Innlent

Gæsluvarðhald framlengt

Gæsluvarðhald yfir erlendri konu á sjötugsaldri sem tekin var á Keflavíkurflugvelli fyrir að smygla kókaíni í hárkollu hefur verið framlengt í sex vikur, eða til 15. maí. Að sögn Ásgeirs Karlssonar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur enginn annar verið yfirheyrður eða handtekinn vegna málsins en hann segir yfirheyrslur yfir konunni hafa gengið vel. Konan er með bæði bandarískan og hollenskan ríkisborgararétt og hefur verið búsett í Hollandi um árabil. Hún var að koma frá Amsterdam þegar hún var stöðvuð á Keflavíkurflugvelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×