Af evrópskum kattamat 23. janúar 2005 00:01 Frá því að kettirnir mínir komust til vits og ára hafa þeir fengið sama þurrmatinn. Stundum hefur maður svo sem reynt að finna eitthvað annað og ódýrara án árangurs – þeir hnusa af því, setjast svo og horfa á mann eins furðu lostnir og kettir geta yfirleitt orðið á svipinn, lötra svo burt með sperrtri rófu sem einhvern veginn segir allt sem segja þarf um álit þeirra á þessum nýjungum, ákveða að bíða af sér þessa vitleysu. Þeir hafa alltaf sitt fram. Þar til nú. Allt stefnir í vandræði. Framleiðendur þurrmatarins sem kettirnir hafa nært sig á með velþóknun alla sína tíð virðast af einhverjum ástæðum hafa fengið þá vitrun að það sem ketti skorti helst í fæðu sína séu gulrætur og grænar baunir. Þeir auglýsa það hróðugir og alveg sérstaklega utan á pökkunum að nú hafi grænmeti verið bætt í kattamatinn, og hann sé nú hollari en nokkru sinni. Kettirnir mínir æla þessum mat. Frá því að ég kynntist þessum dýrum fyrst fyrir mörgum árum hef ég alltaf staðið í þeirri trú að kettir borði fisk og kjöt til skiptis, bíti gras og drekki vatn – og leggi sig svo. Ég hef heyrt um kött sem borðaði ristað brauð með sultu og ýmsa dynti varðandi mat þekkja allir sem búa með með þessum forvitnu dýrum. En aldrei hef ég séð kött borða gulrót. Sæi ég kött maula á sellerístöng myndi ég halda að ég hefði hér hitt sjálfan Stígvélaða köttinn. Fái köttur græna baun fer hann í mesta lagi að leika sér að því að láta hana rúlla. Hvernig stendur á þessum næringarumbótum í kattamat? Mér var sagt í búðinni að gamli kattamaturinn – þessi sem var bara með kjöti og fiski – kæmi frá Bandaríkjunum en grænmetiskúrinn væri hins vegar frá Evrópu. Ég fann hvernig gaus upp í mér öll sú vandlæting í garð Evrópusambandsins sem maður sem búið hefur við málflutning Davíðs Oddssonar um árabil hlýtur að hafa grafna í sér einhvers staðar. Voru þeir ekki alveg lifandi komnir, þessir skrifstofuasnar í Brussel! Að vera með einhverja hollustustaðla í kattamat! Og smám saman hættir að fást annað í búðum en gulrætur og grænar baunir handa köttum með einhverju smákjöti í... Svona er grunnt á fordómum manns í garð Evrópusambandsins – inni í manni fara sjálfkrafa í gang einhverjar ræður um fólk við skrifborð í fjarlægu landi að keppast við að búa til sem fráleitastar reglur um lífshætti framandi þjóða – og katta. Kannski eru þær meira og minna út í loftið þessar ræður; við Íslendingar virðumst hvað sem öðru líður ekki vera í hollu sambandi við þetta bandalag. Með EES-samningnum festust Íslendingar í hinu eilífa hlutskipti hins passíva þusara, þess sem bara þiggur lög og reglur en tekið engan þátt í að móta þær. Þessi samningur hefur umbreytt íslensku samfélagi – fyrir markaðsaðgang með fisk þurftu íslensk stjórnvöld að greiða með því að innleiða hér frelsi í viðskiptum og virka samkeppni, með þeim frægu afleiðingum að alls konar fólk varð ríkt án nokkurs atbeina frá valdakerfi Flokksins og leyfði sér meira að segja þá fáheyrðu ósvinnu að nota þessa peninga til að standa í fjölmiðlarekstri. Það er ekki að undra að EES-samningurinn hefur um árabil staðið nokkuð í forystumönnum Sjálfstæðisflokksins; það er að vísu ekki vegna þess reglugerða- og lagaflóðs sem hingað berst frá Brussel um hvaðeina heldur er það fremur hitt sem erfitt virðist að kyngja: að valdakerfið hefur riðlast með aukinni markaðsvæðingu. Og nú hefur einn helsti hugmyndafræðingur þeirra, Ragnar Árnason hagfræðiprófessor við HÍ, hreyft við hugmyndum sem hljóma eins og skringileg blanda af Milton Friedman og Lúðvík Jósepssyni. Hann stingur upp á því að farsælast muni að standa algjörlega utan við EES og þar með Evrópusambandið og treystir á að alþjóðareglur um viðskipti tryggi hinn nauðsynlega markaðsaðgang með fisk, auk þess sem Evrópuþjóðir þurfi á fiski að halda. Ekki kann ég skil á hagfræði Ragnars eða innsýn í alþjóðapólitík – það má alltaf hafa gaman af ferskum og óvæntum hugmyndum. Ég held hins vegar að menningarlega og hugarfarslega sé ástæða til að óttast einangrun. Og pólitískt: við höfum ríka ástæðu til að óttast það ef stjórnmálamenn fá aftur þau völd í fjármála- og viðskiptalífi sem þeir höfðu í eina tíð og trega sumir enn af miklum ákafa. Ísland úr EFTA? Það er ekki raunhæf hugmynd – hins vegar kann að vera kominn tími til að einhver setjist að borðinu þarna í Brussel sem veit hvað kettir vilja borða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Frá því að kettirnir mínir komust til vits og ára hafa þeir fengið sama þurrmatinn. Stundum hefur maður svo sem reynt að finna eitthvað annað og ódýrara án árangurs – þeir hnusa af því, setjast svo og horfa á mann eins furðu lostnir og kettir geta yfirleitt orðið á svipinn, lötra svo burt með sperrtri rófu sem einhvern veginn segir allt sem segja þarf um álit þeirra á þessum nýjungum, ákveða að bíða af sér þessa vitleysu. Þeir hafa alltaf sitt fram. Þar til nú. Allt stefnir í vandræði. Framleiðendur þurrmatarins sem kettirnir hafa nært sig á með velþóknun alla sína tíð virðast af einhverjum ástæðum hafa fengið þá vitrun að það sem ketti skorti helst í fæðu sína séu gulrætur og grænar baunir. Þeir auglýsa það hróðugir og alveg sérstaklega utan á pökkunum að nú hafi grænmeti verið bætt í kattamatinn, og hann sé nú hollari en nokkru sinni. Kettirnir mínir æla þessum mat. Frá því að ég kynntist þessum dýrum fyrst fyrir mörgum árum hef ég alltaf staðið í þeirri trú að kettir borði fisk og kjöt til skiptis, bíti gras og drekki vatn – og leggi sig svo. Ég hef heyrt um kött sem borðaði ristað brauð með sultu og ýmsa dynti varðandi mat þekkja allir sem búa með með þessum forvitnu dýrum. En aldrei hef ég séð kött borða gulrót. Sæi ég kött maula á sellerístöng myndi ég halda að ég hefði hér hitt sjálfan Stígvélaða köttinn. Fái köttur græna baun fer hann í mesta lagi að leika sér að því að láta hana rúlla. Hvernig stendur á þessum næringarumbótum í kattamat? Mér var sagt í búðinni að gamli kattamaturinn – þessi sem var bara með kjöti og fiski – kæmi frá Bandaríkjunum en grænmetiskúrinn væri hins vegar frá Evrópu. Ég fann hvernig gaus upp í mér öll sú vandlæting í garð Evrópusambandsins sem maður sem búið hefur við málflutning Davíðs Oddssonar um árabil hlýtur að hafa grafna í sér einhvers staðar. Voru þeir ekki alveg lifandi komnir, þessir skrifstofuasnar í Brussel! Að vera með einhverja hollustustaðla í kattamat! Og smám saman hættir að fást annað í búðum en gulrætur og grænar baunir handa köttum með einhverju smákjöti í... Svona er grunnt á fordómum manns í garð Evrópusambandsins – inni í manni fara sjálfkrafa í gang einhverjar ræður um fólk við skrifborð í fjarlægu landi að keppast við að búa til sem fráleitastar reglur um lífshætti framandi þjóða – og katta. Kannski eru þær meira og minna út í loftið þessar ræður; við Íslendingar virðumst hvað sem öðru líður ekki vera í hollu sambandi við þetta bandalag. Með EES-samningnum festust Íslendingar í hinu eilífa hlutskipti hins passíva þusara, þess sem bara þiggur lög og reglur en tekið engan þátt í að móta þær. Þessi samningur hefur umbreytt íslensku samfélagi – fyrir markaðsaðgang með fisk þurftu íslensk stjórnvöld að greiða með því að innleiða hér frelsi í viðskiptum og virka samkeppni, með þeim frægu afleiðingum að alls konar fólk varð ríkt án nokkurs atbeina frá valdakerfi Flokksins og leyfði sér meira að segja þá fáheyrðu ósvinnu að nota þessa peninga til að standa í fjölmiðlarekstri. Það er ekki að undra að EES-samningurinn hefur um árabil staðið nokkuð í forystumönnum Sjálfstæðisflokksins; það er að vísu ekki vegna þess reglugerða- og lagaflóðs sem hingað berst frá Brussel um hvaðeina heldur er það fremur hitt sem erfitt virðist að kyngja: að valdakerfið hefur riðlast með aukinni markaðsvæðingu. Og nú hefur einn helsti hugmyndafræðingur þeirra, Ragnar Árnason hagfræðiprófessor við HÍ, hreyft við hugmyndum sem hljóma eins og skringileg blanda af Milton Friedman og Lúðvík Jósepssyni. Hann stingur upp á því að farsælast muni að standa algjörlega utan við EES og þar með Evrópusambandið og treystir á að alþjóðareglur um viðskipti tryggi hinn nauðsynlega markaðsaðgang með fisk, auk þess sem Evrópuþjóðir þurfi á fiski að halda. Ekki kann ég skil á hagfræði Ragnars eða innsýn í alþjóðapólitík – það má alltaf hafa gaman af ferskum og óvæntum hugmyndum. Ég held hins vegar að menningarlega og hugarfarslega sé ástæða til að óttast einangrun. Og pólitískt: við höfum ríka ástæðu til að óttast það ef stjórnmálamenn fá aftur þau völd í fjármála- og viðskiptalífi sem þeir höfðu í eina tíð og trega sumir enn af miklum ákafa. Ísland úr EFTA? Það er ekki raunhæf hugmynd – hins vegar kann að vera kominn tími til að einhver setjist að borðinu þarna í Brussel sem veit hvað kettir vilja borða.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun