Verðbólgan og uppsögn samninga 18. mars 2005 00:01 Það eru fleiri fornir fjendur við sjóndeildarhringinn þessa dagana en hafísinn sem er kominn að landi fyrir norðan. Verðbólgan hefur sótt í sig veðrið undanfarna mánuði og greiningardeildir bankanna spá því nú að hún fari yfir 6 prósent á þessu ári. Fyrir vikið verða endurskoðunarákvæði kjarasamninga á almennum vinnumarkaði virk og frá ASÍ hafa komið skýr skilaboð um að þar á bæ séu menn að skoða af fullri alvöru að segja upp samningum í haust. Þetta er geggjuð staða. Á Íslandi ríkja nú einhverjir mestu velmegunartímar sem þjóðin hefur upplifað. Hagvöxtur á árinu stefnir í að verða um 6 prósent og er spáð góðum áfram. Kaupmáttur hefur aukist og fólk því með meira fé milli handanna sem það nýtir óspart til að endurnýja bílaflota sinn, leggja parkett, ferðast til útlanda, kaupa flata risasjónvarpsskerma og annan misnauðsynlegan hégóma. Við höfum það sem sagt gott. Mjög gott. En verðbólgan kraumar við sjónarrönd og ef hún nær sér á strik fyrir alvöru minnkar velmegunin í réttu hlutfalli við hækkandi afborganir af verðtryggðum lánum landsmanna. Í því samhengi væri eitt það versta sem gæti gerst að verkalýðshreyfingin ákvæði að standa við hótanir sínar um uppsögn kjarasamninga. Þá gætum við allt eins staðið frammi fyrir gamalkunnum hækkunum launa og verðlags til skiptis og þá fyrst væri verðbólgufjandinn laus fyrir alvöru. En af hverju er ASÍ að skoða uppsögn samninga ef þjóðin hefur það svona gott? Hér eru rök sem má lesa í nýlegum pistli á vef sambandsins: "Það er ljóst að ef almennt verðlag heldur áfram að hækka líkt og undanfarna mánuði þá eru litlar líkur á því að verðbólgan verði komi niður í 2,5% á haustmánuðum og það mun því reyna verulega á endurskoðunarákvæði kjarasamninga í haust." Gott og vel. Ef þetta væri rétt. Í hálf fimm fréttum greiningardeildar KB banka á fimmtudag kemur fram að staðreyndin er sú að almennt verðlag hefur alls ekki hækkað umfram þau 2,5 prósent sem eru verðbólgumarkmið Seðlabankans og verkalýðshreyfingin miðar uppsagnarákvæði kjarasamninga við. Ef hækkun fasteignaverðs undanfarna tólf mánuði er fjarlægð úr neysluvísitölu Hagstofunnar hefur vísitala neysluverðs aðeins hækkað um 2 prósent en ekki 4,7 prósent eins og vísitalan segir til um. Eða eins og segir í hálf fimm fréttum greiningardeildar KB banka "er því ljóst að verðbólguskotið sem nú gengur yfir á fremur rætur sínar að rekja til hækkandi eignaverðs en að verðlag almennrar framfærslu hafi hækkað". Sem sagt; hækkun á almennum vörum og þjónustu, öllu öðru en fasteignaverði, er vel undir uppsagnarákvæði kjarasamninganna. Það væri vægast sagt öfugsnúið ef lækkun vaxta húsnæðislána sem hafði í för með sér hækkun eignaverðs, sem er einhver mesta kjarabót íslenskra heimila í seinni tíð, yrði til þess að kjarasamningum væri sagt upp og enn meiri þrýstingur settur á efnahagskerfi landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun
Það eru fleiri fornir fjendur við sjóndeildarhringinn þessa dagana en hafísinn sem er kominn að landi fyrir norðan. Verðbólgan hefur sótt í sig veðrið undanfarna mánuði og greiningardeildir bankanna spá því nú að hún fari yfir 6 prósent á þessu ári. Fyrir vikið verða endurskoðunarákvæði kjarasamninga á almennum vinnumarkaði virk og frá ASÍ hafa komið skýr skilaboð um að þar á bæ séu menn að skoða af fullri alvöru að segja upp samningum í haust. Þetta er geggjuð staða. Á Íslandi ríkja nú einhverjir mestu velmegunartímar sem þjóðin hefur upplifað. Hagvöxtur á árinu stefnir í að verða um 6 prósent og er spáð góðum áfram. Kaupmáttur hefur aukist og fólk því með meira fé milli handanna sem það nýtir óspart til að endurnýja bílaflota sinn, leggja parkett, ferðast til útlanda, kaupa flata risasjónvarpsskerma og annan misnauðsynlegan hégóma. Við höfum það sem sagt gott. Mjög gott. En verðbólgan kraumar við sjónarrönd og ef hún nær sér á strik fyrir alvöru minnkar velmegunin í réttu hlutfalli við hækkandi afborganir af verðtryggðum lánum landsmanna. Í því samhengi væri eitt það versta sem gæti gerst að verkalýðshreyfingin ákvæði að standa við hótanir sínar um uppsögn kjarasamninga. Þá gætum við allt eins staðið frammi fyrir gamalkunnum hækkunum launa og verðlags til skiptis og þá fyrst væri verðbólgufjandinn laus fyrir alvöru. En af hverju er ASÍ að skoða uppsögn samninga ef þjóðin hefur það svona gott? Hér eru rök sem má lesa í nýlegum pistli á vef sambandsins: "Það er ljóst að ef almennt verðlag heldur áfram að hækka líkt og undanfarna mánuði þá eru litlar líkur á því að verðbólgan verði komi niður í 2,5% á haustmánuðum og það mun því reyna verulega á endurskoðunarákvæði kjarasamninga í haust." Gott og vel. Ef þetta væri rétt. Í hálf fimm fréttum greiningardeildar KB banka á fimmtudag kemur fram að staðreyndin er sú að almennt verðlag hefur alls ekki hækkað umfram þau 2,5 prósent sem eru verðbólgumarkmið Seðlabankans og verkalýðshreyfingin miðar uppsagnarákvæði kjarasamninga við. Ef hækkun fasteignaverðs undanfarna tólf mánuði er fjarlægð úr neysluvísitölu Hagstofunnar hefur vísitala neysluverðs aðeins hækkað um 2 prósent en ekki 4,7 prósent eins og vísitalan segir til um. Eða eins og segir í hálf fimm fréttum greiningardeildar KB banka "er því ljóst að verðbólguskotið sem nú gengur yfir á fremur rætur sínar að rekja til hækkandi eignaverðs en að verðlag almennrar framfærslu hafi hækkað". Sem sagt; hækkun á almennum vörum og þjónustu, öllu öðru en fasteignaverði, er vel undir uppsagnarákvæði kjarasamninganna. Það væri vægast sagt öfugsnúið ef lækkun vaxta húsnæðislána sem hafði í för með sér hækkun eignaverðs, sem er einhver mesta kjarabót íslenskra heimila í seinni tíð, yrði til þess að kjarasamningum væri sagt upp og enn meiri þrýstingur settur á efnahagskerfi landsins.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun