Innlent

Sóttust eftir fundi með Davíð

Á sama tíma og forsvarsmenn Mannréttindaskrifstofu Íslands reyndu árangurslaust að fá fund með utanríkisráðherra var tekin ákvörðun í ráðuneytinu um að skera framlög til skrifstofunnar niður. Þetta segir stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands. Utanríkisráðuneytið hefur synjað beiðni Mannréttindaskrifstofu Íslands um fjárframlag fyrir árið í ár. Því hefur verið haldið fram að það skipti öllu máli fyrir áframhaldandi rekstur skrifstofunnar. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að ráðuneytið hefði lagt til þessa skipun mála við fjárlagagerð í mars síðastliðnum, áður en hann varð utanríkisráðherra. Brynhildur Flóvens, stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofunnar, finnst þessi málflutningur einkennilegur því forsvarsmenn stofnunarinnar hafi árangurslaust reynt að fá fund með utanríkisráðherra, bæði Halldóri Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni, frá áramótum í fyrra, á sama tíma og núverandi utanríkisráðherra segir að ákvörðun hafi verið tekin um að skera niður fjármagnið til stofnunarinnar. Brynhildur segir að í fjárlögum sem lögð voru fram í haust hafi verið gert ráð fyrir framlagi utanríkisráðuneytisins upp á fjórar milljónir til Mannréttindaskrifstofunnar. Það hafi síðan breyst við lokaumræðu fjárlaga þar sem framlagið var þurrkað út, eftir að Davíð Oddsson var orðinn utanríkisráðherra. Ummæli ráðherrans í gær koma því mjög á óvart að sögn Brynhildar. Brynhildur segir að allt verði gert til að reyna að fá fjármagn til að halda starfsemi skrifstofunnar gangandi. Hún býst m.a. við að leitað verði bæði til fyrirtækja og almennings



Fleiri fréttir

Sjá meira


×