Veltir fyrir sér framboðskostnaði 29. apríl 2005 00:01 Áleitnar spurningar hafa komið upp í huga Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra varðandi kostnað við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Davíð upplýsti um þetta á Alþingi í morgun þegar hann flutti munnlega skýrslu um utanríkismál. Þar sagðist hann telja að það væri á brattan að sækja fyrir Ísland. Í ráðuneytinu hefði verið gerð kostnaðaráætlun upp á rúmar 600 milljónir vegna kosningabaráttunnar en gera mætti ráð fyrir að sú tala myndi hækka með aukinni hörku. Lesa má úr þessum orðum ráðherrans að auknar líkur eru á að framboðið verði dregið til baka. Þá sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra frá því í morgun að undirbúningi málsóknar á hendur Norðmönnum vegna Svalbarðamálsins fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag miðaði vel. Ríkisstjórnin hóf undirbúning málsóknar á síðasta ári eftir að norsk stjórnvöld komu í veg fyrir framlengingu síldarsamningsins og takmörkuðu í kjölfarið síldveiðar á Svalbarðasvæðinu. Er litið svo á það hafi verið kornið sem fyllti mælinn en Norðmenn hafa ítrekað brotið samninginn á undanförnum árum. Segir Davíð framkomu Norðmanna óásættanlega og að svo virðist sem málsókn sé eina leiðin til að tryggja réttmæta hagsmuni Íslands á svæðinu. Utanríkisráðherra kom að vanda víða við í skýrslu sinni og kom þar margt athyglisvert fram. Meðal annars fjallaði hann um viðskiptasamninga Íslendinga við aðrar þjóðir, en 1. apríl síðastliðinn var öld liðin frá því að Íslendingar fengu fullt verslunarfrelsi. Fram undan er gerð fríverslunarsamnings við Færeyjar sem mun ná til búvara og er markmiðið að hann nái til Grænlands bráðum. Þá greindi Davíð frá 65 milljóna króna framlagi ríkisstjórnarinnar til uppbyggingarstarfs í Darfur- héraði í Súdan. Sagði hann vestræn ríki hafa ríkum skyldum að gegna gagnvart Afríkubúum þar sem mikilvægt væri að koma upp lýðræðislegu stjórnarfari í ljósi þeirrar staðreyndar að fátækt yxi í harðræði. Sendiráð Íslands í Mósambík flyst til Suður-Afríku um áramótin. Önnur verkefni sem fram undan eru í utanríkisþjónustunni verða til að mynda í Afganistan þar sem stefnt að lýðræðislegum þingkosningum á komandi hausti. Þetta segir utanríkisráðherra haldast í hendur við vaxandi umsvif friðargæsluliðs Atlantshafsbandalagsins með sérstökum endurreisnarsveitum víða um landið. Davíð sagði enn fremur að eftir að síðustu starfsmenn friðargæslunnar færu frá Kabúl eftir rúman mánuð myndi Ísland hefja þátttöku í endurreisnarsveitum í norðurhluta Afganistans með Norðmönnum og Finnum og í vesturhluta landsins með Litháum, Lettum og Dönum. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að framlag Íslands á hvorum stað yrðu tveir sérútbúnir jeppar og átta til níu manna lið. Með þessum hætti yrði Ísland þátttakandi í skipulagi og framkvæmd endurreisnarsamstarfsins í Afganistan. Utanríkisráðherra sagði að í þessu fælist m.a. að friðargæsluliðar færu um og könnuðu aðstæður í þorpum og sveitum og gerðu tillögur um úrbætur til viðeigandi hjálparsamtaka og alþjóðastofnana. Hann sagði enn fremur að á þeim stöðum þar sem íslenska friðargæslan myndi starfa væru samgöngur mjög erfiðar og að reynsla Íslendinga kæmi þar að gagni. Þá sagði Davíð að unnið væri að því að semja frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna og búa til siðareglur fyrir liðsmenn hennar og að frumvarpið yrði lagt fram í haust. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Áleitnar spurningar hafa komið upp í huga Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra varðandi kostnað við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Davíð upplýsti um þetta á Alþingi í morgun þegar hann flutti munnlega skýrslu um utanríkismál. Þar sagðist hann telja að það væri á brattan að sækja fyrir Ísland. Í ráðuneytinu hefði verið gerð kostnaðaráætlun upp á rúmar 600 milljónir vegna kosningabaráttunnar en gera mætti ráð fyrir að sú tala myndi hækka með aukinni hörku. Lesa má úr þessum orðum ráðherrans að auknar líkur eru á að framboðið verði dregið til baka. Þá sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra frá því í morgun að undirbúningi málsóknar á hendur Norðmönnum vegna Svalbarðamálsins fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag miðaði vel. Ríkisstjórnin hóf undirbúning málsóknar á síðasta ári eftir að norsk stjórnvöld komu í veg fyrir framlengingu síldarsamningsins og takmörkuðu í kjölfarið síldveiðar á Svalbarðasvæðinu. Er litið svo á það hafi verið kornið sem fyllti mælinn en Norðmenn hafa ítrekað brotið samninginn á undanförnum árum. Segir Davíð framkomu Norðmanna óásættanlega og að svo virðist sem málsókn sé eina leiðin til að tryggja réttmæta hagsmuni Íslands á svæðinu. Utanríkisráðherra kom að vanda víða við í skýrslu sinni og kom þar margt athyglisvert fram. Meðal annars fjallaði hann um viðskiptasamninga Íslendinga við aðrar þjóðir, en 1. apríl síðastliðinn var öld liðin frá því að Íslendingar fengu fullt verslunarfrelsi. Fram undan er gerð fríverslunarsamnings við Færeyjar sem mun ná til búvara og er markmiðið að hann nái til Grænlands bráðum. Þá greindi Davíð frá 65 milljóna króna framlagi ríkisstjórnarinnar til uppbyggingarstarfs í Darfur- héraði í Súdan. Sagði hann vestræn ríki hafa ríkum skyldum að gegna gagnvart Afríkubúum þar sem mikilvægt væri að koma upp lýðræðislegu stjórnarfari í ljósi þeirrar staðreyndar að fátækt yxi í harðræði. Sendiráð Íslands í Mósambík flyst til Suður-Afríku um áramótin. Önnur verkefni sem fram undan eru í utanríkisþjónustunni verða til að mynda í Afganistan þar sem stefnt að lýðræðislegum þingkosningum á komandi hausti. Þetta segir utanríkisráðherra haldast í hendur við vaxandi umsvif friðargæsluliðs Atlantshafsbandalagsins með sérstökum endurreisnarsveitum víða um landið. Davíð sagði enn fremur að eftir að síðustu starfsmenn friðargæslunnar færu frá Kabúl eftir rúman mánuð myndi Ísland hefja þátttöku í endurreisnarsveitum í norðurhluta Afganistans með Norðmönnum og Finnum og í vesturhluta landsins með Litháum, Lettum og Dönum. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að framlag Íslands á hvorum stað yrðu tveir sérútbúnir jeppar og átta til níu manna lið. Með þessum hætti yrði Ísland þátttakandi í skipulagi og framkvæmd endurreisnarsamstarfsins í Afganistan. Utanríkisráðherra sagði að í þessu fælist m.a. að friðargæsluliðar færu um og könnuðu aðstæður í þorpum og sveitum og gerðu tillögur um úrbætur til viðeigandi hjálparsamtaka og alþjóðastofnana. Hann sagði enn fremur að á þeim stöðum þar sem íslenska friðargæslan myndi starfa væru samgöngur mjög erfiðar og að reynsla Íslendinga kæmi þar að gagni. Þá sagði Davíð að unnið væri að því að semja frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna og búa til siðareglur fyrir liðsmenn hennar og að frumvarpið yrði lagt fram í haust.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira