Gölluð löggjöf 26. janúar 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á hrós skilið fyrir skjót viðbrögð í eftirlaunahneykslismáli fyrrverandi ráðherra sem verið hefur í sviðsljósinu eftir að Fréttablaðið, fyrst fjölmiðla, upplýsti um það fyrir nokkrum dögum. Í frétt blaðsins kom fram að sjö fyrrverandi ráðherrar fá greidd eftirlaun þrátt fyrir að vera í fullu starfi á vegum hins opinbera. Sex þeirra öðluðust eftirlaunarétt eftir að ný og afar umdeild lög um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara voru samþykkt á Alþingi í desember 2003. Yfirlýstur tilgangur laganna var að draga úr sókn fyrrum þingmanna í opinber embætti með því að bjóða þeim upp á hagstæð eftirlaunakjör. Halldór Ásgrímsson segir í Fréttablaðinu í gær að við lagasetninguna fyrir rúmu ári hafi alþingismönnum sést yfir þann möguleika að fyrrverandi ráðherrar gætu þegið eftirlaun á sama tíma og þeir væru á fullum starfslaunum hjá hinu opinbera. Hann ætlar að beita sér fyrir því að lokað verði fyrir þennan möguleika. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sem sætt hefur gagnrýni úr eigin röðum fyrir aðild sína að lagasetningunni á sínum tíma, tekur undir með forsætisráðherra og talar um mistök í þinginu. Í því sambandi er umhugsunarefni að gerð frumvarpsins átti sér langan aðdraganda, að því komu sérfræðingar utan þings, flutningsmenn voru úr öllum þingflokkum og það var forseti Alþingis, Halldór Blöndal, sem fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Ætla mætti að slíkt ferli kæmi í veg fyrir jafn alvarleg mistök og urðu og hefur það eðlilega vakið upp spurningar um vinnubrögð í þinginu. Hinar tvöföldu launagreiðslur til ráðherra eru þó síður en svo hið eina sem aðfinnsluvert er við umrædd eftirlaunalög. Það er óeðlilegt út af fyrir sig að þingmenn njóti sérréttinda í lífeyrismálum og einkar ósmekklegt að það skuli hafa gerst með því að þingheimur seldi sér sjálfdæmi um afgreiðslu málsins. Auðvitað eiga alþingismenn og ráðherrar að njóta lífeyrisréttinda með sama hætti og aðrir launþegar. Starfskjör þeirra eru það góð að þeir geta skapað sér myndarlegan lífeyrisauka fyrir eftirlaunaárin með frjálsum lífeyrissparnaði. Þeir eiga ekki að njóta neinna forréttinda. Samhliða setningu eftirlaunalaganna var ákvæðum um þingfararkaup alþingismanna breytt og ákveðið að greiða formönnum stjórnmálaflokkanna framvegis 50% álag ofan á laun. Hafa þessar ríflegu greiðslur, sem satt að segja eru frekar óviðeigandi, svo ekki sé minnst á það hve tímasetningin var vandræðaleg, leitt til þess að gárungar tala stundum um forstjóra flokkanna fremur en formenn. Málið hefur skapað úlfúð innan Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Ef ríkisvaldið á með einhverjum hætti að styrkja starf stjórnmálaflokka, sem er vafamál, er eðlilegra að greiðslur renni beint til flokkanna, sem geti síðan ákveðið ráðstöfun þeirra og skiptingu. Í ljósi ofangreinds er full ástæða til að hvetja til þess að um leið og reglum um eftirlaun ráðherra verður breytt til fyrra horfs verði löggjöfin í heild tekin til endurskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á hrós skilið fyrir skjót viðbrögð í eftirlaunahneykslismáli fyrrverandi ráðherra sem verið hefur í sviðsljósinu eftir að Fréttablaðið, fyrst fjölmiðla, upplýsti um það fyrir nokkrum dögum. Í frétt blaðsins kom fram að sjö fyrrverandi ráðherrar fá greidd eftirlaun þrátt fyrir að vera í fullu starfi á vegum hins opinbera. Sex þeirra öðluðust eftirlaunarétt eftir að ný og afar umdeild lög um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara voru samþykkt á Alþingi í desember 2003. Yfirlýstur tilgangur laganna var að draga úr sókn fyrrum þingmanna í opinber embætti með því að bjóða þeim upp á hagstæð eftirlaunakjör. Halldór Ásgrímsson segir í Fréttablaðinu í gær að við lagasetninguna fyrir rúmu ári hafi alþingismönnum sést yfir þann möguleika að fyrrverandi ráðherrar gætu þegið eftirlaun á sama tíma og þeir væru á fullum starfslaunum hjá hinu opinbera. Hann ætlar að beita sér fyrir því að lokað verði fyrir þennan möguleika. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sem sætt hefur gagnrýni úr eigin röðum fyrir aðild sína að lagasetningunni á sínum tíma, tekur undir með forsætisráðherra og talar um mistök í þinginu. Í því sambandi er umhugsunarefni að gerð frumvarpsins átti sér langan aðdraganda, að því komu sérfræðingar utan þings, flutningsmenn voru úr öllum þingflokkum og það var forseti Alþingis, Halldór Blöndal, sem fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Ætla mætti að slíkt ferli kæmi í veg fyrir jafn alvarleg mistök og urðu og hefur það eðlilega vakið upp spurningar um vinnubrögð í þinginu. Hinar tvöföldu launagreiðslur til ráðherra eru þó síður en svo hið eina sem aðfinnsluvert er við umrædd eftirlaunalög. Það er óeðlilegt út af fyrir sig að þingmenn njóti sérréttinda í lífeyrismálum og einkar ósmekklegt að það skuli hafa gerst með því að þingheimur seldi sér sjálfdæmi um afgreiðslu málsins. Auðvitað eiga alþingismenn og ráðherrar að njóta lífeyrisréttinda með sama hætti og aðrir launþegar. Starfskjör þeirra eru það góð að þeir geta skapað sér myndarlegan lífeyrisauka fyrir eftirlaunaárin með frjálsum lífeyrissparnaði. Þeir eiga ekki að njóta neinna forréttinda. Samhliða setningu eftirlaunalaganna var ákvæðum um þingfararkaup alþingismanna breytt og ákveðið að greiða formönnum stjórnmálaflokkanna framvegis 50% álag ofan á laun. Hafa þessar ríflegu greiðslur, sem satt að segja eru frekar óviðeigandi, svo ekki sé minnst á það hve tímasetningin var vandræðaleg, leitt til þess að gárungar tala stundum um forstjóra flokkanna fremur en formenn. Málið hefur skapað úlfúð innan Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Ef ríkisvaldið á með einhverjum hætti að styrkja starf stjórnmálaflokka, sem er vafamál, er eðlilegra að greiðslur renni beint til flokkanna, sem geti síðan ákveðið ráðstöfun þeirra og skiptingu. Í ljósi ofangreinds er full ástæða til að hvetja til þess að um leið og reglum um eftirlaun ráðherra verður breytt til fyrra horfs verði löggjöfin í heild tekin til endurskoðunar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun