Verðhækkanir komu á óvart 26. janúar 2005 00:01 Fólk víðs vegar á landsbyggðinni óttast verðhækkanir á raforku vegna breytinga á raforkulögum sem tóku gildi um áramót. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist hafa orðið vör við þetta á fundaherferð flokksins um landið. "Það verður að finna lausn á þessu því að málið hefur komið upp á öllum fundum sem við höfum haldið," segir Drífa. Hún samþykkti lögin í haust en segist hafa haft efasemdir eins og aðrir. "Við gagnrýndum mörg frumvarpið vegna þess að við óttuðumst að það leiddi til verðhækkana en annað var fullyrt. Þess vegna kom þessi niðurstaða í bakið á okkur þingmönnum". Í umræðum á alþingi í nóvember á liðnu ári sagðist Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ekki vilja fullyrði neitt verðbreytingar í kjölfar lagabreytinga. Hún sagði þó að reynsla margra annarra landa væri sú að verðið lækkaði. Ef af hækkun yrði þá yrði hún teljandi í einhverjum hundraðköllum á ári. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslyndaflokksins, segir hins vegar líkur á að húshitunarkostnaður í dreifbýli hækki um 75 prósent og í þéttbýli um 35 prósent. Hækkanirnar verði því mestar hjá þeim sem þegar greiði hæstu rafmagnsreikningana, það er þeirra sem kynda hús sín með rafmagni. Hann nefnir sem dæmi að reikningar fjölskylda á Borðeyri sem greiðir nú um 115.000 krónur í húshitunarkostnað á ári muni hækka um 86.000 krónur og fjölskylda í þéttbýli á Snæfellsnesi greiði nú 200.000 krónur á ári en greiði 270.000 krónur eftir breytingarnar. Sigurjón segir þetta óskiljanlegt í ljósi margtugginnar fullyrðingar iðnaðarráðherra um að ekki verði til neinn kostnaður við breytingarnar. Drífa Hjartardóttir segir að það þurfi að auka niðurgreiðslu á raforku til þeirra sem fara verst út úr breytingunum. Sérstaklega fólks í sveit, garðyrkjubænda og fiskeldis. Hún segir að kostnaður við kerfið sé greinilega meiri nú en áður vegna þess að nú sjái þrír aðilar um verk sem einn sinnti áður. Einn framleiði raforkuna, annar dreifi og sá þriðji selji. "Það segir sig sjálft að þetta hlýtur að leiða til verðhækkunar." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira
Fólk víðs vegar á landsbyggðinni óttast verðhækkanir á raforku vegna breytinga á raforkulögum sem tóku gildi um áramót. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist hafa orðið vör við þetta á fundaherferð flokksins um landið. "Það verður að finna lausn á þessu því að málið hefur komið upp á öllum fundum sem við höfum haldið," segir Drífa. Hún samþykkti lögin í haust en segist hafa haft efasemdir eins og aðrir. "Við gagnrýndum mörg frumvarpið vegna þess að við óttuðumst að það leiddi til verðhækkana en annað var fullyrt. Þess vegna kom þessi niðurstaða í bakið á okkur þingmönnum". Í umræðum á alþingi í nóvember á liðnu ári sagðist Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ekki vilja fullyrði neitt verðbreytingar í kjölfar lagabreytinga. Hún sagði þó að reynsla margra annarra landa væri sú að verðið lækkaði. Ef af hækkun yrði þá yrði hún teljandi í einhverjum hundraðköllum á ári. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslyndaflokksins, segir hins vegar líkur á að húshitunarkostnaður í dreifbýli hækki um 75 prósent og í þéttbýli um 35 prósent. Hækkanirnar verði því mestar hjá þeim sem þegar greiði hæstu rafmagnsreikningana, það er þeirra sem kynda hús sín með rafmagni. Hann nefnir sem dæmi að reikningar fjölskylda á Borðeyri sem greiðir nú um 115.000 krónur í húshitunarkostnað á ári muni hækka um 86.000 krónur og fjölskylda í þéttbýli á Snæfellsnesi greiði nú 200.000 krónur á ári en greiði 270.000 krónur eftir breytingarnar. Sigurjón segir þetta óskiljanlegt í ljósi margtugginnar fullyrðingar iðnaðarráðherra um að ekki verði til neinn kostnaður við breytingarnar. Drífa Hjartardóttir segir að það þurfi að auka niðurgreiðslu á raforku til þeirra sem fara verst út úr breytingunum. Sérstaklega fólks í sveit, garðyrkjubænda og fiskeldis. Hún segir að kostnaður við kerfið sé greinilega meiri nú en áður vegna þess að nú sjái þrír aðilar um verk sem einn sinnti áður. Einn framleiði raforkuna, annar dreifi og sá þriðji selji. "Það segir sig sjálft að þetta hlýtur að leiða til verðhækkunar."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira