Að taka ábyrgð 13. mars 2005 00:01 Það voru sorglegar fréttir sem bárust frá Félagi ábyrgra feðra í vikunni. Einn af hverjum þremur meðlagsgreiðendum á Íslandi er í vanskilum, eða um fjögur þúsund manns af alls tólf þúsund meðlagsgreiðendum. Í upplýsingum frá félaginu kemur fram að fjöldi skilnaðarbarna hér á landi er um tuttugu og eitt þúsund. Má því gera ráð fyrir að ekki sé greitt meðlag með um sjö þúsund íslenskum börnum. Framfærslubyrði þessara barna hverfur þó að sjálfsögðu ekki heldur færist yfir á samfélagið og hið opinbera stendur skil á meðlaginu til þess foreldris sem býr barninu heimili. Það er svo í höndum ríkisskattstjóra að innheimta skuld meðlagsgreiðandans og mun það ganga misbrösuglega. Talsmenn Félags ábyrgra feðra vilja að stjórnvöld kanni ástæður vanskilanna og geri tillögur að úrbótum fyrir þessa skuldseigu einstaklinga. Ein ástæðan sem þeir nefna að baki vandamálinu er að lágmarksmeðlag er hærra á Íslandi en í nágrannalöndunum. Hver skyldi sú upphæð vera? Jú, 16.586 krónur á mánuði eða nánast það sama og heilsdagvistun í leikskólum Reykjavíkur kostar. Og nú er spurt, getur þessi upphæð mögulega verið lægri? Hvað um þann kostnað sem sá er heldur barninu heimili á þá eftir að greiða fyrir húsnæði, mat, fatnað og tómstundir barnsins? Ef eitthvað er þá er lágmarksmeðlag of lágt á Íslandi. Skilaboð samfélagsins til þeirra sem geta ekki alið upp börn sín saman eru mjög undarleg því hvernig þjóðfélag er það sem blessar að faðir/móðir geti greitt 16.586 króna meðlag á mánuði með barni sínu og sé þar með laus allra mála um fjárhagslega afkomu þess, ef viðkomandi er þannig innréttaður? Eins og staðan er núna getur það í raun verið ódýrara að eiga barn sem maður býr ekki með heldur en að búa því heimili. Sem betur fer eru þeir mun fleiri sem leggja meira með börnum sínum en lágmarksmeðlagið kveður á um en hátt hlutfall meðlagsgreiðenda sem er í vanskilum segir okkur hins vegar að núverandi kerfi sé gallað. Félag ábyrgra feðra hefur lagt fram hugmyndir um tekjutengingu meðlaga sem er tímabært að skoða. Með tekjutengingu gætu þeir sem ekki ráða við lágmarksmeðlag rétt sína stöðu, ekki má ætla neinum manni að vilja ekki taka fjárhagslega ábyrgð á börnum sínum, en líka tryggja að þeir sem hafi rúm fjárráð taki örugglega meiri þátt í kostnaði við umönnun og uppeldi barna sinna en lög segja nú til um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Það voru sorglegar fréttir sem bárust frá Félagi ábyrgra feðra í vikunni. Einn af hverjum þremur meðlagsgreiðendum á Íslandi er í vanskilum, eða um fjögur þúsund manns af alls tólf þúsund meðlagsgreiðendum. Í upplýsingum frá félaginu kemur fram að fjöldi skilnaðarbarna hér á landi er um tuttugu og eitt þúsund. Má því gera ráð fyrir að ekki sé greitt meðlag með um sjö þúsund íslenskum börnum. Framfærslubyrði þessara barna hverfur þó að sjálfsögðu ekki heldur færist yfir á samfélagið og hið opinbera stendur skil á meðlaginu til þess foreldris sem býr barninu heimili. Það er svo í höndum ríkisskattstjóra að innheimta skuld meðlagsgreiðandans og mun það ganga misbrösuglega. Talsmenn Félags ábyrgra feðra vilja að stjórnvöld kanni ástæður vanskilanna og geri tillögur að úrbótum fyrir þessa skuldseigu einstaklinga. Ein ástæðan sem þeir nefna að baki vandamálinu er að lágmarksmeðlag er hærra á Íslandi en í nágrannalöndunum. Hver skyldi sú upphæð vera? Jú, 16.586 krónur á mánuði eða nánast það sama og heilsdagvistun í leikskólum Reykjavíkur kostar. Og nú er spurt, getur þessi upphæð mögulega verið lægri? Hvað um þann kostnað sem sá er heldur barninu heimili á þá eftir að greiða fyrir húsnæði, mat, fatnað og tómstundir barnsins? Ef eitthvað er þá er lágmarksmeðlag of lágt á Íslandi. Skilaboð samfélagsins til þeirra sem geta ekki alið upp börn sín saman eru mjög undarleg því hvernig þjóðfélag er það sem blessar að faðir/móðir geti greitt 16.586 króna meðlag á mánuði með barni sínu og sé þar með laus allra mála um fjárhagslega afkomu þess, ef viðkomandi er þannig innréttaður? Eins og staðan er núna getur það í raun verið ódýrara að eiga barn sem maður býr ekki með heldur en að búa því heimili. Sem betur fer eru þeir mun fleiri sem leggja meira með börnum sínum en lágmarksmeðlagið kveður á um en hátt hlutfall meðlagsgreiðenda sem er í vanskilum segir okkur hins vegar að núverandi kerfi sé gallað. Félag ábyrgra feðra hefur lagt fram hugmyndir um tekjutengingu meðlaga sem er tímabært að skoða. Með tekjutengingu gætu þeir sem ekki ráða við lágmarksmeðlag rétt sína stöðu, ekki má ætla neinum manni að vilja ekki taka fjárhagslega ábyrgð á börnum sínum, en líka tryggja að þeir sem hafi rúm fjárráð taki örugglega meiri þátt í kostnaði við umönnun og uppeldi barna sinna en lög segja nú til um.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun