Hættir dreifingu fundargerða 28. janúar 2005 00:01 Utanríkismálanefnd hefur ákveðið að hætta dreifingu fundargerða til þess hóps sem þær hefur fengið og verða þær framvegis eingöngu aðgengilegar til aflestrar á fundum nefndarinnar og hjá ritara hennar milli funda. Utanríkismálanefnd átelur harðlega þann trúnaðarbrest sem átt hefur sér stað með því að trúnaðarupplýsingar virðast hafa komist í hendur óviðkomandi aðila. Nefndin beinir því til formanna þingflokka á Alþingi að þeir taki málið upp á fundi með þingmönnum sínum. Á fundi nefndarinnar í dag var rætt um störf nefndarinnar og í lok umræðna var samþykkt svohljóðandi bókun sem ákveðið var að gerð yrði opinber: Að undanförnu hefur þess verið krafist að utanríkismálanefnd upplýsi hvað fram hafi farið á fundum nefndarinnar í tengslum við ákvörðun um stuðning við aðgerðir í Írak. Fjölmiðlar hafa ítrekað óskað eftir upplýsingum sem ekki hefur verið unnt að veita þar sem um trúnaðarmál er að ræða, lögum samkvæmt.Föstudaginn 21. janúar 2005 birtist fréttaskýring í Fréttablaðinu þar sem að sögn er lýst orðaskiptum í utanríkismálanefnd á tveimur tilgreindum fundum, 19. febrúar og 21. mars 2003, og í umfjöllun blaðsins er látið í veðri vaka að blaðamaður hafi haft vitneskju um orðaskipti milli manna á lokuðum fundi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem upp hafa komið tilvik sem varða meðferð trúnaðarupplýsinga. Því er ástæða fyrir utanríkismálanefnd að taka þessi mál mjög föstum tökum.Samkvæmt 24. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og áratugalangri venju um þagnarskyldu nefndarmanna og um túlkun 24. gr. er allt það sem fram fer á fundum nefndarinnar trúnaðarmál nema annað sé tekið fram. Engin undantekning hefur verið gerð um meðferð þessa máls. Hið sama gildir um fundargerðir nefndarinnar sem jafnframt eru merktar sem trúnaðarmál og dreift til tiltekins hóps manna, sem er 32 einstaklingar. Þagnarskyldan gildir um alla sem fá trúnaðargögn afhent og felst m.a. í því að þeir mega ekki miðla upplýsingum til annarra, hvorki þingmanna eða óviðkomandi aðila.Utanríkismálanefnd átelur harðlega þann trúnaðarbrest sem átt hefur sér stað með því að trúnaðarupplýsingar virðast hafa komist í hendur óviðkomandi aðila. Nefndin beinir því til formanna þingflokka á Alþingi að þeir taki málið upp á fundi með þingmönnum sínum og brýni fyrir þeim þau lagaákvæði sem um meðferð trúnaðargagna gilda og nauðsyn þess að virða trúnað. Að gefnu tilefni bendir utanríkismálanefnd á að brot af þessu tagi getur varðað refsingu samkvæmt almennum hegningarlögum.Til að utanríkismálanefnd geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og til að tryggja sem best meðferð trúnaðargagna hefur nefndin ákveðið að hætta dreifingu fundargerða til þess hóps sem þær hefur fengið, og verða þær framvegis eingöngu aðgengilegar til aflestrar á fundum nefndarinnar og hjá ritara hennar milli funda en sendar ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis. Tilhögun þessi gildir uns annað verður ákveðið.Samþykkt á fundi utanríkismálanefndar 28. janúar 2005. Að bókuninni stóðu Sólveig Pétursdóttir, formaður, Siv Friðleifsdóttir, varaformaður, Einar K. Guðfinnsson, Jónína Bjartmarz, Drífa Hjartardóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Steingrímur J. Sigfússon sem samþykkti bókunina með fyrirvara. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira
Utanríkismálanefnd hefur ákveðið að hætta dreifingu fundargerða til þess hóps sem þær hefur fengið og verða þær framvegis eingöngu aðgengilegar til aflestrar á fundum nefndarinnar og hjá ritara hennar milli funda. Utanríkismálanefnd átelur harðlega þann trúnaðarbrest sem átt hefur sér stað með því að trúnaðarupplýsingar virðast hafa komist í hendur óviðkomandi aðila. Nefndin beinir því til formanna þingflokka á Alþingi að þeir taki málið upp á fundi með þingmönnum sínum. Á fundi nefndarinnar í dag var rætt um störf nefndarinnar og í lok umræðna var samþykkt svohljóðandi bókun sem ákveðið var að gerð yrði opinber: Að undanförnu hefur þess verið krafist að utanríkismálanefnd upplýsi hvað fram hafi farið á fundum nefndarinnar í tengslum við ákvörðun um stuðning við aðgerðir í Írak. Fjölmiðlar hafa ítrekað óskað eftir upplýsingum sem ekki hefur verið unnt að veita þar sem um trúnaðarmál er að ræða, lögum samkvæmt.Föstudaginn 21. janúar 2005 birtist fréttaskýring í Fréttablaðinu þar sem að sögn er lýst orðaskiptum í utanríkismálanefnd á tveimur tilgreindum fundum, 19. febrúar og 21. mars 2003, og í umfjöllun blaðsins er látið í veðri vaka að blaðamaður hafi haft vitneskju um orðaskipti milli manna á lokuðum fundi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem upp hafa komið tilvik sem varða meðferð trúnaðarupplýsinga. Því er ástæða fyrir utanríkismálanefnd að taka þessi mál mjög föstum tökum.Samkvæmt 24. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og áratugalangri venju um þagnarskyldu nefndarmanna og um túlkun 24. gr. er allt það sem fram fer á fundum nefndarinnar trúnaðarmál nema annað sé tekið fram. Engin undantekning hefur verið gerð um meðferð þessa máls. Hið sama gildir um fundargerðir nefndarinnar sem jafnframt eru merktar sem trúnaðarmál og dreift til tiltekins hóps manna, sem er 32 einstaklingar. Þagnarskyldan gildir um alla sem fá trúnaðargögn afhent og felst m.a. í því að þeir mega ekki miðla upplýsingum til annarra, hvorki þingmanna eða óviðkomandi aðila.Utanríkismálanefnd átelur harðlega þann trúnaðarbrest sem átt hefur sér stað með því að trúnaðarupplýsingar virðast hafa komist í hendur óviðkomandi aðila. Nefndin beinir því til formanna þingflokka á Alþingi að þeir taki málið upp á fundi með þingmönnum sínum og brýni fyrir þeim þau lagaákvæði sem um meðferð trúnaðargagna gilda og nauðsyn þess að virða trúnað. Að gefnu tilefni bendir utanríkismálanefnd á að brot af þessu tagi getur varðað refsingu samkvæmt almennum hegningarlögum.Til að utanríkismálanefnd geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og til að tryggja sem best meðferð trúnaðargagna hefur nefndin ákveðið að hætta dreifingu fundargerða til þess hóps sem þær hefur fengið, og verða þær framvegis eingöngu aðgengilegar til aflestrar á fundum nefndarinnar og hjá ritara hennar milli funda en sendar ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis. Tilhögun þessi gildir uns annað verður ákveðið.Samþykkt á fundi utanríkismálanefndar 28. janúar 2005. Að bókuninni stóðu Sólveig Pétursdóttir, formaður, Siv Friðleifsdóttir, varaformaður, Einar K. Guðfinnsson, Jónína Bjartmarz, Drífa Hjartardóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Steingrímur J. Sigfússon sem samþykkti bókunina með fyrirvara.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira