Alfreð, Hjörleifur og Þórður Ben 14. janúar 2005 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudag er umdeildasti stjórnmálamaður Íslands um þessar mundir, Alfreð Þorsteinsson, Hjörleifur Guttormsson sem vann sigur á stórvirkjanavaldinu í vikunni og listamaðurinn Þórður Ben Sveinsson sem hefur stórmerkilegar hugmyndir um framtíð Reykjavíkur. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað má nefna Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúa og Pál Vilhjálmsson blaðamann. Fleiri eiga svo eftir að bætast í hópinn. Af nógu er að taka í nokkuð viðburðaríkri viku. Meðal þess sem væntanlega ber á góma eru hræringar í fjölmiðlaheiminum, deilur um Kárahnjúkavirkjun og Reyðarál, órói innan Framsóknarflokksins, væntanlegt leiðtogakjör í Samfylkingu, ýmsar merkar yfirlýsingar Davíðs Oddssonar frá því um síðustu helgi, listi staðfastra þjóða, ESB, breytingar á stjórnarskrá og Íslendingar og fræga fólkið.. Þátturinn er á dagskrá á sunnudag klukkan 12 í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur seint um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudag er umdeildasti stjórnmálamaður Íslands um þessar mundir, Alfreð Þorsteinsson, Hjörleifur Guttormsson sem vann sigur á stórvirkjanavaldinu í vikunni og listamaðurinn Þórður Ben Sveinsson sem hefur stórmerkilegar hugmyndir um framtíð Reykjavíkur. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað má nefna Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúa og Pál Vilhjálmsson blaðamann. Fleiri eiga svo eftir að bætast í hópinn. Af nógu er að taka í nokkuð viðburðaríkri viku. Meðal þess sem væntanlega ber á góma eru hræringar í fjölmiðlaheiminum, deilur um Kárahnjúkavirkjun og Reyðarál, órói innan Framsóknarflokksins, væntanlegt leiðtogakjör í Samfylkingu, ýmsar merkar yfirlýsingar Davíðs Oddssonar frá því um síðustu helgi, listi staðfastra þjóða, ESB, breytingar á stjórnarskrá og Íslendingar og fræga fólkið.. Þátturinn er á dagskrá á sunnudag klukkan 12 í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur seint um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu.