Djúp gjá í sjávarútvegsnefnd 25. apríl 2005 00:01 "Þetta eru sömu gömlu lummurnar", sagði Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins eftir fund sjávarútvegsnefndar Alþingis með fulltrúum Hafrannsóknastofnunar í gær. "Talsmenn Stofunarinnar kenna öðrum um hvernig komið er eins og venjulega. Þeir virðast ekki reiðubúnir til þess að taka upp nýja starfshætti, nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt. Hvað til dæmis með loðnuna? Mætti takmarka veiðar á henni og auka hugsanlega fæðuframboð fyrir aðrar tegundir?" Magnús ítrekar þá skoðun sína að forsvarsmenn stofnunarinnar ættu að segja af sér. "Fullreynt er að ráðgjöf þeirra skilar engum ávinningi í auknum veiðiheimildum eða bættu ástandi þorskstofnsins." Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar mótmælir orðum Magnúsar. "Við segjum aðeins að hrygningarstofninn sé of lítill vegna of þungrar sóknar. Ekki þarf annað en að líta á aldurssamsetninguna í stofninum. Á 30 árum hafa verið veidd um 1,3 milljónir tonna úr þorskstofninum umfram ráðgjöf okkar. Við erum vitanlega hugsi yfir því líka hvers vegna viðsnúningur til hins betra er ekki hraðari í þorskstofninum en raun ber vitni." Guðjón Hjörleifsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Sjávarútvegsnefndar segir að fundurinn með talsmönnum Hafrannsóknastofnunarinnar hafi verið upplýsandi. "Þeir áætla að stofnvísitala þorsksins verði svipuð og í fyrra. Ýsan sé hins vegar á góðri uppleið. Enn er eftir að vinna úr upplýsingum sem togararallið gefur. Hvað sem þessu líður er gott að hafa umræður opnar um þetta en engin lausn að hrópa á götuhornum líkt og Magnús Þór Hafsteinsson fulltrúi Frjálslynda flokksins í sjávarútvegsnefnd hefur gert." Undir þetta tekur Hjálmar Árnason fulltrúi Framsóknarflokksins í sjávarútvegsnefnd og bendir á afar lélegan árgang 2001 og aftur í fyrra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Sjá meira
"Þetta eru sömu gömlu lummurnar", sagði Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins eftir fund sjávarútvegsnefndar Alþingis með fulltrúum Hafrannsóknastofnunar í gær. "Talsmenn Stofunarinnar kenna öðrum um hvernig komið er eins og venjulega. Þeir virðast ekki reiðubúnir til þess að taka upp nýja starfshætti, nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt. Hvað til dæmis með loðnuna? Mætti takmarka veiðar á henni og auka hugsanlega fæðuframboð fyrir aðrar tegundir?" Magnús ítrekar þá skoðun sína að forsvarsmenn stofnunarinnar ættu að segja af sér. "Fullreynt er að ráðgjöf þeirra skilar engum ávinningi í auknum veiðiheimildum eða bættu ástandi þorskstofnsins." Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar mótmælir orðum Magnúsar. "Við segjum aðeins að hrygningarstofninn sé of lítill vegna of þungrar sóknar. Ekki þarf annað en að líta á aldurssamsetninguna í stofninum. Á 30 árum hafa verið veidd um 1,3 milljónir tonna úr þorskstofninum umfram ráðgjöf okkar. Við erum vitanlega hugsi yfir því líka hvers vegna viðsnúningur til hins betra er ekki hraðari í þorskstofninum en raun ber vitni." Guðjón Hjörleifsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Sjávarútvegsnefndar segir að fundurinn með talsmönnum Hafrannsóknastofnunarinnar hafi verið upplýsandi. "Þeir áætla að stofnvísitala þorsksins verði svipuð og í fyrra. Ýsan sé hins vegar á góðri uppleið. Enn er eftir að vinna úr upplýsingum sem togararallið gefur. Hvað sem þessu líður er gott að hafa umræður opnar um þetta en engin lausn að hrópa á götuhornum líkt og Magnús Þór Hafsteinsson fulltrúi Frjálslynda flokksins í sjávarútvegsnefnd hefur gert." Undir þetta tekur Hjálmar Árnason fulltrúi Framsóknarflokksins í sjávarútvegsnefnd og bendir á afar lélegan árgang 2001 og aftur í fyrra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Sjá meira