Innlent

Kemur mjög á óvart

"Það kemur mér mjög á óvart að heyra að ekki eigi að ráðast í gerð Sundabrautar næstu fjögur árin," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri. Í nýrri samgönguáætlun er gert ráð fyrir áframhaldandi undirbúningsvinnu vegna Sundabrautarinnar en engum framkvæmdum til ársins 2009. Steinunn segir að úrskurðar Umhverfisráðuneytisins vegna kærumála sem borist hafa vegna fyrirhugaðrar legu Sundabrautar sé að vænta innan nokkurra vikna. "Þegar sá úrskurður liggur fyrir er okkur hjá borginni ekkert að vanbúnaði að ákveða hvor leiðin verður fyrir valinu. Við höfum oftar en ekki heyrt að allt strandi á okkur hér hjá borginni en ef rétt reynist að ekkert fé sé eyrnamerkt Sundabrautinni næstu árin þá hefur dæmið aldeilis snúist við og það kemur vissulega á óvart. Samgönguráðherra veit fullvel að niðurstöðu er að vænta frá umhverfisráðuneytinu innan tíðar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×