Er morgunmatur á borðum? 4. janúar 2005 00:01 Í dag streyma grunnskólanemendur aftur í skólana sína að loknu jólafríi. Flestir hafa snúið sólarhringnum við, eru úthvíldir en samt þreyttir eftir annasöm jól. Vonandi eru allir glaðir í byrjun nýs árs, tilbúnir að takast á við seinni helming skólaársins. Koma fullir tilhlökkunar, ákveðnir í að gera enn betur en áður. Þá er komið að foreldrunum, enn og aftur, að standa þétt við bakið á börnum sínum, aðstoða þau eftir megni, leggja þeim lið við heimanám, fylgjast vel með framvindunni, taka þátt í lífi og starfi þeirra. Vonandi ganga nemendur til náms í dag, fullir af orku og starfsvilja. Til þess að svo megi vera þurfa þeir að hafa hvílst vel í nótt og nærast vel í morgunsárið, áður en þeir takast á við verkefni dagsins. Það er alltof algengt að nemendur segjast lystarlausir á morgnana, langar ekki til að borða neitt, kjósa frekar að kúra í bólinu tíu mínútunum lengur og fara í skólann án þess að fá sér neitt að borða. Þetta þýðir að þegar þeir mæta í fyrsta tímann eru þeir ekki enn almennilega vaknaðir, blóðsykurinn er í lágmarki eftir næturhvíldina og þeir hafa ekkert gert til þess að þoka honum upp aftur. Þar að auki er alltof algengt að þeir hafi fengið of lítinn svefn, sofni seint og séu langt frá því að vera útsofnir þegar þeir mæta í skólann. Allt leggst á eitt til að draga úr afköstum morgunsins. Síðan koma frímínútur og þá flykkist þetta unga fólk í næstu sjoppu þar sem það kaupir sér gosdrykk og eitthvað sætt að borða. Blóðsykurinn rýkur upp og nemendur koma æstir og upprifnir í þriðju kennslustund dagsins þannig að óþarfur tími fer í að róa þá niður og koma þeim að verki. Þessa lýsingu þekkja flestir ef ekki allir grunnskólakennarar. Það er hlutverk foreldra og forráðamanna að sjá til þess að börn fái næga hvíld á nóttunni og næringu í upphafi hvers dags. Þetta reynist mörgum erfitt, einkum þegar börnin eru komin á unglingsaldur. Þau láta reyna á sjálfstæði sitt til hins ýtrasta, mótmæla foreldrum sínum í flestu sem þau geta og háttatími og næring verður mörgum tilefni til mótmæla. Það vita allir að 8 tíma nætursvefn er lágmark flestra barna og unglinga, margir þurfa allt að 10 tíma nætursvefn. En næring að morgunlagi er ekki síður mikilvæg. Það þurfa ekki allir að borða hafragraut í morgunmat og taka lýsi, þótt það sé vafalaust besti morgunmatur sem völ er á. Ef börnin eiga erfitt með að borða á morgnana, sem er vissulega rétt í mörgum tilfellum, getur einn ávöxtur gert kraftaverk. Hann dugir til að þoka blóðsykrinum upp á við, eykur afköst í fyrstu kennslustundum og dregur úr þörf fyrir sætindi í fyrstu frímínútum með tilheyrandi afleiðingum; æsingi og óróleika. Epli, banani, nokkur vínber geta gert kraftaverk. Ávaxtasykurinn fer beint í blóðið og kemur orkunni í gang og börnin vinna betur og ná betri árangri. Það reynist hins vegar mörgum þrautin þyngri að fá blessuð börnin til að borða að morgunlagi og afleiðingin verður sú að mataræðið fer meira og minna úr skorðum allan daginn. Nýlega lásum við í blöðum að kennarar Hagaskóla sjá beina fylgni milli árangurs nemenda og þess hvort þeir borða hollan og góðan hádegisverð í skólanum. Þar hefur tekist að laða meirihluta nemenda að mötuneytinu í hádeginu, nokkuð sem kannski heyrir heldur til undantekninga en hitt á unglingastigi. Það hlýtur að vera samstarfsverkefni heimila og skóla að fá nemendur til þess að borða hádegisverð í mötuneyti skóla frekar en að hlaupa út í sjoppu eftir súkkulaðisnúð eða öðru álíka. Það er hinsvegar fyrst og fremst hlutverk heimila að sjá til þess að börnin fái nægan svefn og góðan morgunverð. Það var gott að heyra bæði biskup Íslands og forseta lýðveldisins ræða um mikilvægi kærleikans og agans nú um áramótin. Þar að auki hefur forsætisráðherra skipað sérstaka nefnd til að kanna stöðu fjölskyldunnar og heimilanna. Vonandi vinnur sú nefnd hratt og vel en mikilvægast er kannski að ná fram viðhorfsbreytingu hjá þjóðinni, setja börnin og fjölskylduna í fyrsta sæti en eltingaleik við aukin fjárráð í síðustu sætin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í dag streyma grunnskólanemendur aftur í skólana sína að loknu jólafríi. Flestir hafa snúið sólarhringnum við, eru úthvíldir en samt þreyttir eftir annasöm jól. Vonandi eru allir glaðir í byrjun nýs árs, tilbúnir að takast á við seinni helming skólaársins. Koma fullir tilhlökkunar, ákveðnir í að gera enn betur en áður. Þá er komið að foreldrunum, enn og aftur, að standa þétt við bakið á börnum sínum, aðstoða þau eftir megni, leggja þeim lið við heimanám, fylgjast vel með framvindunni, taka þátt í lífi og starfi þeirra. Vonandi ganga nemendur til náms í dag, fullir af orku og starfsvilja. Til þess að svo megi vera þurfa þeir að hafa hvílst vel í nótt og nærast vel í morgunsárið, áður en þeir takast á við verkefni dagsins. Það er alltof algengt að nemendur segjast lystarlausir á morgnana, langar ekki til að borða neitt, kjósa frekar að kúra í bólinu tíu mínútunum lengur og fara í skólann án þess að fá sér neitt að borða. Þetta þýðir að þegar þeir mæta í fyrsta tímann eru þeir ekki enn almennilega vaknaðir, blóðsykurinn er í lágmarki eftir næturhvíldina og þeir hafa ekkert gert til þess að þoka honum upp aftur. Þar að auki er alltof algengt að þeir hafi fengið of lítinn svefn, sofni seint og séu langt frá því að vera útsofnir þegar þeir mæta í skólann. Allt leggst á eitt til að draga úr afköstum morgunsins. Síðan koma frímínútur og þá flykkist þetta unga fólk í næstu sjoppu þar sem það kaupir sér gosdrykk og eitthvað sætt að borða. Blóðsykurinn rýkur upp og nemendur koma æstir og upprifnir í þriðju kennslustund dagsins þannig að óþarfur tími fer í að róa þá niður og koma þeim að verki. Þessa lýsingu þekkja flestir ef ekki allir grunnskólakennarar. Það er hlutverk foreldra og forráðamanna að sjá til þess að börn fái næga hvíld á nóttunni og næringu í upphafi hvers dags. Þetta reynist mörgum erfitt, einkum þegar börnin eru komin á unglingsaldur. Þau láta reyna á sjálfstæði sitt til hins ýtrasta, mótmæla foreldrum sínum í flestu sem þau geta og háttatími og næring verður mörgum tilefni til mótmæla. Það vita allir að 8 tíma nætursvefn er lágmark flestra barna og unglinga, margir þurfa allt að 10 tíma nætursvefn. En næring að morgunlagi er ekki síður mikilvæg. Það þurfa ekki allir að borða hafragraut í morgunmat og taka lýsi, þótt það sé vafalaust besti morgunmatur sem völ er á. Ef börnin eiga erfitt með að borða á morgnana, sem er vissulega rétt í mörgum tilfellum, getur einn ávöxtur gert kraftaverk. Hann dugir til að þoka blóðsykrinum upp á við, eykur afköst í fyrstu kennslustundum og dregur úr þörf fyrir sætindi í fyrstu frímínútum með tilheyrandi afleiðingum; æsingi og óróleika. Epli, banani, nokkur vínber geta gert kraftaverk. Ávaxtasykurinn fer beint í blóðið og kemur orkunni í gang og börnin vinna betur og ná betri árangri. Það reynist hins vegar mörgum þrautin þyngri að fá blessuð börnin til að borða að morgunlagi og afleiðingin verður sú að mataræðið fer meira og minna úr skorðum allan daginn. Nýlega lásum við í blöðum að kennarar Hagaskóla sjá beina fylgni milli árangurs nemenda og þess hvort þeir borða hollan og góðan hádegisverð í skólanum. Þar hefur tekist að laða meirihluta nemenda að mötuneytinu í hádeginu, nokkuð sem kannski heyrir heldur til undantekninga en hitt á unglingastigi. Það hlýtur að vera samstarfsverkefni heimila og skóla að fá nemendur til þess að borða hádegisverð í mötuneyti skóla frekar en að hlaupa út í sjoppu eftir súkkulaðisnúð eða öðru álíka. Það er hinsvegar fyrst og fremst hlutverk heimila að sjá til þess að börnin fái nægan svefn og góðan morgunverð. Það var gott að heyra bæði biskup Íslands og forseta lýðveldisins ræða um mikilvægi kærleikans og agans nú um áramótin. Þar að auki hefur forsætisráðherra skipað sérstaka nefnd til að kanna stöðu fjölskyldunnar og heimilanna. Vonandi vinnur sú nefnd hratt og vel en mikilvægast er kannski að ná fram viðhorfsbreytingu hjá þjóðinni, setja börnin og fjölskylduna í fyrsta sæti en eltingaleik við aukin fjárráð í síðustu sætin.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun