Mikilvægi Sameinuðu þjóðanna 25. febrúar 2005 00:01 Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur að undanförnu ritað greinar í þjóðblöð víða um heim til að árétta mikilvægi samtakanna fyrir alþjóðlegt samstarf og frið í heiminum. Ein slík birtist hér í blaðinu í gær. Vegna stöðu Fréttablaðsins á íslenskum blaðamarkaði var vel við hæfi að það yrði valið til að flytja boðskap framkvæmdastjórans til Íslendinga. Full ástæða er til að gefa orðum Kofi Annan gaum. Að Sameinuðu þjóðunum er sótt frá hægri og vinstri á stjórnmálavettvangi. Einstrengisfullir ákafamenn í mörgum löndum vilja samtökin feig. Margir bandarískir hægrimenn telja að þau séu Þrándur í Götu nauðsynlegrar krossferðar í þágu lýðræðis og markaðshyggju sem Bandaríkin eigi að hafa forystu um í Þriðja heiminum. Valdastéttir í ýmsum löndum eru óánægðar með afskipti samtakanna af stjórnarfari sínu. Þær vilja geta farið sínu fram án alþjóðlegs eftirlits og athugasemda. Hófsamir aðilar þurfa við þessar aðstæður að slá skjaldborg um Sameinuðu þjóðirnar í nafni þeirra hugsjóna sem þær voru stofnaðar um og ekki síður í ljósi reynslunnar á alþjóðavettvangi þar sem tilraunir einstakra ríkja og ríkjahópa til að taka sér lögregluvald óháð alþjóðalögum hafa skapað stórkostleg vandamál. En beint tilefni skrifa Kofi Annan er dapurlegt. Stjórnendum á vegum samtakanna hafa orðið á margvísleg mistök. Hneykslismál hafa riðið yfir samtökin á undanförnum mánuðum. Ber hæst uppljóstrunina um fjársvikastarfsemi í tengslum við skipti á mat og olíu í Írak. Fólskuverk sem friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna unnu í Kongó og víðar í Afríku hafa einnig verið í brennidepli. Það ber hins vegar að segja samtökunum til hróss í þessum málum að á þeim hefur verið tekið af festu og myndugleika. Þeir sem hafa gerst brotlegir verða látnir svara til saka. Mistök og jafnvel afglöp eru líklega óhjákvæmileg í starfi jafn umsvifamikilla samtaka og Sameinuðu þjóðanna. En með virku og opnu eftirlitskerfi hlýtur að vera hægt að draga úr líkum á slíkum atvikum. Það er ljóst að Kofi Annan vill af mikilli einlægni leggja sitt af mörkum til að alþjóðasamfélagið og heimsbyggðin öll geti verið stolt af Sameinuðu þjóðunum. Rökin fyrir starfrækslu samtakanna eru jafngild og í upphafi. Án þeirra er heimurinn óöruggari og hættulegri. Allir ábyrgir aðilar þurfa að gera sér grein fyrir þessu og leggja sitt af mörkum til þess að vanhugsaðar atlögur að samtökunum verði þeim ekki að fjörtjóni. Ekki er nóg að stjórnvöld ríkjanna átti sig á þessu. Almenningur þarf líka að sýna hug sinn í verki. "Sameinuðu þjóðirnar munu ekki þrífast á tuttugustu og fyrstu öldinni nema venjulegu fólki finnist að þær séu að gera eitthvað fyrir það sjálft," skrifar Kofi Annan. "Okkur verður að takast að snúa við blaðinu í baráttunni við sjúkdóma og hungur, rétt eins og í baráttunni við hryðjuverk, útbreiðslu gereryðingarvopna og glæpi." Þetta eru orð að sönnu. Þetta eru hin stóru verkefni sem ráða munu úrslitum um framtíðargengi Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur að undanförnu ritað greinar í þjóðblöð víða um heim til að árétta mikilvægi samtakanna fyrir alþjóðlegt samstarf og frið í heiminum. Ein slík birtist hér í blaðinu í gær. Vegna stöðu Fréttablaðsins á íslenskum blaðamarkaði var vel við hæfi að það yrði valið til að flytja boðskap framkvæmdastjórans til Íslendinga. Full ástæða er til að gefa orðum Kofi Annan gaum. Að Sameinuðu þjóðunum er sótt frá hægri og vinstri á stjórnmálavettvangi. Einstrengisfullir ákafamenn í mörgum löndum vilja samtökin feig. Margir bandarískir hægrimenn telja að þau séu Þrándur í Götu nauðsynlegrar krossferðar í þágu lýðræðis og markaðshyggju sem Bandaríkin eigi að hafa forystu um í Þriðja heiminum. Valdastéttir í ýmsum löndum eru óánægðar með afskipti samtakanna af stjórnarfari sínu. Þær vilja geta farið sínu fram án alþjóðlegs eftirlits og athugasemda. Hófsamir aðilar þurfa við þessar aðstæður að slá skjaldborg um Sameinuðu þjóðirnar í nafni þeirra hugsjóna sem þær voru stofnaðar um og ekki síður í ljósi reynslunnar á alþjóðavettvangi þar sem tilraunir einstakra ríkja og ríkjahópa til að taka sér lögregluvald óháð alþjóðalögum hafa skapað stórkostleg vandamál. En beint tilefni skrifa Kofi Annan er dapurlegt. Stjórnendum á vegum samtakanna hafa orðið á margvísleg mistök. Hneykslismál hafa riðið yfir samtökin á undanförnum mánuðum. Ber hæst uppljóstrunina um fjársvikastarfsemi í tengslum við skipti á mat og olíu í Írak. Fólskuverk sem friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna unnu í Kongó og víðar í Afríku hafa einnig verið í brennidepli. Það ber hins vegar að segja samtökunum til hróss í þessum málum að á þeim hefur verið tekið af festu og myndugleika. Þeir sem hafa gerst brotlegir verða látnir svara til saka. Mistök og jafnvel afglöp eru líklega óhjákvæmileg í starfi jafn umsvifamikilla samtaka og Sameinuðu þjóðanna. En með virku og opnu eftirlitskerfi hlýtur að vera hægt að draga úr líkum á slíkum atvikum. Það er ljóst að Kofi Annan vill af mikilli einlægni leggja sitt af mörkum til að alþjóðasamfélagið og heimsbyggðin öll geti verið stolt af Sameinuðu þjóðunum. Rökin fyrir starfrækslu samtakanna eru jafngild og í upphafi. Án þeirra er heimurinn óöruggari og hættulegri. Allir ábyrgir aðilar þurfa að gera sér grein fyrir þessu og leggja sitt af mörkum til þess að vanhugsaðar atlögur að samtökunum verði þeim ekki að fjörtjóni. Ekki er nóg að stjórnvöld ríkjanna átti sig á þessu. Almenningur þarf líka að sýna hug sinn í verki. "Sameinuðu þjóðirnar munu ekki þrífast á tuttugustu og fyrstu öldinni nema venjulegu fólki finnist að þær séu að gera eitthvað fyrir það sjálft," skrifar Kofi Annan. "Okkur verður að takast að snúa við blaðinu í baráttunni við sjúkdóma og hungur, rétt eins og í baráttunni við hryðjuverk, útbreiðslu gereryðingarvopna og glæpi." Þetta eru orð að sönnu. Þetta eru hin stóru verkefni sem ráða munu úrslitum um framtíðargengi Sameinuðu þjóðanna.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun