The Incredibles 9. apríl 2005 00:01 The Incredibles er byggður á samnefndri kvikmynd sem kom í kvikmyndahús fyrir stuttu og vakti mikla lukku. Myndin, og leikurinn, fjalla um fjölskyldu af ofurhetjum, sem hafa neyðst til að setjast í helgan stein gegn vilja sínum, en þurfa svo að grípa aftur í búningana þegar nýr ofurglæpamaður byrjar að útrýma ofurhetjum. Þar sem myndin vakti svona mikla, og verðskuldaða athygli, var bara spurning um tíma hvenær leikurinn kæmi út, og myndi hann standast þær háu kröfur sem myndin hafði sett? Ég einsetti mér að komast að því. Þegar ég fékk leikinn í hendurnar vissi ég ekki við hverju ég mætti búast. Yrði þessi leikur sambærilegur við myndina, eða yrði hann enn einn kvikmyndaleikurinn, sem félli í gleymsku? Niðurstaðan kom mér nokkuð skemmtilega á óvart. Í fyrstu býður leikurinn upp á ágætis skemmtun, en leikurinn nær samt bara ekki að halda sér fljótandi, og stuttu eftir að ég byrjaði að spila hann fór hann sífellt að minnka í áliti. Grafíkin er mjög góð, og passar mjög vel við tölvuteiknaða heiminn í myndinni. Í raun er grafíkin stærsti kosturinn sem leikurinn býður upp á. Mikil vinna hefur verið lögð í smáatriðin, og persónurnar líka. Umhverfið er reyndar ekki mjög gagnvirkt, en það skiptir í raun litlu máli, því upplifunin er samt fín. Persónurnar hreyfa sig mjög mjúklega, en það eru hinsvegar ekki margar hreyfingar í boði. Það eru bara þessar hefðbundnu hreyfingar, og fáir möguleikar. Það er hinsvegar mjög gaman að geta tekið andstæðinga upp og grýtt þeim fram af svölum, eða í aðra þrjóta sem koma hlaupandi á móti manni. Söguþráðurinn er náttúrulega sá sami og í myndinni. Leikurinn er fullur af myndskeiðum úr kvikmyndinni sem auka skemmtunina mikið en hjálpa samt leiknum ekki neitt. Myndbrotin eru sett inn í leikinn til að útskýra verkefnið sem þú tekur þér næst fyrir hendur, en þau eru sett þar inn í handahófskenndri röð, og útskýra yfirleitt ekki tilganginn í því sem þú ert að gera. Þess vegna getur leikurinn stundum verið hálf ruglingslegur ef að maður hefur ekki séð myndina. Í leiknum er hægt að spila sem allar manneskjur í Ótrúlegu fjölskyldunni og hver persóna er spiluð í sínu eigin borði, sem þýðir það að umhverfið er alltaf sniðið að hæfileikum hverrar persónu. Þegar þú spilar sem Hr. Ótrúlegur snýst í raun allt um það að berja sér leið í gegnum fjölda óvina og hindrana, en þegar þú spilar sem konan hans, Elastigirl (eða Teygjustelpa), þarftu oftar að leysa þrautir sem snúast í kringum teygjuhæfileikana hennar. Auk þess er hægt að spila sem börnin þeirra, Violet og Flash. Violet getur orðið ósýnileg í takmarkaðan tíma, þannig að hennar verkefni snúast mest um það að læðast fram hjá hættu, en Flash getur hlaupið á ofurhraða, og þess vegna snúast hans verkefni einfaldlega um það að komast frá einum stað á annan án þess að rekast á nokkuð og áður en tíminn rennur út. Stærsti gallinn við leikinn er sá að hann er mjög einhæfur. Öll verkefnin með Hr. Ótrúlegum snúast bara um það að berja frá sér óvini sem hafa enga eftirtektarverða gervigreind. Þegar leikurinn reynir að bæta upp fyrir þetta með því að auka fjölda óvinanna eykur það bara leiðindin, vegna þess að það þýðir bara það að þú þurfir að ýta oftar á sama takkann. Það er engin áskorun í því. Þrautirnar sem maður leysir í hlutverki Elastigirl eru einnig virkilega þreytandi. Ekki vegna þess að þau séu í sjálfu sér erfið, heldur krefjast þau þess oft bara að maður endurtaki sömu erfiðu hreyfinguna aftur og aftur, því manni tekst mjög sjaldan upp í fyrstu tilraun. Violet getur bara orðið ósýnileg í mjög takmarkaðan tíma, og þess vegna reynist það oft nær ómögulegt að komast fram hjá öryggisverði án þess að hann taki eftir þér. Eini leikarinn úr myndinni sem talar einnig inn á leikinn er Samuel L. Jackson. Aðrir raddleikarar hafa komið í stað stjarnanna, nema náttúrulega í brotunum úr myndinni. Raddsetningin er fín, en það ber ekki mikið á henni. Mest eru þetta bara stuttar línur sem persónan muldrar ofan í bringuna á sér á meðan að maður er að spila leikinn. Eini gallinn er sá að leikurinn ofnotar þessar línur algjörlega út í öfgar. Það er bara einn af mörgum litlum göllum sem auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Niðurstaða: The Incredibles er leikur sem, eins og alltof margir kvikmyndaleikir, er langt undir meðallagi og býður upp á einhæfa skemmtun sem nær á engan hátt að jafnast á við myndina. The Incredibles er í besta lagi meðalgóður, og nær ekki að fanga kjarna myndarinnar sem var svo skemmtilegur og frumlegur. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi: Heavy Iron Studios Útgefandi: THQ Heimasíða: www.thq.com/theincredibles Árni Pétur Leikjavísir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
The Incredibles er byggður á samnefndri kvikmynd sem kom í kvikmyndahús fyrir stuttu og vakti mikla lukku. Myndin, og leikurinn, fjalla um fjölskyldu af ofurhetjum, sem hafa neyðst til að setjast í helgan stein gegn vilja sínum, en þurfa svo að grípa aftur í búningana þegar nýr ofurglæpamaður byrjar að útrýma ofurhetjum. Þar sem myndin vakti svona mikla, og verðskuldaða athygli, var bara spurning um tíma hvenær leikurinn kæmi út, og myndi hann standast þær háu kröfur sem myndin hafði sett? Ég einsetti mér að komast að því. Þegar ég fékk leikinn í hendurnar vissi ég ekki við hverju ég mætti búast. Yrði þessi leikur sambærilegur við myndina, eða yrði hann enn einn kvikmyndaleikurinn, sem félli í gleymsku? Niðurstaðan kom mér nokkuð skemmtilega á óvart. Í fyrstu býður leikurinn upp á ágætis skemmtun, en leikurinn nær samt bara ekki að halda sér fljótandi, og stuttu eftir að ég byrjaði að spila hann fór hann sífellt að minnka í áliti. Grafíkin er mjög góð, og passar mjög vel við tölvuteiknaða heiminn í myndinni. Í raun er grafíkin stærsti kosturinn sem leikurinn býður upp á. Mikil vinna hefur verið lögð í smáatriðin, og persónurnar líka. Umhverfið er reyndar ekki mjög gagnvirkt, en það skiptir í raun litlu máli, því upplifunin er samt fín. Persónurnar hreyfa sig mjög mjúklega, en það eru hinsvegar ekki margar hreyfingar í boði. Það eru bara þessar hefðbundnu hreyfingar, og fáir möguleikar. Það er hinsvegar mjög gaman að geta tekið andstæðinga upp og grýtt þeim fram af svölum, eða í aðra þrjóta sem koma hlaupandi á móti manni. Söguþráðurinn er náttúrulega sá sami og í myndinni. Leikurinn er fullur af myndskeiðum úr kvikmyndinni sem auka skemmtunina mikið en hjálpa samt leiknum ekki neitt. Myndbrotin eru sett inn í leikinn til að útskýra verkefnið sem þú tekur þér næst fyrir hendur, en þau eru sett þar inn í handahófskenndri röð, og útskýra yfirleitt ekki tilganginn í því sem þú ert að gera. Þess vegna getur leikurinn stundum verið hálf ruglingslegur ef að maður hefur ekki séð myndina. Í leiknum er hægt að spila sem allar manneskjur í Ótrúlegu fjölskyldunni og hver persóna er spiluð í sínu eigin borði, sem þýðir það að umhverfið er alltaf sniðið að hæfileikum hverrar persónu. Þegar þú spilar sem Hr. Ótrúlegur snýst í raun allt um það að berja sér leið í gegnum fjölda óvina og hindrana, en þegar þú spilar sem konan hans, Elastigirl (eða Teygjustelpa), þarftu oftar að leysa þrautir sem snúast í kringum teygjuhæfileikana hennar. Auk þess er hægt að spila sem börnin þeirra, Violet og Flash. Violet getur orðið ósýnileg í takmarkaðan tíma, þannig að hennar verkefni snúast mest um það að læðast fram hjá hættu, en Flash getur hlaupið á ofurhraða, og þess vegna snúast hans verkefni einfaldlega um það að komast frá einum stað á annan án þess að rekast á nokkuð og áður en tíminn rennur út. Stærsti gallinn við leikinn er sá að hann er mjög einhæfur. Öll verkefnin með Hr. Ótrúlegum snúast bara um það að berja frá sér óvini sem hafa enga eftirtektarverða gervigreind. Þegar leikurinn reynir að bæta upp fyrir þetta með því að auka fjölda óvinanna eykur það bara leiðindin, vegna þess að það þýðir bara það að þú þurfir að ýta oftar á sama takkann. Það er engin áskorun í því. Þrautirnar sem maður leysir í hlutverki Elastigirl eru einnig virkilega þreytandi. Ekki vegna þess að þau séu í sjálfu sér erfið, heldur krefjast þau þess oft bara að maður endurtaki sömu erfiðu hreyfinguna aftur og aftur, því manni tekst mjög sjaldan upp í fyrstu tilraun. Violet getur bara orðið ósýnileg í mjög takmarkaðan tíma, og þess vegna reynist það oft nær ómögulegt að komast fram hjá öryggisverði án þess að hann taki eftir þér. Eini leikarinn úr myndinni sem talar einnig inn á leikinn er Samuel L. Jackson. Aðrir raddleikarar hafa komið í stað stjarnanna, nema náttúrulega í brotunum úr myndinni. Raddsetningin er fín, en það ber ekki mikið á henni. Mest eru þetta bara stuttar línur sem persónan muldrar ofan í bringuna á sér á meðan að maður er að spila leikinn. Eini gallinn er sá að leikurinn ofnotar þessar línur algjörlega út í öfgar. Það er bara einn af mörgum litlum göllum sem auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Niðurstaða: The Incredibles er leikur sem, eins og alltof margir kvikmyndaleikir, er langt undir meðallagi og býður upp á einhæfa skemmtun sem nær á engan hátt að jafnast á við myndina. The Incredibles er í besta lagi meðalgóður, og nær ekki að fanga kjarna myndarinnar sem var svo skemmtilegur og frumlegur. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi: Heavy Iron Studios Útgefandi: THQ Heimasíða: www.thq.com/theincredibles
Árni Pétur Leikjavísir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira