Bragðgóð matarsýning 11. mars 2005 00:01 Matvælasýning Norðurlands, Matur-inn 2005, verður haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. mars. Um 30 fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu á sýningunni auk þess sem keppt verður um titilinn Matreiðslumaður ársins 2005. Matvælasýning Norðurlands var haldin í fyrsta sinn árið 2003 en ætlunin er að hún verði haldin á tveggja ára fresti. Friðrik V. Karlsson sýningarstjóri segir að öll helstu matvælatengd fyrirtæki á Norðurlandi verði með bás á sýningunni. "Við væntum fjölda gesta en aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Fólk getur fengið að bragða á matnum á sýningunni auk þess sem margvísleg tilboð verða," segir Friðrik. Alls eru 18 keppendur, vítt og breitt af landinu, skráðir í keppnina um Matreiðslumann ársins 2005 og segir Friðrik að þrír alþjóðlegir dómarar frá Norðurlöndunum muni meta hæfni þeirra. Matur Mest lesið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið
Matvælasýning Norðurlands, Matur-inn 2005, verður haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. mars. Um 30 fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu á sýningunni auk þess sem keppt verður um titilinn Matreiðslumaður ársins 2005. Matvælasýning Norðurlands var haldin í fyrsta sinn árið 2003 en ætlunin er að hún verði haldin á tveggja ára fresti. Friðrik V. Karlsson sýningarstjóri segir að öll helstu matvælatengd fyrirtæki á Norðurlandi verði með bás á sýningunni. "Við væntum fjölda gesta en aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Fólk getur fengið að bragða á matnum á sýningunni auk þess sem margvísleg tilboð verða," segir Friðrik. Alls eru 18 keppendur, vítt og breitt af landinu, skráðir í keppnina um Matreiðslumann ársins 2005 og segir Friðrik að þrír alþjóðlegir dómarar frá Norðurlöndunum muni meta hæfni þeirra.
Matur Mest lesið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið