Alfreð, Hjörleifur og Þórður Ben 14. janúar 2005 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudag er umdeildasti stjórnmálamaður Íslands um þessar mundir, Alfreð Þorsteinsson, Hjörleifur Guttormsson sem vann sigur á stórvirkjanavaldinu í vikunni og listamaðurinn Þórður Ben Sveinsson sem hefur stórmerkilegar hugmyndir um framtíð Reykjavíkur. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað má nefna Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúa og Pál Vilhjálmsson blaðamann. Fleiri eiga svo eftir að bætast í hópinn. Af nógu er að taka í nokkuð viðburðaríkri viku. Meðal þess sem væntanlega ber á góma eru hræringar í fjölmiðlaheiminum, deilur um Kárahnjúkavirkjun og Reyðarál, órói innan Framsóknarflokksins, væntanlegt leiðtogakjör í Samfylkingu, ýmsar merkar yfirlýsingar Davíðs Oddssonar frá því um síðustu helgi, listi staðfastra þjóða, ESB, breytingar á stjórnarskrá og Íslendingar og fræga fólkið.. Þátturinn er á dagskrá á sunnudag klukkan 12 í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur seint um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudag er umdeildasti stjórnmálamaður Íslands um þessar mundir, Alfreð Þorsteinsson, Hjörleifur Guttormsson sem vann sigur á stórvirkjanavaldinu í vikunni og listamaðurinn Þórður Ben Sveinsson sem hefur stórmerkilegar hugmyndir um framtíð Reykjavíkur. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað má nefna Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúa og Pál Vilhjálmsson blaðamann. Fleiri eiga svo eftir að bætast í hópinn. Af nógu er að taka í nokkuð viðburðaríkri viku. Meðal þess sem væntanlega ber á góma eru hræringar í fjölmiðlaheiminum, deilur um Kárahnjúkavirkjun og Reyðarál, órói innan Framsóknarflokksins, væntanlegt leiðtogakjör í Samfylkingu, ýmsar merkar yfirlýsingar Davíðs Oddssonar frá því um síðustu helgi, listi staðfastra þjóða, ESB, breytingar á stjórnarskrá og Íslendingar og fræga fólkið.. Þátturinn er á dagskrá á sunnudag klukkan 12 í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur seint um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu.