Heitur áhugi gesta 19. febrúar 2005 00:01 Lokakeppni Food and Fun hátíðarinnar var haldin í gær í Hafnarhúsinu í Reykjavík og sótti mikill mannfjöldi keppnina. Áberandi var brennandi áhugi gestanna á matseld og spurði fólk kokkana mikið og fylgdist grannt með allri sýnikennslu. Talsmenn hátíðarinnar segja að hátíðin í ár hafi gengið fram úr björtustu vonum og hafi áhugi erlendra blaðamanna verið mikill og líklegt er að gerð verði sérstök heimildarmynd um hátíðina. Andrúmsloftið var afslappað og skemmtilegt og það virtist ganga vel upp að halda matarhátíð í húsi listasafnsins sem áður var gamall fiskmarkaður. Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin er haldin og í ár var hún haldin í samstarfi við vetrarhátíð í Reykjavík. Áður en keppni hófst í gær var undirritaður samstarfssamningur Reykjavíkur og Food and Fun hátíðarinnar til þriggja ára og nokkuð víst að hátíðin er komin til að vera. Food and Fun Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Lokakeppni Food and Fun hátíðarinnar var haldin í gær í Hafnarhúsinu í Reykjavík og sótti mikill mannfjöldi keppnina. Áberandi var brennandi áhugi gestanna á matseld og spurði fólk kokkana mikið og fylgdist grannt með allri sýnikennslu. Talsmenn hátíðarinnar segja að hátíðin í ár hafi gengið fram úr björtustu vonum og hafi áhugi erlendra blaðamanna verið mikill og líklegt er að gerð verði sérstök heimildarmynd um hátíðina. Andrúmsloftið var afslappað og skemmtilegt og það virtist ganga vel upp að halda matarhátíð í húsi listasafnsins sem áður var gamall fiskmarkaður. Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin er haldin og í ár var hún haldin í samstarfi við vetrarhátíð í Reykjavík. Áður en keppni hófst í gær var undirritaður samstarfssamningur Reykjavíkur og Food and Fun hátíðarinnar til þriggja ára og nokkuð víst að hátíðin er komin til að vera.
Food and Fun Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira