Áfram ófriður í Írak 6. janúar 2005 00:01 Það ætlar seint að takast að stilla til friðar í Írak. Þaðan berast stöðugt fréttir af árásum uppreisnarmanna á ráðamenn í þjóðfélaginu og bandaríska hermenn. Nú síðast var héraðsstjórinn í Bagdad ráðinn af dögum er hann var á ferð í norðurhluta borgarinnar. Árásin virðist hafa verið vel skipulögð og árásarmennirnir tóku meira að segja myndir af því þegar bílalest héraðsstjórans var bókstaflega sprengd í loft upp. Í gær bárust svo enn fréttir af fleiri árásum og að þessu sinni var um að ræða sjálfsmorðsárás á lögregluskóla sunnan við höfuðborgina þar sem verið var að útskrifa lögregluþjóna til starfa í landinu. Meira en 20 manns létust í árásinni og margir særðust. Hörmungarnar á flóðasvæðunum í Asíu hafa dregið athygli umheimsins frá ástandinu í Írak undanfarna daga, en þar virðist allt við það sama, og reyndar síst betra en fyrir jól. Bandarískir hermenn eru þar gjarna í skotlínu. Tölur frá Pentagon um fallna og slasaða tala líka sínu máli. Um tíu þúsund hermenn hafa slasast þar í bardögum á þeim tíu mánuðum sem liðnir eru frá því að stríðið hófst og um 1300 hafa fallið í valinn. Það var sláandi í fréttum vikunnar þegar greint var frá því að þrír fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna hefðu verið fengnir til að safna peningum til styrktar þeim sem eiga um sárt að binda á flóðasvæðunum í Asíu. Þegar náttúruhamfarir dynja yfir þarf að efna til víðtækrar söfnunar, en þegar um stríðsrekstur er að ræða virðast sem sjóðir stjórnvalda séu ótæmandi . Ráðgert er að kosningar fari fram í Írak síðasta sunnudaginn í janúar og líklegt þykir að uppreisnarmenn séu að minna á sig fyrir þær. Ráðamenn í Írak láta þó engan bilbug á sér finna varðandi kosningarnar, þrátt fyrir stöðugar árásir. Þeir ætla að efna til kosninga hvað sem á dynur og segja að uppreisnaröfl megi ekki koma í veg fyrir eðlilega stjórnmálaþróun í landinu. Talið er að um 1300 lögreglumenn hafi fallið í árásum í Írak síðustu fjóra mánuði og að í liði uppreisnarmanna séu um tvö hundruð þúsund manns, þar af séu um fjörutíu þúsund manna harður kjarni. Þetta sýnir að vandi stjórnvalda í Írak og Bandaríkjamanna við að koma á friði er ærinn. Svo virðist sem Bandaríkjamenn hafi alls ekki gert ráð fyrir þeirri miklu mótstöðu sem þeir hafa orðið fyrir í kjölfar hernámsins . Njósnastofnanir þeirra hafa því ekki aðeins brugðist hvað varðar vopnabúnað Saddams Hussein, heldur líka hvað snertir hugsanlega þróun í landinu að stríði loknu. Ýmsar kenningar eru á lofti hvað varðar þróun mála í landinu að loknum kosningunum 30. janúar. Sumir spá því jafnvel að þá brjótist út borgarastríð í Írak milli þeirra tveggja hópa sem takast á um framtíð landsins: sjía- og súnní-múslima. Írak er ekki eitt þeirra landa sem aðild eiga að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, en stjórnvöld í Bagdad hafa þó óskað eftir því að stofnunin sendi fulltrúa til að fylgjast með kosningunum. Þrátt fyrir að Írakar eigi ekki aðild að ÖSE, þá virðist sjálfsagt að stofnunin sendi fulltrúa sína þangað, ekki síst ef það gæti orðið til þess að minnka spennuna sem óhjákvæmilega verður þar í kringum kosningarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Það ætlar seint að takast að stilla til friðar í Írak. Þaðan berast stöðugt fréttir af árásum uppreisnarmanna á ráðamenn í þjóðfélaginu og bandaríska hermenn. Nú síðast var héraðsstjórinn í Bagdad ráðinn af dögum er hann var á ferð í norðurhluta borgarinnar. Árásin virðist hafa verið vel skipulögð og árásarmennirnir tóku meira að segja myndir af því þegar bílalest héraðsstjórans var bókstaflega sprengd í loft upp. Í gær bárust svo enn fréttir af fleiri árásum og að þessu sinni var um að ræða sjálfsmorðsárás á lögregluskóla sunnan við höfuðborgina þar sem verið var að útskrifa lögregluþjóna til starfa í landinu. Meira en 20 manns létust í árásinni og margir særðust. Hörmungarnar á flóðasvæðunum í Asíu hafa dregið athygli umheimsins frá ástandinu í Írak undanfarna daga, en þar virðist allt við það sama, og reyndar síst betra en fyrir jól. Bandarískir hermenn eru þar gjarna í skotlínu. Tölur frá Pentagon um fallna og slasaða tala líka sínu máli. Um tíu þúsund hermenn hafa slasast þar í bardögum á þeim tíu mánuðum sem liðnir eru frá því að stríðið hófst og um 1300 hafa fallið í valinn. Það var sláandi í fréttum vikunnar þegar greint var frá því að þrír fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna hefðu verið fengnir til að safna peningum til styrktar þeim sem eiga um sárt að binda á flóðasvæðunum í Asíu. Þegar náttúruhamfarir dynja yfir þarf að efna til víðtækrar söfnunar, en þegar um stríðsrekstur er að ræða virðast sem sjóðir stjórnvalda séu ótæmandi . Ráðgert er að kosningar fari fram í Írak síðasta sunnudaginn í janúar og líklegt þykir að uppreisnarmenn séu að minna á sig fyrir þær. Ráðamenn í Írak láta þó engan bilbug á sér finna varðandi kosningarnar, þrátt fyrir stöðugar árásir. Þeir ætla að efna til kosninga hvað sem á dynur og segja að uppreisnaröfl megi ekki koma í veg fyrir eðlilega stjórnmálaþróun í landinu. Talið er að um 1300 lögreglumenn hafi fallið í árásum í Írak síðustu fjóra mánuði og að í liði uppreisnarmanna séu um tvö hundruð þúsund manns, þar af séu um fjörutíu þúsund manna harður kjarni. Þetta sýnir að vandi stjórnvalda í Írak og Bandaríkjamanna við að koma á friði er ærinn. Svo virðist sem Bandaríkjamenn hafi alls ekki gert ráð fyrir þeirri miklu mótstöðu sem þeir hafa orðið fyrir í kjölfar hernámsins . Njósnastofnanir þeirra hafa því ekki aðeins brugðist hvað varðar vopnabúnað Saddams Hussein, heldur líka hvað snertir hugsanlega þróun í landinu að stríði loknu. Ýmsar kenningar eru á lofti hvað varðar þróun mála í landinu að loknum kosningunum 30. janúar. Sumir spá því jafnvel að þá brjótist út borgarastríð í Írak milli þeirra tveggja hópa sem takast á um framtíð landsins: sjía- og súnní-múslima. Írak er ekki eitt þeirra landa sem aðild eiga að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, en stjórnvöld í Bagdad hafa þó óskað eftir því að stofnunin sendi fulltrúa til að fylgjast með kosningunum. Þrátt fyrir að Írakar eigi ekki aðild að ÖSE, þá virðist sjálfsagt að stofnunin sendi fulltrúa sína þangað, ekki síst ef það gæti orðið til þess að minnka spennuna sem óhjákvæmilega verður þar í kringum kosningarnar.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun