Heitur áhugi gesta 19. febrúar 2005 00:01 Lokakeppni Food and Fun hátíðarinnar var haldin í gær í Hafnarhúsinu í Reykjavík og sótti mikill mannfjöldi keppnina. Áberandi var brennandi áhugi gestanna á matseld og spurði fólk kokkana mikið og fylgdist grannt með allri sýnikennslu. Talsmenn hátíðarinnar segja að hátíðin í ár hafi gengið fram úr björtustu vonum og hafi áhugi erlendra blaðamanna verið mikill og líklegt er að gerð verði sérstök heimildarmynd um hátíðina. Andrúmsloftið var afslappað og skemmtilegt og það virtist ganga vel upp að halda matarhátíð í húsi listasafnsins sem áður var gamall fiskmarkaður. Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin er haldin og í ár var hún haldin í samstarfi við vetrarhátíð í Reykjavík. Áður en keppni hófst í gær var undirritaður samstarfssamningur Reykjavíkur og Food and Fun hátíðarinnar til þriggja ára og nokkuð víst að hátíðin er komin til að vera. Food and Fun Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið
Lokakeppni Food and Fun hátíðarinnar var haldin í gær í Hafnarhúsinu í Reykjavík og sótti mikill mannfjöldi keppnina. Áberandi var brennandi áhugi gestanna á matseld og spurði fólk kokkana mikið og fylgdist grannt með allri sýnikennslu. Talsmenn hátíðarinnar segja að hátíðin í ár hafi gengið fram úr björtustu vonum og hafi áhugi erlendra blaðamanna verið mikill og líklegt er að gerð verði sérstök heimildarmynd um hátíðina. Andrúmsloftið var afslappað og skemmtilegt og það virtist ganga vel upp að halda matarhátíð í húsi listasafnsins sem áður var gamall fiskmarkaður. Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin er haldin og í ár var hún haldin í samstarfi við vetrarhátíð í Reykjavík. Áður en keppni hófst í gær var undirritaður samstarfssamningur Reykjavíkur og Food and Fun hátíðarinnar til þriggja ára og nokkuð víst að hátíðin er komin til að vera.
Food and Fun Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið