Fundargerð orðin opinber 21. janúar 2005 00:01 Fréttablaðið birtir í morgun orðréttan texta upp úr fundargerðum utanríkismálanefndar Alþingis. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á að trúnaði verði aflétt af fundargerðum nefndarinnar og ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað var um aðdraganda ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak og um að Ísland skyldi vera sett á lista hinna staðföstu þjóða. Fundargerðir ríkisstjórnar eru undanþegnar almennum upplýsingarétti. Hins vegar er ríkisstjórn heimilt að taka sjálf ákvörðun um að birta slík gögn. Í 24. grein þingskaparlaga segir að nefndarmenn utanríkismálanefndar skuli einungis vera bundnir trúnaði um þá vitneskju sem þeir fá í nefndinni ef formaður eða ráðherra kveða svo á. Allar fundargerðir eru merktar sem trúnaðarmál. Ljóst er þó að formaður, ráðherra og nefndin sjálf geta sameiginlega aflétt trúnaði af fundargerðum. Fréttablaðið hefur hins vegar tekið ómakið af ráðamönnum með aðstoð einhvers eða einhverra nefndarmanna. Í blaðinu í dag kemur fram að Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafi óskað eftir að fá að vita þann 21. mars 2003, þremur dögum eftir að Bandaríkjastjórn var tilkynnt um stuðninginn, hvernig Ísland hefði lent á lista yfir þrjátíu staðföst ríki. Halldór Ásgrímsson hafi svarað því til að það hefði gerst í samtölum milli embættismanna í forsætisráðuneyti og utanríkisráðuneyti þann 18. mars. Rannveig Guðmundsdóttir gagnrýndi harðlega á fundinum að svo stefnumótandi ákvörðun hefði verið tekin án samráðs við nefndina og undir það tók Steingrímur J. Sigfússon og sagði að ekkert hefði komið fram sem hefði gefið ástæðu til þess að Ísland myndi styðja hernaðaraðgerðir gegn Írak án undangenginnar ályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki náðist í Sólveigu Pétursdóttur, formann utanríkismálanefndar, fyrir fréttir. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa lekið þessum upplýsingum í fjölmiðla. Hún segir að það sé hábölvað að upplýsingarnar séu komnar fram á þennan hátt því þetta þýði að bæði aðal- og varafulltrúar í utanríkismálanefnd liggi undir grun. Þórunn segir enn fremur að hún hefði fremur kosið að trúnaði hefði verið létt af upplýsingunum eins og þingflokkur Samfylkingarinnar hefði farið fram á í gær. Sú ákvörðun hefði þá átt að vera sameiginleg en nú séu upplýsingarnar komnar fram og þjóðin geti kynnt sér þær og dregið sínar ályktanir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Fréttablaðið birtir í morgun orðréttan texta upp úr fundargerðum utanríkismálanefndar Alþingis. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á að trúnaði verði aflétt af fundargerðum nefndarinnar og ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað var um aðdraganda ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak og um að Ísland skyldi vera sett á lista hinna staðföstu þjóða. Fundargerðir ríkisstjórnar eru undanþegnar almennum upplýsingarétti. Hins vegar er ríkisstjórn heimilt að taka sjálf ákvörðun um að birta slík gögn. Í 24. grein þingskaparlaga segir að nefndarmenn utanríkismálanefndar skuli einungis vera bundnir trúnaði um þá vitneskju sem þeir fá í nefndinni ef formaður eða ráðherra kveða svo á. Allar fundargerðir eru merktar sem trúnaðarmál. Ljóst er þó að formaður, ráðherra og nefndin sjálf geta sameiginlega aflétt trúnaði af fundargerðum. Fréttablaðið hefur hins vegar tekið ómakið af ráðamönnum með aðstoð einhvers eða einhverra nefndarmanna. Í blaðinu í dag kemur fram að Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafi óskað eftir að fá að vita þann 21. mars 2003, þremur dögum eftir að Bandaríkjastjórn var tilkynnt um stuðninginn, hvernig Ísland hefði lent á lista yfir þrjátíu staðföst ríki. Halldór Ásgrímsson hafi svarað því til að það hefði gerst í samtölum milli embættismanna í forsætisráðuneyti og utanríkisráðuneyti þann 18. mars. Rannveig Guðmundsdóttir gagnrýndi harðlega á fundinum að svo stefnumótandi ákvörðun hefði verið tekin án samráðs við nefndina og undir það tók Steingrímur J. Sigfússon og sagði að ekkert hefði komið fram sem hefði gefið ástæðu til þess að Ísland myndi styðja hernaðaraðgerðir gegn Írak án undangenginnar ályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki náðist í Sólveigu Pétursdóttur, formann utanríkismálanefndar, fyrir fréttir. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa lekið þessum upplýsingum í fjölmiðla. Hún segir að það sé hábölvað að upplýsingarnar séu komnar fram á þennan hátt því þetta þýði að bæði aðal- og varafulltrúar í utanríkismálanefnd liggi undir grun. Þórunn segir enn fremur að hún hefði fremur kosið að trúnaði hefði verið létt af upplýsingunum eins og þingflokkur Samfylkingarinnar hefði farið fram á í gær. Sú ákvörðun hefði þá átt að vera sameiginleg en nú séu upplýsingarnar komnar fram og þjóðin geti kynnt sér þær og dregið sínar ályktanir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira