Góð þátttaka í Írak vekur vonir 1. febrúar 2005 00:01 Þátttaka í kosningunum í Írak um helgina fór fram úr björtustu vonum. Talið er að meira en 60% kjósenda hafi neytt atkvæðisréttar í þessum fyrstu kosningum sem efnt er til í landinu í 50 ár. Fyrir kosningarnar var haft á orði að það yrði sigur ef meira en helmingur þeirra sem ættu rétt á að kjósa notuðu rétt sinn. Það ber að hafa í huga varðandi tölur um góða kjörsókn að mikill munur var á þátttöku súnnía og sjía. Alls höfðu um fjórtán milljónir manna kosningarétt og kosið var á um fimm þúsund stöðum. Eins og við var búist skiluðu sjíar sér best á kjörstað, sérstaklega þeir sem búa í sunnanverðu landinu, en meðal súnnía var þátttakan mun minni, en náði þó sums staðar allt að 40 af hundraði að því er talið er. Þá var mjög góð þátttaka meðal Kúrda, sem eru aðallega í norðurhluta landsins. Alls höfðu um fjórtán milljónir manna kosningarétt og kosið var á um fimm þúsund stöðum. Það líða því nokkrir dagar áður en úrslit kosninganna liggja fyrir. Þessi góða þátttaka í kosningunum í Írak hefur verið túlkuð sem sigur lýðræðisaflanna yfir hryðjuverkamönnum í landinu. Þessi sigur var þó ekki án fórna því alls létust 44 á kosningadaginn, þar af 9 sjálfsmorðssveitamenn. Þeir höfðu haft í hótunum fyrir kosningarnar og margir óttuðust að hótanir þeirra yrðu til þess að kjósendur þyrðu ekki á kjörstað. Langþráð ósk um að fá að kjósa í frjálsum kosningum varð hins vegar óttanum um hryðjuverk yfirsterkari, og þess vegna tók meirihluti þjóðarinnar þátt í kosningunum. Miklar öryggisráðstafanir voru líka á kjörstöðum, og eflaust hafa þær haft sitt að segja. Hugsanlegt er að hryðjuverkahótanir hafi haft meiri áhrif á súnnía, og þeir því frekar setið heima, eða þá að þeir hafi með hjásetu viljað sýna andstöðu sína við erlendar hersveitir í landinu. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa fagnað góðri þátttöku í kosningunum og Bush Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi á sunnudagskvöld að rödd frelsisins heyrðist nú frá Írak. Allawi, bráðabirgðaforsætisráðherra Íraks, sagði í gær að kosningarnar hefðu verið mikill sigur yfir hryðjuverkamönnum. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fagnaði úrslitunum einnig en kvaðst vona að fleiri tækju þátt í kosningum í Írak síðar á árinu. Þótt kosningarnar sjálfar hafi tekist vel er ekki þar með sagt að leiðin sé bein og breið fram undan. Hryðjuverkamenn munu áfram láta að sér kveða í landinu og margir munu verða að færa fórnir áður en fullkomnu lýðræði verður komið þar á. Eftir er að telja atkvæði og birta úrslit kosninganna. 275 fulltrúar eiga sæti á stjórnlagaþinginu sem kosið var til á sunnudag, og er gert ráð fyrir að þingið velji sér forseta og tvo varaforseta, sem síðan velja forsætisráðherra og ríkisstjórn. Eitt aðalverkefni þingsins og hinnar nýju stjórnar verður að semja stjórnarskrá landsins, sem síðan verður borin undir atkvæði í haust, og í kjölfar samþykktar hennar verður aftur efnt til kosninga í landinu. Það er mikið verk fram undan í stríðshrjáðu Írak, og margt getur gerst þar fram til áramóta. Vissulega vekja kosningarnar á sunnudag þó vonir um lýðræði og frelsi hjá þessari þjóð sem í áraraðir hefur verið undir harðstjórn einræðisherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun
Þátttaka í kosningunum í Írak um helgina fór fram úr björtustu vonum. Talið er að meira en 60% kjósenda hafi neytt atkvæðisréttar í þessum fyrstu kosningum sem efnt er til í landinu í 50 ár. Fyrir kosningarnar var haft á orði að það yrði sigur ef meira en helmingur þeirra sem ættu rétt á að kjósa notuðu rétt sinn. Það ber að hafa í huga varðandi tölur um góða kjörsókn að mikill munur var á þátttöku súnnía og sjía. Alls höfðu um fjórtán milljónir manna kosningarétt og kosið var á um fimm þúsund stöðum. Eins og við var búist skiluðu sjíar sér best á kjörstað, sérstaklega þeir sem búa í sunnanverðu landinu, en meðal súnnía var þátttakan mun minni, en náði þó sums staðar allt að 40 af hundraði að því er talið er. Þá var mjög góð þátttaka meðal Kúrda, sem eru aðallega í norðurhluta landsins. Alls höfðu um fjórtán milljónir manna kosningarétt og kosið var á um fimm þúsund stöðum. Það líða því nokkrir dagar áður en úrslit kosninganna liggja fyrir. Þessi góða þátttaka í kosningunum í Írak hefur verið túlkuð sem sigur lýðræðisaflanna yfir hryðjuverkamönnum í landinu. Þessi sigur var þó ekki án fórna því alls létust 44 á kosningadaginn, þar af 9 sjálfsmorðssveitamenn. Þeir höfðu haft í hótunum fyrir kosningarnar og margir óttuðust að hótanir þeirra yrðu til þess að kjósendur þyrðu ekki á kjörstað. Langþráð ósk um að fá að kjósa í frjálsum kosningum varð hins vegar óttanum um hryðjuverk yfirsterkari, og þess vegna tók meirihluti þjóðarinnar þátt í kosningunum. Miklar öryggisráðstafanir voru líka á kjörstöðum, og eflaust hafa þær haft sitt að segja. Hugsanlegt er að hryðjuverkahótanir hafi haft meiri áhrif á súnnía, og þeir því frekar setið heima, eða þá að þeir hafi með hjásetu viljað sýna andstöðu sína við erlendar hersveitir í landinu. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa fagnað góðri þátttöku í kosningunum og Bush Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi á sunnudagskvöld að rödd frelsisins heyrðist nú frá Írak. Allawi, bráðabirgðaforsætisráðherra Íraks, sagði í gær að kosningarnar hefðu verið mikill sigur yfir hryðjuverkamönnum. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fagnaði úrslitunum einnig en kvaðst vona að fleiri tækju þátt í kosningum í Írak síðar á árinu. Þótt kosningarnar sjálfar hafi tekist vel er ekki þar með sagt að leiðin sé bein og breið fram undan. Hryðjuverkamenn munu áfram láta að sér kveða í landinu og margir munu verða að færa fórnir áður en fullkomnu lýðræði verður komið þar á. Eftir er að telja atkvæði og birta úrslit kosninganna. 275 fulltrúar eiga sæti á stjórnlagaþinginu sem kosið var til á sunnudag, og er gert ráð fyrir að þingið velji sér forseta og tvo varaforseta, sem síðan velja forsætisráðherra og ríkisstjórn. Eitt aðalverkefni þingsins og hinnar nýju stjórnar verður að semja stjórnarskrá landsins, sem síðan verður borin undir atkvæði í haust, og í kjölfar samþykktar hennar verður aftur efnt til kosninga í landinu. Það er mikið verk fram undan í stríðshrjáðu Írak, og margt getur gerst þar fram til áramóta. Vissulega vekja kosningarnar á sunnudag þó vonir um lýðræði og frelsi hjá þessari þjóð sem í áraraðir hefur verið undir harðstjórn einræðisherra.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun