Úr bókahillunni II: Eyðilandið 17. febrúar 2005 00:01 Önnur bókin í þættinum úr bókahillunni er Selected Poems eftir T.S. Eliot. Velkt, í bláu bandi. Þegar ég var að raða bókunum komst ég reyndar að því að hún er týnd. Samt var þetta aðalbók unglingsára minna, ég kann sum kvæðin í henni utanað - og eitt þeirra eyddi ég óskaplegum tíma í að þýða. Ekki minna verk en The Waste Land, upp á 433 línur ásamt skýringum. Þýðingin birtist í Skólablaði MR 1978. Guðni Guðmundsson rektor sagði á þeim tíma að ég hefði þýtt mig út úr menntaskóla. Samt var þetta ágætis uppeldi. Kvæðið er fullt af tilvísunum í alls konar bókmenntir sem ég fór að lesa í framhaldi af þessu: ensk skáld frá elísabetartímanum, franska symbólista, Dante, Baudelaire og Verlaine. Þannig að í rauninni var þetta sæmileg menntun. Maður lærði allavega ansi mörg sítöt. Hún hentaði hins vegar ekki í hinu hefðbundna skólakerfi. Guðni rektor hafði samt nokkurn skilning á þessu, hann var býsna góður mannþekkjari, og reyndi allt hvað hann gat til að koma mér upp um bekk. Þá komu einhverjir kerfisþrælar til skjalanna og sögðu stopp. Nú bý ég við hliðina á Menntaskólanum í Reykjavík, margir kennararnir þar eru ágætir kunningjar mínir. Sumir spyrja mig hvenær ég ætli að koma aftur í skólann. Ég var lengi með dálítinn komplex yfir því að hafa dottið út - stundum dreymir mig að ég sé sestur aftur á skólabekk í MR. Hinum megin við skólann býr svo annað droppát, Illugi Jökulsson. --- --- --- Ég stjórnaði málfundi í Menntaskólanum í Hamrahlíð í gær. Hef ákveðnar efasemdir um hvernig mér tókst upp. Þarna var ágætt fólk á palli: Ingibjörg Sólrún, Einar Oddur, Jónína Bjartmarz, Margrét Sverris, Steingrímur J. og frjálshyggjumaðurinn Bjarni Ólafsson. Kannski aðeins of margir til að þetta næði að flæða vel. Ég lagði mikið upp úr því að þetta væri fundur nemendanna í skólanum, ekki Silfursþáttur uppi á palli. Þess vegna var ánægjulegt hversu mikinn þátt ungmennin tóku þátt í þessu - þau komu með ótal fyrirspurnir, það voru hendur á lofti allan tímann. Það komust langt í frá allir að sem vildu - sumir voru orðnir býsna óþolinmóðir. Fyrir fundinn var mér tjáð að nemendur hefðu mestan áhuga á að ræða mál eins og hjónabönd og ættleiðingar samkynhneigðra, lögleiðingu fíkniefna, jafnréttismál og styttingu stúdentsprófs. En þegar á hólminn kom fór langmestur tíminn í að tala um lífskjör, fátækt og launamisrétti. Harðasta hríð gerði skólaæskan að Einari Oddi, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins - það er greinilegt að vinstrimennskan sem hefur loðað við MH frá fyrstu tíð lifir enn. Steingrímur J. og Ingibjörg uppskáru hins vegar klapp, einkum Steingrímur. Eftir einn og hálfan tíma sá ég að stjórnmálamennirnir voru farnir að líta ótt og títt á klukkuna. Ég greip því til þess ráðs að slíta fundinum nokkuð snögglega. Sá samt ekki betur en að sumir í pallborðinu væru móðgaðir yfir því, eins og þau hefðu ekki fengið að tala nóg. Nokkur þeirra gripu orðið og fóru að auglýsa ungliðastarf flokka sinna. Líklega kom hálfgert fát á mig, því ég fór að hrópa viðvörunarorð um um ungliðahreyfingar. Sagði að fólk ætti að forðast þær eins og pestina. Kannski var þetta ekki við hæfi hjá fundarstjóra. En fólkið sem var ungliðastarfi þegar ég var í skóla var alveg skelfilega ferkantað, já eiginlega alveg hræðilegt lið. Sem betur fór komst ekkert af því áfram í pólitík. --- --- --- Í pistli í gær nefndi ég Laugaveg 11, að í því húsi væri helst að finna minningar um Dag Sigurðarson og Elías Mar. Í París og London setja þeir upp skilti þar sem stendur hvaða skáld héldu til hvar - við Laugaveg 11 gæti til dæmis staðið "Hér drakk Dagur". Enn eru menn lítið farnir að velta fyrir sér slóðum skáldjöfursins Megasar. Það hlýtur þó að koma að því. Mér var þó bent á þessa grein þar sem er sagt að upplagt sé að koma á fót Megasarsafni við Fálkagötu þar sem hann bjó eitt sinn í kjallaraherbergi eða á Patreksfirði þar sem hann vann í fiski eitt sumar. --- --- --- Það vantar ekki dýnamíkina í viðskiptalífið. Nýjir forstjórar hjá Flugleiðum eru Ragnhildur Geirsdóttir, 33 ára kona sem enginn hefur heyrt minnst á, og Jón Karl Ólafsson, kunnur partípíanisti sem var leikfélagi minn í Vesturbænum í gamla daga. Þetta hlýtur að teljast nokkuð óhefðbundið val á stjórnendum. Spurning er hins vegar hvað verður um Stein Loga Björnsson og Einar Sigurðsson, nánustu samstarfsmenn Sigurðar Helgasonar, sem hafa verið taldir erfðaprinsar í fyrirtækinu. Það er altént víst að atvinnuöryggið í viðskiptalífinu er ekki ýkja mikið. --- --- --- Bendi svo á umfjöllun um ágæta kvikmynd sem nefnist Sideways hér á öðrum stað á síðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Önnur bókin í þættinum úr bókahillunni er Selected Poems eftir T.S. Eliot. Velkt, í bláu bandi. Þegar ég var að raða bókunum komst ég reyndar að því að hún er týnd. Samt var þetta aðalbók unglingsára minna, ég kann sum kvæðin í henni utanað - og eitt þeirra eyddi ég óskaplegum tíma í að þýða. Ekki minna verk en The Waste Land, upp á 433 línur ásamt skýringum. Þýðingin birtist í Skólablaði MR 1978. Guðni Guðmundsson rektor sagði á þeim tíma að ég hefði þýtt mig út úr menntaskóla. Samt var þetta ágætis uppeldi. Kvæðið er fullt af tilvísunum í alls konar bókmenntir sem ég fór að lesa í framhaldi af þessu: ensk skáld frá elísabetartímanum, franska symbólista, Dante, Baudelaire og Verlaine. Þannig að í rauninni var þetta sæmileg menntun. Maður lærði allavega ansi mörg sítöt. Hún hentaði hins vegar ekki í hinu hefðbundna skólakerfi. Guðni rektor hafði samt nokkurn skilning á þessu, hann var býsna góður mannþekkjari, og reyndi allt hvað hann gat til að koma mér upp um bekk. Þá komu einhverjir kerfisþrælar til skjalanna og sögðu stopp. Nú bý ég við hliðina á Menntaskólanum í Reykjavík, margir kennararnir þar eru ágætir kunningjar mínir. Sumir spyrja mig hvenær ég ætli að koma aftur í skólann. Ég var lengi með dálítinn komplex yfir því að hafa dottið út - stundum dreymir mig að ég sé sestur aftur á skólabekk í MR. Hinum megin við skólann býr svo annað droppát, Illugi Jökulsson. --- --- --- Ég stjórnaði málfundi í Menntaskólanum í Hamrahlíð í gær. Hef ákveðnar efasemdir um hvernig mér tókst upp. Þarna var ágætt fólk á palli: Ingibjörg Sólrún, Einar Oddur, Jónína Bjartmarz, Margrét Sverris, Steingrímur J. og frjálshyggjumaðurinn Bjarni Ólafsson. Kannski aðeins of margir til að þetta næði að flæða vel. Ég lagði mikið upp úr því að þetta væri fundur nemendanna í skólanum, ekki Silfursþáttur uppi á palli. Þess vegna var ánægjulegt hversu mikinn þátt ungmennin tóku þátt í þessu - þau komu með ótal fyrirspurnir, það voru hendur á lofti allan tímann. Það komust langt í frá allir að sem vildu - sumir voru orðnir býsna óþolinmóðir. Fyrir fundinn var mér tjáð að nemendur hefðu mestan áhuga á að ræða mál eins og hjónabönd og ættleiðingar samkynhneigðra, lögleiðingu fíkniefna, jafnréttismál og styttingu stúdentsprófs. En þegar á hólminn kom fór langmestur tíminn í að tala um lífskjör, fátækt og launamisrétti. Harðasta hríð gerði skólaæskan að Einari Oddi, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins - það er greinilegt að vinstrimennskan sem hefur loðað við MH frá fyrstu tíð lifir enn. Steingrímur J. og Ingibjörg uppskáru hins vegar klapp, einkum Steingrímur. Eftir einn og hálfan tíma sá ég að stjórnmálamennirnir voru farnir að líta ótt og títt á klukkuna. Ég greip því til þess ráðs að slíta fundinum nokkuð snögglega. Sá samt ekki betur en að sumir í pallborðinu væru móðgaðir yfir því, eins og þau hefðu ekki fengið að tala nóg. Nokkur þeirra gripu orðið og fóru að auglýsa ungliðastarf flokka sinna. Líklega kom hálfgert fát á mig, því ég fór að hrópa viðvörunarorð um um ungliðahreyfingar. Sagði að fólk ætti að forðast þær eins og pestina. Kannski var þetta ekki við hæfi hjá fundarstjóra. En fólkið sem var ungliðastarfi þegar ég var í skóla var alveg skelfilega ferkantað, já eiginlega alveg hræðilegt lið. Sem betur fór komst ekkert af því áfram í pólitík. --- --- --- Í pistli í gær nefndi ég Laugaveg 11, að í því húsi væri helst að finna minningar um Dag Sigurðarson og Elías Mar. Í París og London setja þeir upp skilti þar sem stendur hvaða skáld héldu til hvar - við Laugaveg 11 gæti til dæmis staðið "Hér drakk Dagur". Enn eru menn lítið farnir að velta fyrir sér slóðum skáldjöfursins Megasar. Það hlýtur þó að koma að því. Mér var þó bent á þessa grein þar sem er sagt að upplagt sé að koma á fót Megasarsafni við Fálkagötu þar sem hann bjó eitt sinn í kjallaraherbergi eða á Patreksfirði þar sem hann vann í fiski eitt sumar. --- --- --- Það vantar ekki dýnamíkina í viðskiptalífið. Nýjir forstjórar hjá Flugleiðum eru Ragnhildur Geirsdóttir, 33 ára kona sem enginn hefur heyrt minnst á, og Jón Karl Ólafsson, kunnur partípíanisti sem var leikfélagi minn í Vesturbænum í gamla daga. Þetta hlýtur að teljast nokkuð óhefðbundið val á stjórnendum. Spurning er hins vegar hvað verður um Stein Loga Björnsson og Einar Sigurðsson, nánustu samstarfsmenn Sigurðar Helgasonar, sem hafa verið taldir erfðaprinsar í fyrirtækinu. Það er altént víst að atvinnuöryggið í viðskiptalífinu er ekki ýkja mikið. --- --- --- Bendi svo á umfjöllun um ágæta kvikmynd sem nefnist Sideways hér á öðrum stað á síðunni.