SpyToy fyrir EyeToy 26. apríl 2005 00:01 Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) kynnir útgáfu SpyToy á PlayStation 2 í September næstkomandi. Leikurinn er framleiddur af EyeToy hópnum hjá SCE London Studios, en SpyToy er tilvalið fyrir þá sem ætla sér að verða njósnarar eða leynilöggur. SpyToy inniheldur fjölda "eftirlits möguleika” sem gera notendum kleift að setja upp skemmtilegt eftirlitskerfi. Með nýrri "face-recognition" tækni, gerir SpyToy kleift að búa til lása sem aðeins þú getur opnað! Leikurinn gerir þér kleift að vakta hverjir fara inn og útúr herberginu þínu og getur þú látið í gang viðvörunarkerfi gegn ættingjum sem eru alltaf að fá "lánaða" hlutina þína. Búðu til myndbönd og hljóðupptökur sem sönnunargögn sem hægt er síðan að vista á minniskortið. SpyToy gerir þér einnig kleift að ná stafrænum ljósmyndum af viðfangsefninu. Ásamt því að geta sett upp eftirlitskerfi, inniheldur SpyToy fjölda leikja, sem allir ganga útá njósnir. Leikmenn þurfa að semja um verkefni, þar sem þeir þurfa að nota ljósmyndir, brjóta upp kóða, skjóta sér út í fallhlíf, aftengja sprengjur og nota gervihnattamyndir til að finna glæpamenn sem ætla sér að taka yfir heiminn! SpyToy leikurinn er gerður fyrir EyeToy myndavélina og kemur út í haust fyrir PlayStation 2. Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) kynnir útgáfu SpyToy á PlayStation 2 í September næstkomandi. Leikurinn er framleiddur af EyeToy hópnum hjá SCE London Studios, en SpyToy er tilvalið fyrir þá sem ætla sér að verða njósnarar eða leynilöggur. SpyToy inniheldur fjölda "eftirlits möguleika” sem gera notendum kleift að setja upp skemmtilegt eftirlitskerfi. Með nýrri "face-recognition" tækni, gerir SpyToy kleift að búa til lása sem aðeins þú getur opnað! Leikurinn gerir þér kleift að vakta hverjir fara inn og útúr herberginu þínu og getur þú látið í gang viðvörunarkerfi gegn ættingjum sem eru alltaf að fá "lánaða" hlutina þína. Búðu til myndbönd og hljóðupptökur sem sönnunargögn sem hægt er síðan að vista á minniskortið. SpyToy gerir þér einnig kleift að ná stafrænum ljósmyndum af viðfangsefninu. Ásamt því að geta sett upp eftirlitskerfi, inniheldur SpyToy fjölda leikja, sem allir ganga útá njósnir. Leikmenn þurfa að semja um verkefni, þar sem þeir þurfa að nota ljósmyndir, brjóta upp kóða, skjóta sér út í fallhlíf, aftengja sprengjur og nota gervihnattamyndir til að finna glæpamenn sem ætla sér að taka yfir heiminn! SpyToy leikurinn er gerður fyrir EyeToy myndavélina og kemur út í haust fyrir PlayStation 2.
Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira