Vigdís 15. apríl 2005 00:01 Það vakti mikla og verðskuldaða athygli fyrir tæpum aldarfjórðungi þegar Vigdís Finnbogadóttir var körin forseti Íslands, fyrst kvenna i heiminum sem kosin var í embætti þjóðhöfðingja í almennum kosningum. Þetta vakti ekki aðeins mikla athygli hér á landi heldur ekki síður víða um heim. Kristín Ástgeirsdóttir sagði í viðtali við Fréttablaðið í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar sem er í dag, að það hafi skipt mjög miklu máli í kvennabráttunni að Vigdís var kjörin forseti: "Hún var fyrirmynd og það ólst heil kynslóð upp við það að hafa konu sem forseta. Þessi sýnileiki sýnir að konur eiga alls staðar erindi og það brýtur niður gamla fordóma," sagði Kristín í viðtalinu. Í forsetatíð sinni ferðaðist Vígdís mjög mikið um landið og fór auk þess í margar opinberar og óopinberar heimsóknir til útlanda. Hvarvetna sem hún fór, hvort sem það var um fámenn byggðarlög Vestfjarða eða nágrannalöndin vakti hún verðskuldaða athygli. Hún bar með sér ferska vinda og boðaði fagnaðarerindi sitt á hverjum stað þannig að allir skildu. Náttúruvernd og skógrækt hafa verið henni ákaflega hjartfólgin viðfangsefni í gegnum árin, auk verndar menningararfsins og íslenskrar tungu. Þótt þessir þættir hafi staðið henni nærri hefur hún lagt sitt af mörkum til tækni og verkþekkingar og var þessvegna gerð að heiðursdoktor við verkfræðideild Háskóla Íslands fyrir nokkrum árum. Í tilefni af afmælinu efnir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands til alþjóðlegrar ráðstefnu undir heitinu "Samræður menningarheima". Fjöldi fyrirlesara kemur á þessa ráðstefnu, bæði innlendir og erlendir sem koma víða að úr heiminum. Staðreyndin er sú að þó að Vigdís hafi látið af embætti forseta Íslands fyrir nokkrum árum heldur hún áfram að bera hróður Íslands víða um heim. Það sýna hinir erlendu fyrirlesarar glöggt sem hingað eru komnir. Okkur ber því að virða og þakka framlag hennar til eflingar íslenskri menningu og kynningar á landi og þjóð sem hún hefur innt af hendi víða um heim á undanförnum árum. Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Vigdísi í tilefni afmælisins. Þar segir hún á einum stað: "Ég vona að ég hafi aldrei verið á stalli, því mér þykir svo vænt um fólk. Ég óskaði þess að fólk fyndi það vinsamlega í mér, en ekki hið gagnstæða. Ég var bara ein af okkur, ósköp venjuleg manneskja sem af tilviljun var valin í þetta starf. Vinur þeirra sem vildu vera vinir mínir. Reiðubúin að halda undir horn og lyfta með átökum, því ég er í eðli mínu dráttarklár, tilbúin að draga eða ýta á eftir málefnum og verkum." Hún var svo sannarlega í forsetatíð sinni tilbúin að ýta á eftir málefnum og verkum af ýmsu tagi, og jafnvel þannig að sumum þótti nóg um á sínum tíma. Vigdís færði embætti forseta Íslands nær fólkinu í landinu og með óþvingaðri framkomu sinni við ýmis tækifæri heillaði hún fólk bæði heima og erlendis. Til hamingju með afmælið Vigdís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Það vakti mikla og verðskuldaða athygli fyrir tæpum aldarfjórðungi þegar Vigdís Finnbogadóttir var körin forseti Íslands, fyrst kvenna i heiminum sem kosin var í embætti þjóðhöfðingja í almennum kosningum. Þetta vakti ekki aðeins mikla athygli hér á landi heldur ekki síður víða um heim. Kristín Ástgeirsdóttir sagði í viðtali við Fréttablaðið í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar sem er í dag, að það hafi skipt mjög miklu máli í kvennabráttunni að Vigdís var kjörin forseti: "Hún var fyrirmynd og það ólst heil kynslóð upp við það að hafa konu sem forseta. Þessi sýnileiki sýnir að konur eiga alls staðar erindi og það brýtur niður gamla fordóma," sagði Kristín í viðtalinu. Í forsetatíð sinni ferðaðist Vígdís mjög mikið um landið og fór auk þess í margar opinberar og óopinberar heimsóknir til útlanda. Hvarvetna sem hún fór, hvort sem það var um fámenn byggðarlög Vestfjarða eða nágrannalöndin vakti hún verðskuldaða athygli. Hún bar með sér ferska vinda og boðaði fagnaðarerindi sitt á hverjum stað þannig að allir skildu. Náttúruvernd og skógrækt hafa verið henni ákaflega hjartfólgin viðfangsefni í gegnum árin, auk verndar menningararfsins og íslenskrar tungu. Þótt þessir þættir hafi staðið henni nærri hefur hún lagt sitt af mörkum til tækni og verkþekkingar og var þessvegna gerð að heiðursdoktor við verkfræðideild Háskóla Íslands fyrir nokkrum árum. Í tilefni af afmælinu efnir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands til alþjóðlegrar ráðstefnu undir heitinu "Samræður menningarheima". Fjöldi fyrirlesara kemur á þessa ráðstefnu, bæði innlendir og erlendir sem koma víða að úr heiminum. Staðreyndin er sú að þó að Vigdís hafi látið af embætti forseta Íslands fyrir nokkrum árum heldur hún áfram að bera hróður Íslands víða um heim. Það sýna hinir erlendu fyrirlesarar glöggt sem hingað eru komnir. Okkur ber því að virða og þakka framlag hennar til eflingar íslenskri menningu og kynningar á landi og þjóð sem hún hefur innt af hendi víða um heim á undanförnum árum. Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Vigdísi í tilefni afmælisins. Þar segir hún á einum stað: "Ég vona að ég hafi aldrei verið á stalli, því mér þykir svo vænt um fólk. Ég óskaði þess að fólk fyndi það vinsamlega í mér, en ekki hið gagnstæða. Ég var bara ein af okkur, ósköp venjuleg manneskja sem af tilviljun var valin í þetta starf. Vinur þeirra sem vildu vera vinir mínir. Reiðubúin að halda undir horn og lyfta með átökum, því ég er í eðli mínu dráttarklár, tilbúin að draga eða ýta á eftir málefnum og verkum." Hún var svo sannarlega í forsetatíð sinni tilbúin að ýta á eftir málefnum og verkum af ýmsu tagi, og jafnvel þannig að sumum þótti nóg um á sínum tíma. Vigdís færði embætti forseta Íslands nær fólkinu í landinu og með óþvingaðri framkomu sinni við ýmis tækifæri heillaði hún fólk bæði heima og erlendis. Til hamingju með afmælið Vigdís.