Bifreiðar og GPS 8. mars 2005 00:01 Nefnd á vegum samgönguráðherra hefur lagt til að í stað bensín- og olíugjalds verði á næstu árum tekin upp notendagjöld sem byggist á akstursskráningu með GPS-staðsetningartækjum sem komið verði fyrir í öllum bifreiðum. Telur nefndin að núverandi tekjustofnar vegakerfisins séu að ganga sér til húðar og því nauðsynlegt að finna aðrar og hagkvæmari leiðir til tekjuöflunar. Auk akstursgjalda leggur nefndin til að hugað verði að því að taka upp veggjöld í ríkari mæli en nú. Ágreiningslaust er að miklar breytingar eru að verða á tekjukerfinu sem viðhald og rekstur samgöngukerfisins byggir á. Tekjustofnanir, bensíngjaldið og olíugjaldið sem kemur í stað þungaskatts, fara lækkandi þrátt fyrir aukinn akstur. Skýringarnar eru þær að bílar verða æ sparneytnari. Á næstu árum munu síðan nýir orkugjafar koma til sögunnar sem eru óháðir þessum gjöldum. Í löndunum austan hafs og vestan íhuga stjórnvöld leiðir til að mæta þessari þróun. Fram kemur að nefnd samgönguráðherra sækir hugmyndir sínar til Evrópusambandsins. Notendagjöld eru að jafnaði hagkvæmari og réttlátari en gjöld sem menn eru látnir greiða óháð notkun. Hugmyndin um að framlag einstakra manna til samgöngukerfisins byggist á notkun þeirra á vegunum og öðrum mannvirkjum er þess vegna ekki óeðlileg. En ástæða er til að staldra við áður en lengra er haldið. Ekki ætti að stíga skref í þessa átt fyrr en búið er íhuga og ræða vandlega eftirlitskerfið sem notað yrði. GPS-staðsetningarkerfið, sem nefndin mælir með, er afar fullkomið en það býður heim hættu á stórkostlegri misnotkun og óhóflegu eftirliti með borgurunum. Með GPS-tækjum er hægt að fylgjast með öllum ferðum ökumanna og halda skrár yfir þær. Með tengdum búnaði er að auki hægt að fylgjast með hraða ökutækja og tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að sekta menn með sjálfvirkjum hætti brjóti þeir reglur umferðarlaga um hámarkshraða. Hafa nokkur bílaleigufyrirtæki í Bandaríkjunum tekið upp slík vinnubrögð. Eftirlit með almennum borgurum hér á landi verður æ umfangsmeira með hverju árinu. Eftirlitsmyndavélar eru í opinberum stofnunum, bönkum og verslunum, á almannafæri í miðborginni og á fjölförnum gatnamótum. Tæknilega er að hægt rekja ferðir fólks og neysluvenjur af mikilli nákvæmni með skoðun á notkun greiðslukorta og farsíma. GPS-staðsetningartæki í alla bíla yrði nýtt stig í þessari þróun. Rétt er að geta þess að nefnd samgönguráðherra leggur áherslu á að gætt sé að persónuvernd við upptöku GPS-kerfis í bíla. Hún segir að tryggja verði að kerfið taki hvorki á móti né geymi aðrar upplýsingar en nauðsynlegar séu til útreiknings á gjöldunum til vegakerfisins. Ekki eigi að skrá akstursferil ökutækja heldur einungis eknar vegalengdir. Jafnframt verði eigendur bifreiða að geta sannreynt að upplýsingarnar séu réttar. Þessi fyrirvari nefndarmanna er að sjálfsögðu afar mikilvægur. En alkunna er að kerfi af þessu tagi vaxa mönnum iðulega yfir höfuð. Góður ásetningur í upphafi er ekki trygging fyrir réttri breytni í framtíðinni. Þess vegna þarf að fara vandlega yfir það með hvaða hætti væri hægt að koma í veg fyrir misnotkun. Í því sambandi ættu menn að íhuga að gera tækin þannig úr garði strax í upphafi að tæknilega sé ekki hægt að lesa akstursferilinn heldur aðeins kílómetrafjöldann. Og þá er stutt yfir í þá spurningu hvort ekki sé einfaldara að lesa reglulega af hefðbundnum ökumælum bifreiða og láta GPS-kerfið lönd og leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Nefnd á vegum samgönguráðherra hefur lagt til að í stað bensín- og olíugjalds verði á næstu árum tekin upp notendagjöld sem byggist á akstursskráningu með GPS-staðsetningartækjum sem komið verði fyrir í öllum bifreiðum. Telur nefndin að núverandi tekjustofnar vegakerfisins séu að ganga sér til húðar og því nauðsynlegt að finna aðrar og hagkvæmari leiðir til tekjuöflunar. Auk akstursgjalda leggur nefndin til að hugað verði að því að taka upp veggjöld í ríkari mæli en nú. Ágreiningslaust er að miklar breytingar eru að verða á tekjukerfinu sem viðhald og rekstur samgöngukerfisins byggir á. Tekjustofnanir, bensíngjaldið og olíugjaldið sem kemur í stað þungaskatts, fara lækkandi þrátt fyrir aukinn akstur. Skýringarnar eru þær að bílar verða æ sparneytnari. Á næstu árum munu síðan nýir orkugjafar koma til sögunnar sem eru óháðir þessum gjöldum. Í löndunum austan hafs og vestan íhuga stjórnvöld leiðir til að mæta þessari þróun. Fram kemur að nefnd samgönguráðherra sækir hugmyndir sínar til Evrópusambandsins. Notendagjöld eru að jafnaði hagkvæmari og réttlátari en gjöld sem menn eru látnir greiða óháð notkun. Hugmyndin um að framlag einstakra manna til samgöngukerfisins byggist á notkun þeirra á vegunum og öðrum mannvirkjum er þess vegna ekki óeðlileg. En ástæða er til að staldra við áður en lengra er haldið. Ekki ætti að stíga skref í þessa átt fyrr en búið er íhuga og ræða vandlega eftirlitskerfið sem notað yrði. GPS-staðsetningarkerfið, sem nefndin mælir með, er afar fullkomið en það býður heim hættu á stórkostlegri misnotkun og óhóflegu eftirliti með borgurunum. Með GPS-tækjum er hægt að fylgjast með öllum ferðum ökumanna og halda skrár yfir þær. Með tengdum búnaði er að auki hægt að fylgjast með hraða ökutækja og tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að sekta menn með sjálfvirkjum hætti brjóti þeir reglur umferðarlaga um hámarkshraða. Hafa nokkur bílaleigufyrirtæki í Bandaríkjunum tekið upp slík vinnubrögð. Eftirlit með almennum borgurum hér á landi verður æ umfangsmeira með hverju árinu. Eftirlitsmyndavélar eru í opinberum stofnunum, bönkum og verslunum, á almannafæri í miðborginni og á fjölförnum gatnamótum. Tæknilega er að hægt rekja ferðir fólks og neysluvenjur af mikilli nákvæmni með skoðun á notkun greiðslukorta og farsíma. GPS-staðsetningartæki í alla bíla yrði nýtt stig í þessari þróun. Rétt er að geta þess að nefnd samgönguráðherra leggur áherslu á að gætt sé að persónuvernd við upptöku GPS-kerfis í bíla. Hún segir að tryggja verði að kerfið taki hvorki á móti né geymi aðrar upplýsingar en nauðsynlegar séu til útreiknings á gjöldunum til vegakerfisins. Ekki eigi að skrá akstursferil ökutækja heldur einungis eknar vegalengdir. Jafnframt verði eigendur bifreiða að geta sannreynt að upplýsingarnar séu réttar. Þessi fyrirvari nefndarmanna er að sjálfsögðu afar mikilvægur. En alkunna er að kerfi af þessu tagi vaxa mönnum iðulega yfir höfuð. Góður ásetningur í upphafi er ekki trygging fyrir réttri breytni í framtíðinni. Þess vegna þarf að fara vandlega yfir það með hvaða hætti væri hægt að koma í veg fyrir misnotkun. Í því sambandi ættu menn að íhuga að gera tækin þannig úr garði strax í upphafi að tæknilega sé ekki hægt að lesa akstursferilinn heldur aðeins kílómetrafjöldann. Og þá er stutt yfir í þá spurningu hvort ekki sé einfaldara að lesa reglulega af hefðbundnum ökumælum bifreiða og láta GPS-kerfið lönd og leið.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun