Dómsvald og fjölmiðlar 5. apríl 2005 00:01 Önnur grein stjórnarskrár íslenska lýðveldisins gerir ráð fyrir þrískiptingu valdsins í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Um þetta er farið almennum orðum og án þess að kveðið sé sérstaklega á um nauðsyn þess að þessir þrír þættir valdsins séu óháðir hver öðrum og vinni jafnvel með vissum hætti hver gegn öðrum til þess að forðast að of mikið vald safnist á fáar hendur. Kenning um þetta efni var fyrst sett fram af franska stjórnspekingnum Charles de Montesquieu í riti hans "Um anda laganna " sem kom út í París 1748 og hefur mikið verið skrifað um hana síðan á fjölda tungumála. Hér á landi hefur þó ekki verið mikið um hana fjallað og þá helst af lögfræðiprófessorum. Stjórnarskrá Bandaríkjanna er hins vegar gegnsýrð af þessum kenningum Montesquieus og lærðir sem leikir hafa þær á hraðbergi þegar deilt er um mörkin milli þessa þriggja þátta ríkisvaldsins. Því hefur oft verið vitnað í þessum dálkum til þeirra ummæla Madisons, fjórða forseta Bandaríkjanna, um þetta efni, að þar sem löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald komist á eina hendi, þar sé ógnarstjórn. Um allan heim eiga réttindi borgaranna undir högg að sækja vegna ásælni ríkisvaldsins. Sérstaklega er þetta áberandi í Bandaríkjunum og á Bretlandi. Valdhafar reyna að telja þegnunum trú um að vegna aðgerða hryðjuverkamanna þurfi þeir stórauknar valdheimildir til að njósna um borgarana, handtaka menn og hafa í haldi um ótakmarkaðan tíma án dóms og laga, jafnvel að beita pyntingum til að fá þá til að ljóstra upp um meinta félaga sína í illverkunum. Í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana gengu Bush forseti og félagar hans á lagið og fengu þingið til að gefa framkvæmdavaldinu víðtækar heimildir til að fótumtroða grundvallarréttindi borgaranna við minnsta grun um að hægt væri að tengja þá við hryðjuverkahópa, auk þess sem þingið framseldi vald sitt til að lýsa yfir stríði til forsetans, ef og þegar hann teldi slíkt nauðsynlegt öryggishagsmunum Bandaríkjanna. Með þessu hefur framkvæmdavaldið sölsað undir sig meira vald en nokkur forseti hefur áður haft í sögu Bandaríkjanna. Traustir og flokkshollir repúblikanar úr innsta vinahring Bush-fjölskyldunnar eru settir yfir njósnastofnanir og afnumdar flestar þær hömlur sem þrískiptingu valdsins er einmitt ætlað að hafa til að tryggja jafnvægi milli valdaaðila. Benjamín Franklín komst eitt sinn svo að orði að fólk, sem tæki öryggið fram yfir frelsið ætti hvorugt skilið. Ef þau orð Franklíns verða að áhrínsorðum hefur Al-kaída og Ósama Bin Laden orðið vel ágengt. En þótt löggjafarvaldið hafi beygt sig í duftið fyrir Bush hefur dómsvaldið þó ekki brugðist. Hæstiréttur felldi þann úrskurð í máli "óvinveittra vígamanna" í haldi í Guantanamo á Kúbu, að þeim skyldi heimilt að leggja fyrir alríkisdómstól beiðni um að mál þeirra yrði formlega tekið fyrir og úrskurðað um lögmæti frelsissviptingar þeirra og þeim gert kleift að svara grunsemdum ríkisvaldsins. Fremur en hætta á málssókn fyrir opnum tjöldum hefur ríkisvaldið þegar leyst einn fanga úr haldi og flutt hann til upprunalands síns, Sádí-Arabíu. Og núna nýlega fyrirskipaði umdæmisdómarinn Henry F. Floyd í Suður-Karólínu að leysa skyldi úr haldi ameríska borgarann Jose Padilla, sem varpað hafði verið í fangelsi sem "óvinveittum vígamanni". Í dómnum sagði: "Rétturinn fær ekki séð að forsetinn hafi til þess nokkurt vald, hvorki beint eða óbeint, hvorki að stjórnarskrá né lögum, að halda gerðarbeiðanda sem "óvinveittum vígamanni"." Að leyfa slíkt sagði Floyd dómari "væri ekki aðeins brot á reglum réttarríkisins og grónum hefðum landsins, heldur væri það jafnframt hreint svikræði við þær skuldbindingar sem þessi þjóð hefði undirgengist um aðgreiningu valdsins, sem tryggja lýðræðisleg gildi okkar og frelsi einstaklingsins". Mörgum þótti það firn mikil að lágtsettur dómari á fyrsta dómstigi, sem Bush hafði sjálfur skipað í embætti í hitteðfyrra, skyldi þora að bjóða framkvæmdavaldinu byrginn með svo afdráttarlausum hætti. En það vekur vissulega vonir um að þótt löggjafarvaldið hafi bognað fyrir ofurvaldi forsetans, þá eigi það enn eftir að sýna sig að sú þrískipting valdsins sem bandaríska stjórnarskráin byggir á, dugi til að tryggja það að ekki komi til þess ástands, sem Madison sá fyrir á sínum tíma. Dómstólarnir standi trúan vörð um rétt borgaranna gegn ásælni ríkisvaldsins.Frá dögum Montesquies og Madisons hefur svo, að margra áliti, bæst við fjórða valdið: Fjölmiðlarnir. Þeir eigi að gegna því hlutverki að veita öllum þáttum ríkisvaldsins aðhald með harðri og miskunnarlausri gagnrýni. Með birtingu Pentagonskjalanna í miðju kalda stríðinu 1971 rufu bandarísk blöð langa hefð um að standa ævinlega með ríkisstjórn sinni í utanríkismálum. Nixon og Kissinger lögðu ofurkapp á að fá birtingu Pentagon-skjalanna stöðvaða á þeim forsendum að með henni væri öryggi landsins stefnt í voða og kröfðust því lögbanns. Nýskipaður dómari, Murray Gurfein (sem Nixon taldi að hlyti að vera umhugað um frama sinn, sem væri undir sér kominn), sagði í úrskurði sínum gegn lögbannsbeiðninni: "Þeir, sem með völdin fara á hverjum tíma, verða að geta umborið þrasgjarna fjölmiðla, þrjóska fjölmiðla, allsstaðarnálæga fjölmiðla til þess að varðveita megi þau æðri gildi sem felast í tjáningarfrelsinu og rétti fólksins til að vita." Þetta er okkur hollt að hugleiða, þegar núverandi handhafar valdsins í okkar litla lýðveldi gera hverja atlöguna á fætur annarri að fjölmiðlunum. og tjáningarfrelsinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Önnur grein stjórnarskrár íslenska lýðveldisins gerir ráð fyrir þrískiptingu valdsins í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Um þetta er farið almennum orðum og án þess að kveðið sé sérstaklega á um nauðsyn þess að þessir þrír þættir valdsins séu óháðir hver öðrum og vinni jafnvel með vissum hætti hver gegn öðrum til þess að forðast að of mikið vald safnist á fáar hendur. Kenning um þetta efni var fyrst sett fram af franska stjórnspekingnum Charles de Montesquieu í riti hans "Um anda laganna " sem kom út í París 1748 og hefur mikið verið skrifað um hana síðan á fjölda tungumála. Hér á landi hefur þó ekki verið mikið um hana fjallað og þá helst af lögfræðiprófessorum. Stjórnarskrá Bandaríkjanna er hins vegar gegnsýrð af þessum kenningum Montesquieus og lærðir sem leikir hafa þær á hraðbergi þegar deilt er um mörkin milli þessa þriggja þátta ríkisvaldsins. Því hefur oft verið vitnað í þessum dálkum til þeirra ummæla Madisons, fjórða forseta Bandaríkjanna, um þetta efni, að þar sem löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald komist á eina hendi, þar sé ógnarstjórn. Um allan heim eiga réttindi borgaranna undir högg að sækja vegna ásælni ríkisvaldsins. Sérstaklega er þetta áberandi í Bandaríkjunum og á Bretlandi. Valdhafar reyna að telja þegnunum trú um að vegna aðgerða hryðjuverkamanna þurfi þeir stórauknar valdheimildir til að njósna um borgarana, handtaka menn og hafa í haldi um ótakmarkaðan tíma án dóms og laga, jafnvel að beita pyntingum til að fá þá til að ljóstra upp um meinta félaga sína í illverkunum. Í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana gengu Bush forseti og félagar hans á lagið og fengu þingið til að gefa framkvæmdavaldinu víðtækar heimildir til að fótumtroða grundvallarréttindi borgaranna við minnsta grun um að hægt væri að tengja þá við hryðjuverkahópa, auk þess sem þingið framseldi vald sitt til að lýsa yfir stríði til forsetans, ef og þegar hann teldi slíkt nauðsynlegt öryggishagsmunum Bandaríkjanna. Með þessu hefur framkvæmdavaldið sölsað undir sig meira vald en nokkur forseti hefur áður haft í sögu Bandaríkjanna. Traustir og flokkshollir repúblikanar úr innsta vinahring Bush-fjölskyldunnar eru settir yfir njósnastofnanir og afnumdar flestar þær hömlur sem þrískiptingu valdsins er einmitt ætlað að hafa til að tryggja jafnvægi milli valdaaðila. Benjamín Franklín komst eitt sinn svo að orði að fólk, sem tæki öryggið fram yfir frelsið ætti hvorugt skilið. Ef þau orð Franklíns verða að áhrínsorðum hefur Al-kaída og Ósama Bin Laden orðið vel ágengt. En þótt löggjafarvaldið hafi beygt sig í duftið fyrir Bush hefur dómsvaldið þó ekki brugðist. Hæstiréttur felldi þann úrskurð í máli "óvinveittra vígamanna" í haldi í Guantanamo á Kúbu, að þeim skyldi heimilt að leggja fyrir alríkisdómstól beiðni um að mál þeirra yrði formlega tekið fyrir og úrskurðað um lögmæti frelsissviptingar þeirra og þeim gert kleift að svara grunsemdum ríkisvaldsins. Fremur en hætta á málssókn fyrir opnum tjöldum hefur ríkisvaldið þegar leyst einn fanga úr haldi og flutt hann til upprunalands síns, Sádí-Arabíu. Og núna nýlega fyrirskipaði umdæmisdómarinn Henry F. Floyd í Suður-Karólínu að leysa skyldi úr haldi ameríska borgarann Jose Padilla, sem varpað hafði verið í fangelsi sem "óvinveittum vígamanni". Í dómnum sagði: "Rétturinn fær ekki séð að forsetinn hafi til þess nokkurt vald, hvorki beint eða óbeint, hvorki að stjórnarskrá né lögum, að halda gerðarbeiðanda sem "óvinveittum vígamanni"." Að leyfa slíkt sagði Floyd dómari "væri ekki aðeins brot á reglum réttarríkisins og grónum hefðum landsins, heldur væri það jafnframt hreint svikræði við þær skuldbindingar sem þessi þjóð hefði undirgengist um aðgreiningu valdsins, sem tryggja lýðræðisleg gildi okkar og frelsi einstaklingsins". Mörgum þótti það firn mikil að lágtsettur dómari á fyrsta dómstigi, sem Bush hafði sjálfur skipað í embætti í hitteðfyrra, skyldi þora að bjóða framkvæmdavaldinu byrginn með svo afdráttarlausum hætti. En það vekur vissulega vonir um að þótt löggjafarvaldið hafi bognað fyrir ofurvaldi forsetans, þá eigi það enn eftir að sýna sig að sú þrískipting valdsins sem bandaríska stjórnarskráin byggir á, dugi til að tryggja það að ekki komi til þess ástands, sem Madison sá fyrir á sínum tíma. Dómstólarnir standi trúan vörð um rétt borgaranna gegn ásælni ríkisvaldsins.Frá dögum Montesquies og Madisons hefur svo, að margra áliti, bæst við fjórða valdið: Fjölmiðlarnir. Þeir eigi að gegna því hlutverki að veita öllum þáttum ríkisvaldsins aðhald með harðri og miskunnarlausri gagnrýni. Með birtingu Pentagonskjalanna í miðju kalda stríðinu 1971 rufu bandarísk blöð langa hefð um að standa ævinlega með ríkisstjórn sinni í utanríkismálum. Nixon og Kissinger lögðu ofurkapp á að fá birtingu Pentagon-skjalanna stöðvaða á þeim forsendum að með henni væri öryggi landsins stefnt í voða og kröfðust því lögbanns. Nýskipaður dómari, Murray Gurfein (sem Nixon taldi að hlyti að vera umhugað um frama sinn, sem væri undir sér kominn), sagði í úrskurði sínum gegn lögbannsbeiðninni: "Þeir, sem með völdin fara á hverjum tíma, verða að geta umborið þrasgjarna fjölmiðla, þrjóska fjölmiðla, allsstaðarnálæga fjölmiðla til þess að varðveita megi þau æðri gildi sem felast í tjáningarfrelsinu og rétti fólksins til að vita." Þetta er okkur hollt að hugleiða, þegar núverandi handhafar valdsins í okkar litla lýðveldi gera hverja atlöguna á fætur annarri að fjölmiðlunum. og tjáningarfrelsinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun