Vildi ekki verða veðurtepptur 5. apríl 2005 00:01 Varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem ætlaði að eiga fund með Davíð Oddssyni utanríkisráðherra í dag, hætti við komu sína til Íslands á síðustu stundu þar sem hann var hræddur um að verða innlyksa á Íslandi vegna veðurs. Robert Zoellick er hægri hönd Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er talinn afar harður í horn að taka, er harðsnúinn samningamaður og talsmaður þess að Bandaríkin stýri alþjóðamálum í skjóli hernaðaryfirburða sinna. Rice lýsti því yfir skömmu eftir að hún tók við embætti að hún eða Zoellick myndu heimsækja höfuðborgir allra landa Atlantshafsbandalagsins og Zoellick hefur verið að gera einmitt það. Hann hefur nú heimsótt höfuðborgir flestra Evrópulanda og ætlaði að koma við á Íslandi á leið sinni heim til Bandaríkjanna. Á leiðinni hingað leist flugmönnum hans hins vegar ekki betur en svo á veðurspána síðla dags, en spáð er 25 metrum á sekúndu, að þeir töldu hættu á að það yrði of mikill hliðarvindur til að hægt væri að taka á loft aftur. Zoellick óttaðist því að verða innlyksa á Íslandi um óákveðin tíma vegna veðurs og komast ekki í útför Jóhannesar Páls páfa í Róm á föstudaginn. Því var fundinum með Davíð aflýst. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar en þó er búist við að Zoellick reyni aftur að koma til Ísland eftir um það bil hálfa mánuð. Líklegt er að þeir Davíð hafi um mikið að spjalla; ekki aðeins er varnarsamningur landanna tveggja í lausu lofti heldur hefur koma Fischers hingað til lands hleypt illu blóði í Bandaríkjastjórn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem ætlaði að eiga fund með Davíð Oddssyni utanríkisráðherra í dag, hætti við komu sína til Íslands á síðustu stundu þar sem hann var hræddur um að verða innlyksa á Íslandi vegna veðurs. Robert Zoellick er hægri hönd Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er talinn afar harður í horn að taka, er harðsnúinn samningamaður og talsmaður þess að Bandaríkin stýri alþjóðamálum í skjóli hernaðaryfirburða sinna. Rice lýsti því yfir skömmu eftir að hún tók við embætti að hún eða Zoellick myndu heimsækja höfuðborgir allra landa Atlantshafsbandalagsins og Zoellick hefur verið að gera einmitt það. Hann hefur nú heimsótt höfuðborgir flestra Evrópulanda og ætlaði að koma við á Íslandi á leið sinni heim til Bandaríkjanna. Á leiðinni hingað leist flugmönnum hans hins vegar ekki betur en svo á veðurspána síðla dags, en spáð er 25 metrum á sekúndu, að þeir töldu hættu á að það yrði of mikill hliðarvindur til að hægt væri að taka á loft aftur. Zoellick óttaðist því að verða innlyksa á Íslandi um óákveðin tíma vegna veðurs og komast ekki í útför Jóhannesar Páls páfa í Róm á föstudaginn. Því var fundinum með Davíð aflýst. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar en þó er búist við að Zoellick reyni aftur að koma til Ísland eftir um það bil hálfa mánuð. Líklegt er að þeir Davíð hafi um mikið að spjalla; ekki aðeins er varnarsamningur landanna tveggja í lausu lofti heldur hefur koma Fischers hingað til lands hleypt illu blóði í Bandaríkjastjórn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira