Sean Connery sem 007 28. apríl 2005 00:01 Electronic Arts kynnir næsta leik í hinni vinsælu James Bond seríu, eða From Russia With Love, þar sem Sean Connery mætir aftur sem leyniþjónustumaðurinn 007. Leikurinn verður gefinn út í haust fyrir PlayStation 2, Xbox og Nintendo GameCube. Leikurinn mun byggja á þessari klassísku Bond mynd, en söguþráður hans mun reyndar taka nýjar stefnur miðað við myndina. Leikmenn munu hitta fyrir nýjar persónur og munu nýjar Bond dömur mæta á svæðið. Sir Sean Connery, sem er að taka þátt í sínum fyrsta tölvuleik, talar einnig fyrir Bond í leiknum. ”Fyrir leikara er þetta ný og spennandi leið til að fá útrás fyrir sköpunargleðina”, segir Connery sjálfur, ”Leikir eru gríðarlega vinsælt afþreyingarefni og ég er mjög ánægður með að fá tækifæri á að taka þátt.” From Russia With Love er gefinn út með leyfi MGM Interactive og er gerður af Redwood Shores studio í Kaliforníu. Myndin var frumsýnd 1963 og fékk Connery góðar viðtökur fyrir leik sinn í myndinni. Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Electronic Arts kynnir næsta leik í hinni vinsælu James Bond seríu, eða From Russia With Love, þar sem Sean Connery mætir aftur sem leyniþjónustumaðurinn 007. Leikurinn verður gefinn út í haust fyrir PlayStation 2, Xbox og Nintendo GameCube. Leikurinn mun byggja á þessari klassísku Bond mynd, en söguþráður hans mun reyndar taka nýjar stefnur miðað við myndina. Leikmenn munu hitta fyrir nýjar persónur og munu nýjar Bond dömur mæta á svæðið. Sir Sean Connery, sem er að taka þátt í sínum fyrsta tölvuleik, talar einnig fyrir Bond í leiknum. ”Fyrir leikara er þetta ný og spennandi leið til að fá útrás fyrir sköpunargleðina”, segir Connery sjálfur, ”Leikir eru gríðarlega vinsælt afþreyingarefni og ég er mjög ánægður með að fá tækifæri á að taka þátt.” From Russia With Love er gefinn út með leyfi MGM Interactive og er gerður af Redwood Shores studio í Kaliforníu. Myndin var frumsýnd 1963 og fékk Connery góðar viðtökur fyrir leik sinn í myndinni.
Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira