Þorramatur er dýrðarinnar dásemd 27. janúar 2005 00:01 „Þorrinn er það besta sem yfir þessa þjóð gengur," segir Eggert með áherslu og mælir með súrsuðum hrútspungum, hval og harðfiski og hákarlinum alveg sérstaklega því hann sé svo hollur. "Rannsóknir sýna að hákarlinn bætir öll mein og eykur karlmönnum karlmennsku og konum kynþokka. Þetta er svo dulúðug skepna og þegar búið er að míga yfir hana og grafa hana í jörð þá gefur auga leið að hún hlýtur að gera eitthvað fyrir fólk," eru hans orð. Eggert segir þó vissulega það sama gilda almennt um þorramat og annan mat að menn verði að borða hann af einhverri skynsemi, til dæmis séu spikfeitir bringukollar og lundabaggar bestir í hófi. Hann minnist sælutímabils í lífi sínu sem stóð yfir meðan konan hans vann hjá þorrakónginum Jóhannesi Stefánssyni í Múlakaffi. "Þá var ég með stóra tunnu úti í skúr sem ég kallaði happdrættistunnu. Í henni var mysa og ég fékk súrasta afskurðinn úr Múlakaffi. Ég þurfti alltaf að vera á stuttermabol því tunnan var svo djúp, stakk hendinni upp að öxlum í sýruna og vissi aldrei hvað kæmi upp. Þess vegna var þetta happdrætti - og gríðarlega öflugir vinningar. Steininn tók þó úr þegar félagi minn Bjarni Hafþór kom í heimsókn eftir að tunnan var orðin tóm af vinningum, því þá drakk hann mysuna sem ég var búinn að baða mig upp úr að ofan allan mánuðinn. Honum hefur ekki orðið misdægurt síðan, sem segir allt um það hversu holl þessi mysuböð eru, innvortis sem útvortis." Eggert ólst upp við að borða fýl í Mýrdalnum og kann að lýsa honum. "Fýll er eitt af því fáa sem kemst í þann flokk að vera mannkostamatur því það er beinlínis bætandi að borða hann. Það eina sem mér finnst leiðinlegt við þorrann er að menn skuli ekki súrsa fýl. Hann er hornsteinn íslenskrar arfleifðar." Matur Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
„Þorrinn er það besta sem yfir þessa þjóð gengur," segir Eggert með áherslu og mælir með súrsuðum hrútspungum, hval og harðfiski og hákarlinum alveg sérstaklega því hann sé svo hollur. "Rannsóknir sýna að hákarlinn bætir öll mein og eykur karlmönnum karlmennsku og konum kynþokka. Þetta er svo dulúðug skepna og þegar búið er að míga yfir hana og grafa hana í jörð þá gefur auga leið að hún hlýtur að gera eitthvað fyrir fólk," eru hans orð. Eggert segir þó vissulega það sama gilda almennt um þorramat og annan mat að menn verði að borða hann af einhverri skynsemi, til dæmis séu spikfeitir bringukollar og lundabaggar bestir í hófi. Hann minnist sælutímabils í lífi sínu sem stóð yfir meðan konan hans vann hjá þorrakónginum Jóhannesi Stefánssyni í Múlakaffi. "Þá var ég með stóra tunnu úti í skúr sem ég kallaði happdrættistunnu. Í henni var mysa og ég fékk súrasta afskurðinn úr Múlakaffi. Ég þurfti alltaf að vera á stuttermabol því tunnan var svo djúp, stakk hendinni upp að öxlum í sýruna og vissi aldrei hvað kæmi upp. Þess vegna var þetta happdrætti - og gríðarlega öflugir vinningar. Steininn tók þó úr þegar félagi minn Bjarni Hafþór kom í heimsókn eftir að tunnan var orðin tóm af vinningum, því þá drakk hann mysuna sem ég var búinn að baða mig upp úr að ofan allan mánuðinn. Honum hefur ekki orðið misdægurt síðan, sem segir allt um það hversu holl þessi mysuböð eru, innvortis sem útvortis." Eggert ólst upp við að borða fýl í Mýrdalnum og kann að lýsa honum. "Fýll er eitt af því fáa sem kemst í þann flokk að vera mannkostamatur því það er beinlínis bætandi að borða hann. Það eina sem mér finnst leiðinlegt við þorrann er að menn skuli ekki súrsa fýl. Hann er hornsteinn íslenskrar arfleifðar."
Matur Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira