Eplakurl hamingjunnar 17. mars 2005 00:01 Sagt er að fátt sé hlýlegra í húsi en ilmur af kanil og bökuðum eplum. Að sama skapi er haft fyrir satt að þessi eftirréttur, bragð hans og angan, útlit, áferð og hollusta, tendri hamingjuneista í hjörtum fólks, í það minnsta í brjóstum sem geta fundið til.3 græn epli (kjarnhreinsuð og skorin í litla bita)2 dl grófar hafraflögur2 dl eplakökurasp2 dl púðursykur1 tsk. kanill100 g smjör Byrjið á því að kjarnhreinsa eplin og skera niður í frekar litla bita. Eplahýðið getur verið á eða ekki, allt eftir smekk hvers og eins. Smyrjið botninn á ofnföstu fati og dreifið svo eplunum yfir botn fatsins og stráið yfir þau kanil. Blandið höfrum, eplakökuraspi og sykri saman í skál og vinnið mjúkt smjörið saman við með höndunum. Þessari blöndu er svo dreift yfir eplin og allt bakað í 200 gráðu ofni í 25 til 30 mínútur. Ef hafrarnir dökkna um of, setjið þá álpappír yfir bökuna síðustu mínúturnar. Berið fram með bólstrum af drifhvítum rjóma. Eftirréttir Uppskriftir Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp
Sagt er að fátt sé hlýlegra í húsi en ilmur af kanil og bökuðum eplum. Að sama skapi er haft fyrir satt að þessi eftirréttur, bragð hans og angan, útlit, áferð og hollusta, tendri hamingjuneista í hjörtum fólks, í það minnsta í brjóstum sem geta fundið til.3 græn epli (kjarnhreinsuð og skorin í litla bita)2 dl grófar hafraflögur2 dl eplakökurasp2 dl púðursykur1 tsk. kanill100 g smjör Byrjið á því að kjarnhreinsa eplin og skera niður í frekar litla bita. Eplahýðið getur verið á eða ekki, allt eftir smekk hvers og eins. Smyrjið botninn á ofnföstu fati og dreifið svo eplunum yfir botn fatsins og stráið yfir þau kanil. Blandið höfrum, eplakökuraspi og sykri saman í skál og vinnið mjúkt smjörið saman við með höndunum. Þessari blöndu er svo dreift yfir eplin og allt bakað í 200 gráðu ofni í 25 til 30 mínútur. Ef hafrarnir dökkna um of, setjið þá álpappír yfir bökuna síðustu mínúturnar. Berið fram með bólstrum af drifhvítum rjóma.
Eftirréttir Uppskriftir Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp