Læknaskortur brátt úr sögunni 17. mars 2005 00:01 Það er ekki aðeins að háskólastarf standi með miklum blóma hér á landi um þessar mundir og að hver háskólinn verði til á fætur öðrum, heldur virðist sem aldrei hafi fleiri íslenskir stúdentar verið í læknanámi. Í grein í Fréttablaðinu í gær skrifar Ingólfur Ingólfsson, læknanemi í Danmörku, að um eitt hundrað Íslendinga stundi nám í læknisfræði við þrjá háskóla þar í landi - í Árósum, Óðinsvéum og Kaupmannahöfn. Ingólfur segir námið vera að uppbyggingu mjög áþekkt læknanáminu við læknadeild Háskóla Íslands. Læknanám í einu Norðurlandanna er viðurkennt annars staðar á Norðurlöndum, þannig að íslenskir læknastúdentar í Danmörku ættu ekki að þurfa að óttast að þeim verði hafnað hér þótt þeir hafi stundað námið erlendis. Það er löngu þekkt að eftir nám í læknadeild Háskóla Íslands fer stærstur hluti þeirra sem ljúka hér prófi til útlanda til framhaldsnáms. Þannig eru hundruð íslenskra lækna nú í framhaldsnámi erlendis. Margir íslenskir læknar hafa stundað framhaldsnám sitt annars staðar á Norðurlöndum og síðan komið hingað heim til starfa í heilbrigðisgeiranum. En hversvegna eru svona margir íslenskir lænanemar við nám í Danmörku? Gera má ráð fyrir að það sé að hluta til vegna þess að þeir hafa ekki komist að í nám við læknadeild HÍ. Þá ber þess að geta að það hefur oft verið auðvelt fyrir Íslendinga að komast að í dönskum háskólum og á dönskukennsla í skólum hér áreiðanlega sinn þátt í því. Þá er á það að líta að engin skólagjöld eru við danska háskóla og íslenskir námsmenn þar njóta sömu kjara hvað varðar námslán og væru þeir hér. Þessi mikla ásókn íslenskra læknastúdenta til Danmerkur kallar ef til vill á einhver viðbrögð frá dönskum yfirvöldum, því töluverður kostnaður hlýtur að hljótast af því fyrir danska skattborgara að vera með eitt hundrað íslenska læknanema í háskólum þar í landi. Það er reyndar ekkert nýtt að Íslendingar flykkist í nám til Danmerkur nú á síðari árum, að ekki sé nú minnst á Hafnarár gömlu stúdentanna. Íslenskir tækniskólanemar hafa löngum verið fjölmennir í Danmörku, enda í sumum tilfellum verið sérstakir samningar í gildi þar að lútandi. Í grein sinni segir Ingólfur: "Ætla má að læknanemar við Læknadeild Háskóla Íslands séu um 300 talsins. Hundrað manna viðbót við þann fjölda er töluverð aukning. Að auki fjölgar íslenskum læknanemum í Ungverjalandi jafnt og þétt." Þeir munu vera á þriðja tug. Síðar segir hann: "Með tilkomu þessa stóra hóps læknanema er kannski komin sú heilbrigða samkeppni við Læknadeild Háskóla Íslands sem sumir telja að hafi vantað. Það hlýtur að teljast jákvætt fyrir heilbrigðismál á Íslandi að svo margir kjósi að mennta sig erlendis og komi þannig með vinnukraft, þekkingu og nýjar hugmyndir til landsins." Þarna er líklega komin lausnin á læknaskorti hér á landi og þá sérstaklega hvað varðar landsbyggðina, því þar hefur oft reynst þrautin þyngri að manna læknishéruð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Það er ekki aðeins að háskólastarf standi með miklum blóma hér á landi um þessar mundir og að hver háskólinn verði til á fætur öðrum, heldur virðist sem aldrei hafi fleiri íslenskir stúdentar verið í læknanámi. Í grein í Fréttablaðinu í gær skrifar Ingólfur Ingólfsson, læknanemi í Danmörku, að um eitt hundrað Íslendinga stundi nám í læknisfræði við þrjá háskóla þar í landi - í Árósum, Óðinsvéum og Kaupmannahöfn. Ingólfur segir námið vera að uppbyggingu mjög áþekkt læknanáminu við læknadeild Háskóla Íslands. Læknanám í einu Norðurlandanna er viðurkennt annars staðar á Norðurlöndum, þannig að íslenskir læknastúdentar í Danmörku ættu ekki að þurfa að óttast að þeim verði hafnað hér þótt þeir hafi stundað námið erlendis. Það er löngu þekkt að eftir nám í læknadeild Háskóla Íslands fer stærstur hluti þeirra sem ljúka hér prófi til útlanda til framhaldsnáms. Þannig eru hundruð íslenskra lækna nú í framhaldsnámi erlendis. Margir íslenskir læknar hafa stundað framhaldsnám sitt annars staðar á Norðurlöndum og síðan komið hingað heim til starfa í heilbrigðisgeiranum. En hversvegna eru svona margir íslenskir lænanemar við nám í Danmörku? Gera má ráð fyrir að það sé að hluta til vegna þess að þeir hafa ekki komist að í nám við læknadeild HÍ. Þá ber þess að geta að það hefur oft verið auðvelt fyrir Íslendinga að komast að í dönskum háskólum og á dönskukennsla í skólum hér áreiðanlega sinn þátt í því. Þá er á það að líta að engin skólagjöld eru við danska háskóla og íslenskir námsmenn þar njóta sömu kjara hvað varðar námslán og væru þeir hér. Þessi mikla ásókn íslenskra læknastúdenta til Danmerkur kallar ef til vill á einhver viðbrögð frá dönskum yfirvöldum, því töluverður kostnaður hlýtur að hljótast af því fyrir danska skattborgara að vera með eitt hundrað íslenska læknanema í háskólum þar í landi. Það er reyndar ekkert nýtt að Íslendingar flykkist í nám til Danmerkur nú á síðari árum, að ekki sé nú minnst á Hafnarár gömlu stúdentanna. Íslenskir tækniskólanemar hafa löngum verið fjölmennir í Danmörku, enda í sumum tilfellum verið sérstakir samningar í gildi þar að lútandi. Í grein sinni segir Ingólfur: "Ætla má að læknanemar við Læknadeild Háskóla Íslands séu um 300 talsins. Hundrað manna viðbót við þann fjölda er töluverð aukning. Að auki fjölgar íslenskum læknanemum í Ungverjalandi jafnt og þétt." Þeir munu vera á þriðja tug. Síðar segir hann: "Með tilkomu þessa stóra hóps læknanema er kannski komin sú heilbrigða samkeppni við Læknadeild Háskóla Íslands sem sumir telja að hafi vantað. Það hlýtur að teljast jákvætt fyrir heilbrigðismál á Íslandi að svo margir kjósi að mennta sig erlendis og komi þannig með vinnukraft, þekkingu og nýjar hugmyndir til landsins." Þarna er líklega komin lausnin á læknaskorti hér á landi og þá sérstaklega hvað varðar landsbyggðina, því þar hefur oft reynst þrautin þyngri að manna læknishéruð.