Vill leiða flokkinn áfram 18. apríl 2005 00:01 "Það er enn langt í landsfundinn en ég á ekki von á öðru en að bjóða mig áfram fram í formannssætið," segir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur ekki áður opinberlega tilkynnt slíkt en næsti landsfundur flokksins, sá 36. í röðinni, fer fram 13. til 16 október næstkomandi. Davíð Oddsson hefur gengt formennsku í flokk sínum óslitið um fjórtán ára skeið en formaður er kosinn til tveggja ára í senn á landsfundi og hafa þar allir kosningarétt en rúmlega þúsund manns sátu síðasta landsfund Sjálfstæðisflokksins árið 2003. Á þeim fundi hlaut Davíð bestu kosningu sem nokkur formaður flokksins hefur hlotið í sögu flokksins eða 98 prósent atkvæða. Haldi Davíð áfram næstu tvö árin sem formaður er hann engu að síður aðeins hálfdrættingur á við Ólaf Thors sem gengt hefur þessu embætti flokksins lengst allra frá 1934 til 1961 eða 27 ár alls. Davíð lét hafa eftir sér á síðasta landsfundi að engin brýn þörf væri á að endurnýja í forystu Sjálfstæðisflokksins næstu árin. Þar væru allir ungir menn ennþá þó flestir hefðu verið lengi í stjórnmálum. "Ég á enn langt í land með að ná Ólafi Thors en auðvitað er þetta allt afstætt." Ýmislegt hefur þó bjátað á í lífi Davíðs síðan þá. Skemmst er að minnast baráttu hans við erfið veikindi síðasta sumar. Var hann þar lagður inn vegna gallblöðrubólgu en við rannsóknir komu í ljós illkynja æxli í nýra og skjaldkirtli og gekk hann undir skurðaðgerðir í kjölfarið. Stutt er síðan hann lagðist aftur inn á sjúkrahús til eftirmeðferðar. Hún gekk vel og hefur Davíð hafið störf að nýju. albert@frettabladid.is Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira
"Það er enn langt í landsfundinn en ég á ekki von á öðru en að bjóða mig áfram fram í formannssætið," segir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur ekki áður opinberlega tilkynnt slíkt en næsti landsfundur flokksins, sá 36. í röðinni, fer fram 13. til 16 október næstkomandi. Davíð Oddsson hefur gengt formennsku í flokk sínum óslitið um fjórtán ára skeið en formaður er kosinn til tveggja ára í senn á landsfundi og hafa þar allir kosningarétt en rúmlega þúsund manns sátu síðasta landsfund Sjálfstæðisflokksins árið 2003. Á þeim fundi hlaut Davíð bestu kosningu sem nokkur formaður flokksins hefur hlotið í sögu flokksins eða 98 prósent atkvæða. Haldi Davíð áfram næstu tvö árin sem formaður er hann engu að síður aðeins hálfdrættingur á við Ólaf Thors sem gengt hefur þessu embætti flokksins lengst allra frá 1934 til 1961 eða 27 ár alls. Davíð lét hafa eftir sér á síðasta landsfundi að engin brýn þörf væri á að endurnýja í forystu Sjálfstæðisflokksins næstu árin. Þar væru allir ungir menn ennþá þó flestir hefðu verið lengi í stjórnmálum. "Ég á enn langt í land með að ná Ólafi Thors en auðvitað er þetta allt afstætt." Ýmislegt hefur þó bjátað á í lífi Davíðs síðan þá. Skemmst er að minnast baráttu hans við erfið veikindi síðasta sumar. Var hann þar lagður inn vegna gallblöðrubólgu en við rannsóknir komu í ljós illkynja æxli í nýra og skjaldkirtli og gekk hann undir skurðaðgerðir í kjölfarið. Stutt er síðan hann lagðist aftur inn á sjúkrahús til eftirmeðferðar. Hún gekk vel og hefur Davíð hafið störf að nýju. albert@frettabladid.is
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira