Sannleikurinn um gróðurhúsaáhrif? Egill Helgason skrifar 11. apríl 2005 00:01 Michael Crichton: State of Fear Þótt ég hafi ekki góða reynslu af spennusagnahöfundinum Michael Crichton (Jurassic Parc, Disclosure, Rising Sun), lagði ég á mig að ná í eintak af nýjustu bók hans State of Fear. Það var ekki síst vegna þess að Ólafur Teitur Guðnason skrifaði í Viðskiptablaðið að þetta væri ein mikilvægasta bók seinni ára - gott ef ekki allra tíma. Bók Crichtons hefur verið kölluð fyrsta "neo-con" skáldagan. Hún er beinlínis skrifuð til að taka umhverfisverndarsinna í bakaríið - þá sem halda því fram að jörðinni stafi hætta af loftslagsbreytingum. Þetta byrjar ekki vel hjá Crichton, því strax í fjórða kafla eru nokkrar sögupersónurnar staddar á stað sem heitir "Stangfedlis" á hálendi Íslands í von um að finna merki hlýnunar. Þar hitta þau íslenskan vísindamann, dr. Per Einarsson, sem segir þeim að jöklarnir á Íslandi séu alls ekki að bráðna. Þvert á móti. Einn umhverfisverndarsinninn bregst ókvæða við og vill fela þessar upplýsingar. Sama dag las ég í Morgunblaðinu viðtal við Odd Sigurðsson, jarðfræðing hjá Orkustofnun, þar sem hann segir að jöklar á Íslandi bráðni sem aldrei fyrr. Ástæðan sé breytingar á koldíoxíði í andrúmsloftinu. Oddur segir gríðarlega mikilvægt að koma böndum yfir hitastig jarðar. --- --- --- Maður getur sagt að bók Crichtons eigi í nokkuð skræku samtali við kvikmyndina The Day after Tomorrow. Í báðum tilvikum eru sett upp mjög öfgafull dæmi. Í The Day After Tomorrow hérumbil eyðist lífið á jörðinni á örfáum dögum vegna skyndilegra loftslagsbreytinga. Í State of Fear eru harðsvíraðir og morðóðir umhverfissinnar orðnir þreyttir á að bíða eftir merkjum um gróðurhúsaáhrif, svo þeir ákveða að setja á svið náttúruhamfarir. Þarna finnur maður öll hin venjulegu stílbrögð Crichtons. Persónusköpun sem lætur Alistair MacLean líta út eins og ritsnilling. Karlar sem eru eins og Ken, kvenfólk sem er eins og Barbie. Ofboðslega stirð samtöl. Það er fullyrt að Crichton láti betur að skrifa um dínósára en konur. Inn í þetta blandar hann upplýsingum um gróðurhúsaáhrif, gröfum, línuritum og ræðubútum. Maður þrælast í gegn, en allt í allt verða þessar 600 blaðsíður óbærilega leiðinlegar aflestrar. Einna kjánalegust er aðalhetjan, John Kenner að nafni, sem fer um allt með vöðvastæltan Nepala sér til aðstoðar. Kenner er kynntur sem prófessor við MIT. En aðallega virðist hann hafa það hlutverk að fletta ofan af umhverfisverndarsinnum, bæði fræðilega og með því að setja þá í handjárn. Hins vegar kemur aldrei fram fyrir hvern hann eiginlega starfar. Eins og aðrar karlhetjur Crichtons er Kenner stuttklipptur, með hvöss augu og sterklegan kjálkasvip og mjög hermannlegur þar sem hann fer um með doktorspróf sín og handjárn. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Michael Crichton: State of Fear Þótt ég hafi ekki góða reynslu af spennusagnahöfundinum Michael Crichton (Jurassic Parc, Disclosure, Rising Sun), lagði ég á mig að ná í eintak af nýjustu bók hans State of Fear. Það var ekki síst vegna þess að Ólafur Teitur Guðnason skrifaði í Viðskiptablaðið að þetta væri ein mikilvægasta bók seinni ára - gott ef ekki allra tíma. Bók Crichtons hefur verið kölluð fyrsta "neo-con" skáldagan. Hún er beinlínis skrifuð til að taka umhverfisverndarsinna í bakaríið - þá sem halda því fram að jörðinni stafi hætta af loftslagsbreytingum. Þetta byrjar ekki vel hjá Crichton, því strax í fjórða kafla eru nokkrar sögupersónurnar staddar á stað sem heitir "Stangfedlis" á hálendi Íslands í von um að finna merki hlýnunar. Þar hitta þau íslenskan vísindamann, dr. Per Einarsson, sem segir þeim að jöklarnir á Íslandi séu alls ekki að bráðna. Þvert á móti. Einn umhverfisverndarsinninn bregst ókvæða við og vill fela þessar upplýsingar. Sama dag las ég í Morgunblaðinu viðtal við Odd Sigurðsson, jarðfræðing hjá Orkustofnun, þar sem hann segir að jöklar á Íslandi bráðni sem aldrei fyrr. Ástæðan sé breytingar á koldíoxíði í andrúmsloftinu. Oddur segir gríðarlega mikilvægt að koma böndum yfir hitastig jarðar. --- --- --- Maður getur sagt að bók Crichtons eigi í nokkuð skræku samtali við kvikmyndina The Day after Tomorrow. Í báðum tilvikum eru sett upp mjög öfgafull dæmi. Í The Day After Tomorrow hérumbil eyðist lífið á jörðinni á örfáum dögum vegna skyndilegra loftslagsbreytinga. Í State of Fear eru harðsvíraðir og morðóðir umhverfissinnar orðnir þreyttir á að bíða eftir merkjum um gróðurhúsaáhrif, svo þeir ákveða að setja á svið náttúruhamfarir. Þarna finnur maður öll hin venjulegu stílbrögð Crichtons. Persónusköpun sem lætur Alistair MacLean líta út eins og ritsnilling. Karlar sem eru eins og Ken, kvenfólk sem er eins og Barbie. Ofboðslega stirð samtöl. Það er fullyrt að Crichton láti betur að skrifa um dínósára en konur. Inn í þetta blandar hann upplýsingum um gróðurhúsaáhrif, gröfum, línuritum og ræðubútum. Maður þrælast í gegn, en allt í allt verða þessar 600 blaðsíður óbærilega leiðinlegar aflestrar. Einna kjánalegust er aðalhetjan, John Kenner að nafni, sem fer um allt með vöðvastæltan Nepala sér til aðstoðar. Kenner er kynntur sem prófessor við MIT. En aðallega virðist hann hafa það hlutverk að fletta ofan af umhverfisverndarsinnum, bæði fræðilega og með því að setja þá í handjárn. Hins vegar kemur aldrei fram fyrir hvern hann eiginlega starfar. Eins og aðrar karlhetjur Crichtons er Kenner stuttklipptur, með hvöss augu og sterklegan kjálkasvip og mjög hermannlegur þar sem hann fer um með doktorspróf sín og handjárn.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira