Innlent

Sagði upp á röngum forsendum

Kona sem vann hjá Tollstjóranum í Reykjavík skrifaði undir uppsagnarbréf sitt á röngum forsendum að mati umboðsmanns Alþingis. Konunni var gefinn kostur á að segja upp starfi sínu vegna ávirðinga sem á hana voru bornar og henni sagt að gerði hún það ekki íhugaði embættið að segja henni upp störfum án áminningar. Umboðsmaður telur að áminna hefði átt konuna og gefa henni kost á að bæta ráð sitt áður en henni var sagt upp og því mætti ætla að konan hefði skrifað undir uppsagnarbréfið á röngum forsendum. Umboðsmaður fer þess á leit við Tollstjórann í Reykjavík að mál konunnar verði tekið til athugunar á ný innan embættisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×