexti handa þeim sem áttu pening og lægri til þeirra sem skorti hann en ríkinu hafði tekist á þeirri öld sem það var að vasast í bankarekstri. Og eins ótrúlegt og það hljómar hafa þessar fyrrum eymdarlegu betlikerlingar á almannasjóðum farið út í heim og gert okkur stolt af löndum okkar - kannski ekki eins stolt og þegar Hófí varð Ungfrú heimur en svipað og þegar íslenska fótboltalandsliðið tapaði bara með einu marki gegn Þýskalandi í Hamborg. Ef mannskepnan væri ekki jafn gölluð og hún er hefðum við Íslendingar nýtt okkur fordæmið af bankasölunni og hafist strax handa við að skófla verkefnum frá ríkinu og til almennings. Minnugir spakmæla Páls postula: reynið allt og haldið því sem gott er. En því miður. Endurnærandi áhrif bankafrelsunarinnar á íslenskt samfélag eru of góð til vera sönn. Og því augljósari sem þau eru öllum mönnum, því meiri hljómgrunn fá varnaðarorð þeirra sem vilja halda í það sem vont er. Þegar má sjá merki þess að mörg okkar vilja snúa aftur - draga í land - ef það mætti friða guðina og draga úr ofsa stormsins sem hlýtur að skella á fyrr en seinna. Líklega var það þess vegna sem Samtök atvinnulífsins gerðu forstjóra Íslandspósts að formanni sínum; þann ríkisforstjóra sem sannarlega enginn er með ráðagerðir um að frelsa frá ríkinu. Svipuð hvöt liggur líklega að baki þeirri hugmynd að stórefla Ríkisútvarpið með álögum á almenning svo það megi bjóða upp á afþreyingarefni við allra hæfi - eins og það er orðað í frumvarpi sem þingmennirnir okkar þykjast vera að fjalla um en hefur fyrir löngu verið ákveðið að gera að lögum af allt öðru fólki. Þetta var ágætt markmið við upphaf Kreppunnar miklu árið 1930. Þá veitti landsmönnum ekki af því að gleyma um stund fábreytileika og bjargarleysi samfélagsins. Nú, 75 árum síðar, eiga stjórnmálamenn svefnlausar nætur yfir því hvað verði um fjölmiðlun og afþreyingu landsmanna ef ríkið sjálft er þar ekki virkur og fyrirferðamikill þátttakandi. Auðvitað vita þeir að ekkert annað myndi henda en eitthvað svipað því og gerðist í bankaviðskiptum landsmanna. Allt myndi færast til betri vegar. Og það þarf ekki einu sinni að taka dæmi af bönkum. Innkoma einkaaðila endurnærði útvarps- og sjónvarpsrekstur á Íslandi - stóð meira að segja fyrir sjónvarpsútsendingum á fimmtudögum, sem ríkisvaldið hafði fram að því talið hreint glapræði. Ríkisútvarpið er álíka vond hugmynd og ef stjórnvöld hefðu selt Búnaðarbankann en ákveðið að halda Landsbankanum eftir. Og til að treyggja ríkisrekstur í bankarekstri hefðu þau sett það í lög að allir fjárráða landsmenn skyldu leggja þrjú þúsund kall af launum sínum inn í Landsbankann um hver mánaðamót til að tryggja þau öryggis- og menningarsjónarmið sem felast í því að í hverju samfélagi sé ávallt til einn ríkisbanki til mótvægis við banka í eigu almennings.Gunnar Smári Egilsson
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun