Nýtt vor fyrir Sameinuðu þjóðirnar 24. mars 2005 00:01 Sameinuðu þjóðirnar hafa oft haft það orð á sér að vera þunglamaleg og svifasein stofnun, sem ekki hefur staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til samtakanna við stofnun þeirra 1945. Nú eru hins vegar horfur á því að breyting verði á, því Kofi Annan, aðalritari Smeinuðu þjóðanna, kynnti í vikunni álit sérfræðinganefndar á vegum samtakanna um breytingar á skipulagi þeirra. Skýrsluna nefnir hann :"Í þágu aukins frelsis". Nefndin skilaði skýrslunni af sér fyrir nokkru, en það er fyrst nú að aðalritarinn tjáir sig um hana og markmið hennar. Í Fréttablaðinu á þriðjudag birtist grein eftir Kofi Annan um þessar breytingar. Það var vor í lofti í New York á mánudag þegar hann ávarpaði Allsherjarþingið og hann sagðist vona að skýrslan boðaði nýtt vor fyrir alþjóðakerfið og Sameinuðu þjóðirnar. Aðalritarinn minnti á upphafleg markmið í sáttmála samtakanna, en þau eru í stuttu máli ; friður, mannréttindi, réttlæti og þróun. Þær breytingar sem gert er ráð fyrir í skýrslu sérfræðinganna eru þær róttækustu sem um ræðir í sögu samtakanna. Mesta athygli hafa vakið þær tillögur sem gerðar eru um breytingar á skipan Öryggisráðsins -- að fleiri þjóðir komi þar að. Þá er gert ráð fyrir sérstöku mannréttindaráði sem komi í stað núverandi mannréttindanefndar og að nýr sáttmáli gegn hryðjuverkum verði samþykktur. Tillögurnar um breytingar á skipan Öryggisráðsins vekja kannski mesta athygli hér á landi vegna þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að stefna að því að Íslendingar taki sæti í ráðinu. Þetta er ákvörðun sem ríkisstjórnin tók fyrir nokkrum árum, og hefur verið nokkuð umdeild. Núverandi utanríkisráðherra Davíð Oddsson ítrekaði í síðustu viku í viðtali við Fréttablaðið að stefna Íslendinga varðandi sæti í Öryggisráðinu væri óbreytt. Nýskipan ráðsins getur hins vegar kollvarpað áformum íslenskra stjórnvalda, og fer það eftir því hvaða leið verður valin í þeim efnum. Mikill kostnaður við setu Íslendinga í Öryggisráðinu hefur vaxið mörgum í augum og þeir af þeim sökum talið óráðlegt að sækjast eftir sætinu. Þetta mál snýst ekki fyrst og fremst um kostnað, heldur hvað við viljum gera i alþjóðamálum og hvort það sé þess virði fyrir okkur að berjast fyrir sæti í ráðinu í tvö ár. Setu í Öryggisráðinu fylgir margskonar ábyrgð og á átakatímum eru fulltrúar þar oft undir mjög miklum þrýstingi. Við eigum að hafa okkar sjálfstæðu afstöðu til mála, en það getur orðið býsna erfitt fyrir smáþjóð þegar átakamál eru uppi á borði í Öryggisráðinu. Kofi Annan vék að ráðinu í grein sinni í Fréttablaðinu og sagði: " Fleiri eiga að koma að Öryggisráðinu, en það þarf líka að vera hæfara og fúsara til að grípa til aðgerða þegar þörf krefur" Í haust verður haldinn leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna og að honum loknum verður væntanlega ljóst hvaða breytingar á sáttmála Sameinuðu þjóðanna ná fram að ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Sameinuðu þjóðirnar hafa oft haft það orð á sér að vera þunglamaleg og svifasein stofnun, sem ekki hefur staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til samtakanna við stofnun þeirra 1945. Nú eru hins vegar horfur á því að breyting verði á, því Kofi Annan, aðalritari Smeinuðu þjóðanna, kynnti í vikunni álit sérfræðinganefndar á vegum samtakanna um breytingar á skipulagi þeirra. Skýrsluna nefnir hann :"Í þágu aukins frelsis". Nefndin skilaði skýrslunni af sér fyrir nokkru, en það er fyrst nú að aðalritarinn tjáir sig um hana og markmið hennar. Í Fréttablaðinu á þriðjudag birtist grein eftir Kofi Annan um þessar breytingar. Það var vor í lofti í New York á mánudag þegar hann ávarpaði Allsherjarþingið og hann sagðist vona að skýrslan boðaði nýtt vor fyrir alþjóðakerfið og Sameinuðu þjóðirnar. Aðalritarinn minnti á upphafleg markmið í sáttmála samtakanna, en þau eru í stuttu máli ; friður, mannréttindi, réttlæti og þróun. Þær breytingar sem gert er ráð fyrir í skýrslu sérfræðinganna eru þær róttækustu sem um ræðir í sögu samtakanna. Mesta athygli hafa vakið þær tillögur sem gerðar eru um breytingar á skipan Öryggisráðsins -- að fleiri þjóðir komi þar að. Þá er gert ráð fyrir sérstöku mannréttindaráði sem komi í stað núverandi mannréttindanefndar og að nýr sáttmáli gegn hryðjuverkum verði samþykktur. Tillögurnar um breytingar á skipan Öryggisráðsins vekja kannski mesta athygli hér á landi vegna þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að stefna að því að Íslendingar taki sæti í ráðinu. Þetta er ákvörðun sem ríkisstjórnin tók fyrir nokkrum árum, og hefur verið nokkuð umdeild. Núverandi utanríkisráðherra Davíð Oddsson ítrekaði í síðustu viku í viðtali við Fréttablaðið að stefna Íslendinga varðandi sæti í Öryggisráðinu væri óbreytt. Nýskipan ráðsins getur hins vegar kollvarpað áformum íslenskra stjórnvalda, og fer það eftir því hvaða leið verður valin í þeim efnum. Mikill kostnaður við setu Íslendinga í Öryggisráðinu hefur vaxið mörgum í augum og þeir af þeim sökum talið óráðlegt að sækjast eftir sætinu. Þetta mál snýst ekki fyrst og fremst um kostnað, heldur hvað við viljum gera i alþjóðamálum og hvort það sé þess virði fyrir okkur að berjast fyrir sæti í ráðinu í tvö ár. Setu í Öryggisráðinu fylgir margskonar ábyrgð og á átakatímum eru fulltrúar þar oft undir mjög miklum þrýstingi. Við eigum að hafa okkar sjálfstæðu afstöðu til mála, en það getur orðið býsna erfitt fyrir smáþjóð þegar átakamál eru uppi á borði í Öryggisráðinu. Kofi Annan vék að ráðinu í grein sinni í Fréttablaðinu og sagði: " Fleiri eiga að koma að Öryggisráðinu, en það þarf líka að vera hæfara og fúsara til að grípa til aðgerða þegar þörf krefur" Í haust verður haldinn leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna og að honum loknum verður væntanlega ljóst hvaða breytingar á sáttmála Sameinuðu þjóðanna ná fram að ganga.