Íslenskur Kunta Kinte 16. desember 2005 00:01 Fyrir mörgum árum var vinsæll þáttur í Ríkissjónvarpinu um blökkumanninn Kunta Kinte. Þátturinn byggði á bókinni "Roots" eftir Alex Hailey og snerist um mikilvægi samhengis sögunnar og þess að einstaklingurinn þekki rætur sínar. Margt bendir til að í íslenskum stjórnmálum sé að hefjast tímabil þar sem pólitískur Kunta Kinte sé að gera vart við sig í öllum flokkum. Það virðist vera eftirspurn eftir reynslu og sögulegri samfellu í flokkunum, ákveðin leit að rótum eftir tímabil hins nýja stíls, þar sem æska, töffaraskapur og nýjungagirni þóttu spennandi. Hjá Sjálfstæðisflokknum birtist þetta í því að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sigraði í prófkjöri þar sem átakalínur voru dregnar milli æsku og ferskleika annars vegar og reynslu og festu hins vegar. Hjá Samfylkingunni má greina nostalgíu í umræðum um að draga aftur inn á sviðið gamla krataleiðtoga sem voru fyrir löngu búnir að stimpla sig út úr pólitík. Nokkuð kyrrt virðist raunar á vinstri vígstöðvunum hjá Vg á meðan á ýmsu hefur gengið hjá framsóknarmönnum. Halldór Ásgrímsson og raunar ýmsir aðrir forustumenn Framsóknarflokksins hafa á umliðnum árum stillt upp nýrri mynd og nýrri ásýnd, meðal annars til að undirbúa kynslóðaskipti í forustusveitinni. Það hefur allt verið í hinum nýja stíl og markað ákveðið rof við hefðir og samhengið sem hafði verið að þróast í flokknum. Töffaralegir stjórnunarhættir sem líta má á sem fylgifisk leiðtogastílsins hafa einkennt margar ákvarðanir flokksforustunnar og samræða, málamiðlun og praktísk skynsemi sem lengi þótti einkennandi fyrir framsóknarmennskuna, vék sem hvert annað gamalt vaðmál. Þeirri endurnýjun sem verið hafði að vaxa upp í skauti flokksins um ára- og áratugaskeið var nánast fórnað fyrir hina nýju leið - leið sem átti að verða hraðferð inn í nútímann. Brottvikning Sivjar Friðleifsdóttur úr ríkisstjórninni var til vitnis um gengisfellingu þessarar flokkslegu samfellu og framgangur ungra karla í flokknum olli mörgum nokkurri undrun. Það hefur síðan komið á daginn að þrátt fyrir að hinn nýi stíll sé borinn uppi af mjög frambærilegum og hæfileikaríkum mönnum, þá hefur hann litlu skilað flokknum öðru en gagnrýni og vandræðum. Framsóknarmenn urðu frægir hér um árið þegar þingflokkurinn fór í litgreiningu. Það var afar nútímalegt og snjallt á sínum tíma. Í ljósi reynslunnar hefði kannski þurft pólitíska litgreiningu á hinn nýja stíl líka, því þó hann kunni að fara vel við einstrengingslega hugmyndafræði þá hæfir hann síður pragmatískum miðjuflokki. Viðbrögð Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við öryrkjaskýrslunni voru einmitt dæmi um sígilda framsóknarmennsku. Jón bauð til frekari samræðna um ágreinings- og álitamálin í stað þess að hlaupa strax í skotgrafirnar. Halldór Ásgrímsson átti í nokkrum erfiðleikum með að festa sig í sessi sem forsætisráðherra, en um leið og hann datt út úr hlutverki hins drottnandi leiðtoga og steig inn í hefðbundnara framsóknarhlutverk sem samráðsleitandi foringi og samdi við aðila vinnumarkaðar og færði öryrkjum og öldruðum kjarabót, var hann kominn á heimavöll. Það var eins og hann hefði farið í pólitíska litgreiningu, sem undirstrikaði að stjórnmálaflokkur er ekki forustan ein. Stjórnmálaflokkar eru almannahreyfingar um tiltekna lífssýn, og það verður að vera ákveðið samræmi milli baklandsins og þess sem forustan er að gera og fara. Það kæmi því ekki á óvart að nýr tónn - ef hann er þá kominn til að vera - muni ylja Kunta Kinte Framsóknarflokksins um hjartaræturnar. Framundan eru byggðakosningar og Framsóknarflokkurinn mun nú bjóða fram í Reykjavík í eigin nafni í fyrsta sinn í þrjú kjörtímabil. Það út af fyrir sig er ærin áskorun fyrir ala R-lista flokkana. Þá mun það spilla fyrir Framsókn ef umræðan á landsvísu - sem meira og minna er afleiðing nýja stílsins - verður flokknum áfram erfið. Framsókn hlýtur að læra af hinum flokkunum, ekki síst sjálfstæðismönnum í borginni, og svara eftirspurninni eftir reynslu og flokkslegri samfellu með því að efla tengslin við rætur sínar, t.d. með vali á frambjóðendum. Vísbending um að tengslaleysið við ræturnar sé raunverulegt eru auglýsingar í dagblöðunum um síðustu helgi, þar sem flokkurinn grípur til þess ráðs að auglýsa eftir framboðum til prófkjörs í Reykjavík. Það er áherslan í auglýsingunni sem er sláandi, því ekki er verið að minna á framboðsfrest eða hvetja menn til að vera tímanlega, heldur er beinlínis verið að auglýsa á almennum vettvangi eftir einhverju fólki úti í bæ til að gerast málsvarar Framsóknarflokksins í borgarmálum. Vonandi svarar Kunta Kinte framsóknarmanna þessu ópersónulega kalli - það yrði sjónarsviptir að flokknum í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Fyrir mörgum árum var vinsæll þáttur í Ríkissjónvarpinu um blökkumanninn Kunta Kinte. Þátturinn byggði á bókinni "Roots" eftir Alex Hailey og snerist um mikilvægi samhengis sögunnar og þess að einstaklingurinn þekki rætur sínar. Margt bendir til að í íslenskum stjórnmálum sé að hefjast tímabil þar sem pólitískur Kunta Kinte sé að gera vart við sig í öllum flokkum. Það virðist vera eftirspurn eftir reynslu og sögulegri samfellu í flokkunum, ákveðin leit að rótum eftir tímabil hins nýja stíls, þar sem æska, töffaraskapur og nýjungagirni þóttu spennandi. Hjá Sjálfstæðisflokknum birtist þetta í því að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sigraði í prófkjöri þar sem átakalínur voru dregnar milli æsku og ferskleika annars vegar og reynslu og festu hins vegar. Hjá Samfylkingunni má greina nostalgíu í umræðum um að draga aftur inn á sviðið gamla krataleiðtoga sem voru fyrir löngu búnir að stimpla sig út úr pólitík. Nokkuð kyrrt virðist raunar á vinstri vígstöðvunum hjá Vg á meðan á ýmsu hefur gengið hjá framsóknarmönnum. Halldór Ásgrímsson og raunar ýmsir aðrir forustumenn Framsóknarflokksins hafa á umliðnum árum stillt upp nýrri mynd og nýrri ásýnd, meðal annars til að undirbúa kynslóðaskipti í forustusveitinni. Það hefur allt verið í hinum nýja stíl og markað ákveðið rof við hefðir og samhengið sem hafði verið að þróast í flokknum. Töffaralegir stjórnunarhættir sem líta má á sem fylgifisk leiðtogastílsins hafa einkennt margar ákvarðanir flokksforustunnar og samræða, málamiðlun og praktísk skynsemi sem lengi þótti einkennandi fyrir framsóknarmennskuna, vék sem hvert annað gamalt vaðmál. Þeirri endurnýjun sem verið hafði að vaxa upp í skauti flokksins um ára- og áratugaskeið var nánast fórnað fyrir hina nýju leið - leið sem átti að verða hraðferð inn í nútímann. Brottvikning Sivjar Friðleifsdóttur úr ríkisstjórninni var til vitnis um gengisfellingu þessarar flokkslegu samfellu og framgangur ungra karla í flokknum olli mörgum nokkurri undrun. Það hefur síðan komið á daginn að þrátt fyrir að hinn nýi stíll sé borinn uppi af mjög frambærilegum og hæfileikaríkum mönnum, þá hefur hann litlu skilað flokknum öðru en gagnrýni og vandræðum. Framsóknarmenn urðu frægir hér um árið þegar þingflokkurinn fór í litgreiningu. Það var afar nútímalegt og snjallt á sínum tíma. Í ljósi reynslunnar hefði kannski þurft pólitíska litgreiningu á hinn nýja stíl líka, því þó hann kunni að fara vel við einstrengingslega hugmyndafræði þá hæfir hann síður pragmatískum miðjuflokki. Viðbrögð Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við öryrkjaskýrslunni voru einmitt dæmi um sígilda framsóknarmennsku. Jón bauð til frekari samræðna um ágreinings- og álitamálin í stað þess að hlaupa strax í skotgrafirnar. Halldór Ásgrímsson átti í nokkrum erfiðleikum með að festa sig í sessi sem forsætisráðherra, en um leið og hann datt út úr hlutverki hins drottnandi leiðtoga og steig inn í hefðbundnara framsóknarhlutverk sem samráðsleitandi foringi og samdi við aðila vinnumarkaðar og færði öryrkjum og öldruðum kjarabót, var hann kominn á heimavöll. Það var eins og hann hefði farið í pólitíska litgreiningu, sem undirstrikaði að stjórnmálaflokkur er ekki forustan ein. Stjórnmálaflokkar eru almannahreyfingar um tiltekna lífssýn, og það verður að vera ákveðið samræmi milli baklandsins og þess sem forustan er að gera og fara. Það kæmi því ekki á óvart að nýr tónn - ef hann er þá kominn til að vera - muni ylja Kunta Kinte Framsóknarflokksins um hjartaræturnar. Framundan eru byggðakosningar og Framsóknarflokkurinn mun nú bjóða fram í Reykjavík í eigin nafni í fyrsta sinn í þrjú kjörtímabil. Það út af fyrir sig er ærin áskorun fyrir ala R-lista flokkana. Þá mun það spilla fyrir Framsókn ef umræðan á landsvísu - sem meira og minna er afleiðing nýja stílsins - verður flokknum áfram erfið. Framsókn hlýtur að læra af hinum flokkunum, ekki síst sjálfstæðismönnum í borginni, og svara eftirspurninni eftir reynslu og flokkslegri samfellu með því að efla tengslin við rætur sínar, t.d. með vali á frambjóðendum. Vísbending um að tengslaleysið við ræturnar sé raunverulegt eru auglýsingar í dagblöðunum um síðustu helgi, þar sem flokkurinn grípur til þess ráðs að auglýsa eftir framboðum til prófkjörs í Reykjavík. Það er áherslan í auglýsingunni sem er sláandi, því ekki er verið að minna á framboðsfrest eða hvetja menn til að vera tímanlega, heldur er beinlínis verið að auglýsa á almennum vettvangi eftir einhverju fólki úti í bæ til að gerast málsvarar Framsóknarflokksins í borgarmálum. Vonandi svarar Kunta Kinte framsóknarmanna þessu ópersónulega kalli - það yrði sjónarsviptir að flokknum í borgarstjórn Reykjavíkur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun