Innlent

Fallvaltar sveitarstjórnir

Þar sker Blönduós sig úr en þar hefur í þrígang orðið slíkur ágreiningur innan meirihluta að upp úr hefur slitnað. Þrír listar eru í bæjarstjórn og mynduðu Á og D listi fyrst meirihluta. Þegar hann þraut erindið tóku Á-listamenn saman við H-lista en því hjónabandi lauk fyrir skemmstu. Og þá var bara ein útgáfa eftir, samtarf D og H-lista sem nú stendur. Í Grundarfirði hafa Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn starfað saman í ellefu ár en nýverið hljóp snurða á þráðinn vegna ágreining um leikskóla. Samstarfi hefur ekki formlega séð verið slitið en meirihlutinn er ekki starfhæfur eins og er. Í Dalabyggð eru tveir listar L og S og hefur L-listi fjóra fulltrúa en S-listi þrjá. L-listi myndaði meirihluta en síðan missti einn fulltrúi þeirra trúnað félaga sinna og síðan hefur L-listinn stjórnað með tilstyrk S-lista.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×