Innlent

Vörður vill samvinnu um stóriðju

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, telur að Norðlendingar eigi að sameinast um það markmið að tryggja að næsta stóriðja verði reist á Norðurlandi. Í ályktun stjórnar félagsins segir að á meðan Norðlendingar deili um mögulega staðsetningu sé hættan á því að fjárfestar snúi sér annað og reisi næstu stóriðju á öðrum stað. Hentugast sé að þeir staðir sem komi til greina á Norðurlandi séu kynntir saman. Ungir sjálfstæðismenn á Akureyri telja því að Norðlendingar eigi að sameina krafta sína í stað þess að deila um staðsetninguna því innbyrðis eigi þeir mun meiri möguleika á að tryggja að farsæl lausn náist fyrir Norðlendinga alla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×