Vinstra bros Halldórs 1. mars 2005 00:01 Greinilegt er að Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra Noregs er trúnaðarvinur Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra okkar. Í samtali við Fréttablaðið í gær segir Bondevik að ályktun flokksþings framsóknarmanna um helgina um Evrópumál sé ekki síst áhugaverð "í ljósi þess að hugsanlega gætu breytingar orðið á ríkisstjórn Íslands í næstu alþingiskosningum". Orðrétt segir Bondevik: "Ef Framsóknarflokkurinn fer í ríkisstjórn með Samfylkingunni eftir næstu kosningar er ljóst að viðhorf ríkisstjórnarinnar til aðildar að ESB gæti breyst. Það hefði veruleg áhrif á umræðuna hér í Noregi." Sjálfur er Bondevik áhugasamur um aðild Norðmanna að Evrópusambandinu. Einkennilegt er að sjá forsætisráðherra Noregs setja sig í spor fréttaskýranda og vera með vangaveltur um hugsanlegt stjórnarmynstur á Íslandi. Líklegt er að Norðmönnum þætti slíkt tal útlends forsætisráðherra um innanlandsmál þeirra óviðeigandi. Skýringarinnar getur tæpast verið að leita annað en í samtalið sem hann átti við Halldór Ásgrímsson í síðustu viku og Halldór sagði frá á flokksþinginu. Þar hefur Halldór trúað Bondevik fyrir þeim áformum sínum að gera aðild að Evrópusambandinu að næsta kosningamáli Framsóknarflokksins og stefna að því að mynda ríkisstjórn með Samfylkingunni sem einnig er hlynnt aðild að sambandinu. Bondevik hefur ekki getað leynt ánægju sinni með þessa þróun þar sem hann telur að hún greiði fyrir Evrópusambandsaðild Normanna. Þó að miklar breytingar hafi verið gerðar á orðalagi ályktunar um Evrópumál á flokksþingi framsóknarmanna frá upphaflegum drögum er ýmislegt til í þeirri túlkun Halldórs Ásgrímssonar að um sé að ræða tímamótasamþykkt vegna þess að orðið "aðild" sé nú í fyrsta sinn sett á blað. Líklega hefur hinn fjölmenni hópur andstæðinga Evrópusambandsins ekki áttað sig á því þegar málamiðlunin var gerð á sunnudaginn að túlkun af þessu tagi væri möguleg. Þó hún sé ekki órökrétt er hún á vissan hátt ósvífin gagnvart þeim mörgu flokksmönnum, þar á meðal Steingrími Hermannssyni fyrrverandi flokksformanni, sem verður heitt í hamsi þegar stuðning við aðild að sambandinu ber á góma. En nú þegar það er nánast orðið opinbert að forystumenn Framsóknarflokksins eru farnir að undirbúa stjórnarsamstarf við Samfylkinguna að loknum næstu kosningum með aðild að Evrópusambandinu sem meginstefnu verður forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum forystumanna Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa afhent framsóknarmönnum hásætið og hálft konungsríkið. Varla eru þeir svo geðlausir að þeir bíði eftir því einu að vera sparkað fram úr rekkju maddömunnar? Á sínum tíma var talað um "hægra bros" framsóknarforingjans Jónasar frá Hriflu. Það hafði örlagaríkar afleiðingar fyrir íslensk stjórnmál. Hvort "vinstra bros" Halldórs Ásgrímssonar markar á sama hátt þáttaskil leiðir tíminn einn í ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Greinilegt er að Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra Noregs er trúnaðarvinur Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra okkar. Í samtali við Fréttablaðið í gær segir Bondevik að ályktun flokksþings framsóknarmanna um helgina um Evrópumál sé ekki síst áhugaverð "í ljósi þess að hugsanlega gætu breytingar orðið á ríkisstjórn Íslands í næstu alþingiskosningum". Orðrétt segir Bondevik: "Ef Framsóknarflokkurinn fer í ríkisstjórn með Samfylkingunni eftir næstu kosningar er ljóst að viðhorf ríkisstjórnarinnar til aðildar að ESB gæti breyst. Það hefði veruleg áhrif á umræðuna hér í Noregi." Sjálfur er Bondevik áhugasamur um aðild Norðmanna að Evrópusambandinu. Einkennilegt er að sjá forsætisráðherra Noregs setja sig í spor fréttaskýranda og vera með vangaveltur um hugsanlegt stjórnarmynstur á Íslandi. Líklegt er að Norðmönnum þætti slíkt tal útlends forsætisráðherra um innanlandsmál þeirra óviðeigandi. Skýringarinnar getur tæpast verið að leita annað en í samtalið sem hann átti við Halldór Ásgrímsson í síðustu viku og Halldór sagði frá á flokksþinginu. Þar hefur Halldór trúað Bondevik fyrir þeim áformum sínum að gera aðild að Evrópusambandinu að næsta kosningamáli Framsóknarflokksins og stefna að því að mynda ríkisstjórn með Samfylkingunni sem einnig er hlynnt aðild að sambandinu. Bondevik hefur ekki getað leynt ánægju sinni með þessa þróun þar sem hann telur að hún greiði fyrir Evrópusambandsaðild Normanna. Þó að miklar breytingar hafi verið gerðar á orðalagi ályktunar um Evrópumál á flokksþingi framsóknarmanna frá upphaflegum drögum er ýmislegt til í þeirri túlkun Halldórs Ásgrímssonar að um sé að ræða tímamótasamþykkt vegna þess að orðið "aðild" sé nú í fyrsta sinn sett á blað. Líklega hefur hinn fjölmenni hópur andstæðinga Evrópusambandsins ekki áttað sig á því þegar málamiðlunin var gerð á sunnudaginn að túlkun af þessu tagi væri möguleg. Þó hún sé ekki órökrétt er hún á vissan hátt ósvífin gagnvart þeim mörgu flokksmönnum, þar á meðal Steingrími Hermannssyni fyrrverandi flokksformanni, sem verður heitt í hamsi þegar stuðning við aðild að sambandinu ber á góma. En nú þegar það er nánast orðið opinbert að forystumenn Framsóknarflokksins eru farnir að undirbúa stjórnarsamstarf við Samfylkinguna að loknum næstu kosningum með aðild að Evrópusambandinu sem meginstefnu verður forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum forystumanna Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa afhent framsóknarmönnum hásætið og hálft konungsríkið. Varla eru þeir svo geðlausir að þeir bíði eftir því einu að vera sparkað fram úr rekkju maddömunnar? Á sínum tíma var talað um "hægra bros" framsóknarforingjans Jónasar frá Hriflu. Það hafði örlagaríkar afleiðingar fyrir íslensk stjórnmál. Hvort "vinstra bros" Halldórs Ásgrímssonar markar á sama hátt þáttaskil leiðir tíminn einn í ljós.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun