Endurnýjun varðskipanna 2. febrúar 2005 00:01 Undanfarna daga hafa landsmenn fylgst með fréttum af björgun Dettifoss Eimskipafélagsins sem missti stýrið í ofsaveðri út af Austfjörðum fyrir helgi. Tvö varðskip voru send á vettvang til að aðstoða Dettifoss, eða bæði varðskipin sem Landhelgisgæslan gerir út yfir vetrarmánuðina. Þetta minnir á nauðsyn þess að efla skipaflota Gæslunnar - og þótt fyrr hefði verið. Fyrrverandi forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur ásamt fleirum unnið að því í mörg ár að undirbúa smíði nýs varðskips og hafa stóru dönsku varðskipin sem tíðum sjást í Reykjavíkurhöfn verið höfð til fyrirmyndar. Í þorskastríðunum voru varðskipin mjög í kastljósinu og áhafnir þeirra með skipherrana í fararbroddi voru þjóðhetjur í augum margra í átökunum við breska flotann. Eftir að samkomulag tókst um útfærsluna í 200 mílur féllu varðskipin í skuggann af þyrlum og flugvélum Gæslunnar, og nú á dögum beinist athyglin varðandi störf stofnunarinnar mest að þyrlunum sem eru orðnar sjúkrabílar nútímans og koma lítið að eftirliti með landhelginni og öðrum hefðbundnum störfum sem varðskipin inna af hendi. Öðru hvoru beinist athyglin svo að varðskipunum eins og nú þegar menn vakna upp við það að þau ráða alls ekki við stærstu skipin í íslenska fllotanum. Þrátt fyrir eflingu flugflota Gæslunnar kemur ekkert í staðinn fyrir gott varðskip þegar á reynir. Nýr forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur varpað fram þeirri hugmynd að taka varðskip á rekstrarleigu líkt og Norðmenn hafa gert með góðum árangri. Með því að taka varðskip á rekstrarleigu ætti að vera hægt að fá nýtt skip innan nokkurra mánaða ef fjármagn verður tryggt. Um þetta sagði Georg Lárusson í viðtali við Fréttablaðið: "Það dylst engum að við höfum ekki staðið okkur sem skyldi í endurnýjun flotans og það liggur fyrir að skipin eru sum hver á fertugs- og fimmtugsaldri. Það sér hver maður í hendi sér að við þurfum að taka okkur á í þessum efnum og dómsmálaráðherra hefur sýnt þessu verkefni mikinn áhuga. Þá er flugvélin komin til ára sinna og það liggur ljóst fyrir að við þurfum að endurnýja hana innan tveggja ára." Endurnýjun varðskipanna hér áður fyrr hélst oft í hendur við útfærslu fiskveiðilögsögunnar, því þá gerðu menn sér grein fyrir nauðsyn góðs skipakosts. Varðskipið sem nú er á teikniborðinu er talið kosta um þrjá milljarða króna. Stærð þess hefur verið gagnrýnd af fyrrverandi skipherra og kannski er lausnin sú að taka minna skip á leigu. Alltént þarf að endurnýja skipakostinn, því það er ekki aðeins að varðskipin séu við hefðbundin eftirlit og björgunarstörf, heldur hafa bæst við ýmis ný verkefni hjá Landhelgisgæslunni, svo sem mengunarvarnir, smygl á eiturlyfjum og fólki og hugsanleg hryðjuverkaógn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Undanfarna daga hafa landsmenn fylgst með fréttum af björgun Dettifoss Eimskipafélagsins sem missti stýrið í ofsaveðri út af Austfjörðum fyrir helgi. Tvö varðskip voru send á vettvang til að aðstoða Dettifoss, eða bæði varðskipin sem Landhelgisgæslan gerir út yfir vetrarmánuðina. Þetta minnir á nauðsyn þess að efla skipaflota Gæslunnar - og þótt fyrr hefði verið. Fyrrverandi forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur ásamt fleirum unnið að því í mörg ár að undirbúa smíði nýs varðskips og hafa stóru dönsku varðskipin sem tíðum sjást í Reykjavíkurhöfn verið höfð til fyrirmyndar. Í þorskastríðunum voru varðskipin mjög í kastljósinu og áhafnir þeirra með skipherrana í fararbroddi voru þjóðhetjur í augum margra í átökunum við breska flotann. Eftir að samkomulag tókst um útfærsluna í 200 mílur féllu varðskipin í skuggann af þyrlum og flugvélum Gæslunnar, og nú á dögum beinist athyglin varðandi störf stofnunarinnar mest að þyrlunum sem eru orðnar sjúkrabílar nútímans og koma lítið að eftirliti með landhelginni og öðrum hefðbundnum störfum sem varðskipin inna af hendi. Öðru hvoru beinist athyglin svo að varðskipunum eins og nú þegar menn vakna upp við það að þau ráða alls ekki við stærstu skipin í íslenska fllotanum. Þrátt fyrir eflingu flugflota Gæslunnar kemur ekkert í staðinn fyrir gott varðskip þegar á reynir. Nýr forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur varpað fram þeirri hugmynd að taka varðskip á rekstrarleigu líkt og Norðmenn hafa gert með góðum árangri. Með því að taka varðskip á rekstrarleigu ætti að vera hægt að fá nýtt skip innan nokkurra mánaða ef fjármagn verður tryggt. Um þetta sagði Georg Lárusson í viðtali við Fréttablaðið: "Það dylst engum að við höfum ekki staðið okkur sem skyldi í endurnýjun flotans og það liggur fyrir að skipin eru sum hver á fertugs- og fimmtugsaldri. Það sér hver maður í hendi sér að við þurfum að taka okkur á í þessum efnum og dómsmálaráðherra hefur sýnt þessu verkefni mikinn áhuga. Þá er flugvélin komin til ára sinna og það liggur ljóst fyrir að við þurfum að endurnýja hana innan tveggja ára." Endurnýjun varðskipanna hér áður fyrr hélst oft í hendur við útfærslu fiskveiðilögsögunnar, því þá gerðu menn sér grein fyrir nauðsyn góðs skipakosts. Varðskipið sem nú er á teikniborðinu er talið kosta um þrjá milljarða króna. Stærð þess hefur verið gagnrýnd af fyrrverandi skipherra og kannski er lausnin sú að taka minna skip á leigu. Alltént þarf að endurnýja skipakostinn, því það er ekki aðeins að varðskipin séu við hefðbundin eftirlit og björgunarstörf, heldur hafa bæst við ýmis ný verkefni hjá Landhelgisgæslunni, svo sem mengunarvarnir, smygl á eiturlyfjum og fólki og hugsanleg hryðjuverkaógn.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun