Nægjusemi kemst óvænt í tísku 29. desember 2004 00:01 Vinkonu minni varð á að nefna það í lítilli grein að ástæða væri til að fólk gæfi peninga til hjálparstarfs fremur en að kaupa flugelda fyrir áramótin. Ég hef frétt að allt hafi gengið af göflunum í kringum hana. Flugeldamenn móðguðust ákaflega og töldu að þessi litla kona myndi eyðileggja fyrir þeim áramótasöluna. Koma því til leiðar að ekki yrði hægt að bjarga neinum á næsta ári. Þeir höfðu uppi háværar kvartanir við ritstjórn blaðsins sem fylltist áhyggjum. Rauði krossinn varð líka skelkaður og tók fram á heimasíðu sinni að fólk ætti hvort tveggja að kaupa flugelda og styrkja hjálparstarf. Hvers vegna svona hálfvelgju? Á maður ekki bara að taka undir þetta? Sleppið því að kaupa þetta flugeldadrasl. Það er ekki einu sinni sérlega gaman að skjóta þessu upp. Nægjusemi er líka óðum að komast mjög í tísku einmitt um þessi áramót. (Vona að þeir fyrirgefi mér þetta í KR.) --- --- --- Fyrir aldarfjórðungi eyddi ég áramótum í þeim indæla bæ Lundi í Svíþjóð. Þá var ég svo ungur að ég taldi mig ekki getað lifað án flugelda - hafði stundum martraðir um flugeldalaus áramót. Fór um um allan bæinn fyrir hádegi á gamlársdag til að leita að einhverju til að sprengja. Fann loks litla sjoppu í bakhúsi. Þar var inni einn viðskiptavinur. Auðvitað var það líka Íslendingur - ég fattaði seinna að það var tónlistarmaðurinn KK. Við keyptum flugeldana - ég sprengdi þá um kvöldið í blokkahverfinu þar sem ég hafði aðsetur. Nágrannarnir litu þetta hornauga - fannst það greinilega mjög heimskulegt. Mörgum árum síðar reyndi ég að sprengja nokkra flugelda um áramót í París. Varð ekki fyrir annarri truflun en að ókunnur maður kom labbandi utan úr myrkrinu og spurði á frönsku: "Vous-êtez Islandais?" Eruð þið Íslendingar? --- --- --- Susan Sontag er dáin. Eitt sinn lá það orð á að hún væri gáfaðasta kona í heimi. Sontag skrifaði ritgerð sem gerði frægt hugtakið "camp" - hún var að fjalla um fagurfræði, ekki síst í hommakreðsum, og tilhneiginguna til að upphefja alls kyns ómerkilega hluti og ruslvarning. Síðan hefur draslinu stöðugt vaxið ásmegin - samanber það sem nú er kallað retró. Aðra ritgerð las ég eftir Sontag sem heitir Against Interpretation, en þar mælti þessi mikli gagnrýnandi gegn því að menn eyðileggðu töfrana í bókmenntunum með því að láta þær undirgangast of mikla og ítarlega túlkun. Mér fannst þetta skynsamlegt á sínum tíma - en man ekki mikið eftir því að öðru leyti. Bókin er týnd. Hef aldrei komist í gegnum frægt kver hennar um ljósmyndun, On Photography - það er hérna upp í hillu fyrir aftan mig. Eftir 11. september 2001 hélt Sontag því fram að Bandaríkin gætu að sumu leyti sjálfum sér um kennt - árásirnar væru afleiðingar af aðgerðum þeirra og stefnu. Það féll ekki í góðan jarðveg í því yfirspennta andrúmi ættjarðarkenndar sem þá ríkti og Sontag var nánast úthrópuð sem svikari. En hún var alltaf heiðarleg, hörð og stolt - glæstur fulltrúi gáfumannahefðar af bandarísku austurströndinni. Í einum pistli les ég að hún hafi kallað sig "zealot of seriousness". Ég ætla ekki að reyna að þýða það. --- --- --- Þeir eru að ræða það í Íslandi í dag Eiríkur Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson að Ólafur Jóhann hafi að endingu komist upp í annað sæti metsölulista. Eiríkur segir að þeir séu markaðssnillingar hjá Eddu. Má rétt vera. En þetta gerðist með ógurlegum herkjum. Með gegndarlausum auglýsingum var bók Ólafs beinlínis troðið ofan í þjóðina. Það var allsherjarútkall hjá forlaginu. Ólafur var á þönum milli Bónusbúða að árita. Minnti helst á Framsókn í kosningabaráttu. Maður hefur dálitlar efasemdir um tilgang slíkra aðfara þegar bækur eiga í hlut. Hvers vegna er það svo mikið mál að ágætur höfundur eins og Ólafur er nái undantekningarlaust metsölu? Hvaða metnaði er fullnægt með því? Er ekki lang mikilvægast það orðspor sem fer af bókum - óháð skrumi af þessu tagi? Var auglýsingaherferðin sett á svið til að vega upp á móti því að bókin spurðist ekkert sérlega vel út? --- --- --- Nú eru þeir að velja íþróttamann ársins í öðrum sjónvarpsþætti. Þar er reglan sú að þeir velja alltaf karl ef þeir finna nokkra leið til þess. Það mun semsagt ekki verða Þórey Edda eða Kristín Rós, heldur Eiður Smári úr alþjóðlega fótboltaliðinu Chelski... Pósta þetta nú - áður en Adolf Ingi tilkynnir þetta. Tekur smá tíma hjá honum ræðan. Hann þarf aðeins að koma sér í mjúkinn hjá íþróttaforystunni með því að kvarta yfir því hvað hún líði nú mikinn fjárskort. Nú kemur Bjarni Ármannsson, blóðugur upp að öxlum eftir hreinsanir í Íslandsbanka í dag, og veitir verðlaunin. Það er.... það er... Eiður. Told you so. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Vinkonu minni varð á að nefna það í lítilli grein að ástæða væri til að fólk gæfi peninga til hjálparstarfs fremur en að kaupa flugelda fyrir áramótin. Ég hef frétt að allt hafi gengið af göflunum í kringum hana. Flugeldamenn móðguðust ákaflega og töldu að þessi litla kona myndi eyðileggja fyrir þeim áramótasöluna. Koma því til leiðar að ekki yrði hægt að bjarga neinum á næsta ári. Þeir höfðu uppi háværar kvartanir við ritstjórn blaðsins sem fylltist áhyggjum. Rauði krossinn varð líka skelkaður og tók fram á heimasíðu sinni að fólk ætti hvort tveggja að kaupa flugelda og styrkja hjálparstarf. Hvers vegna svona hálfvelgju? Á maður ekki bara að taka undir þetta? Sleppið því að kaupa þetta flugeldadrasl. Það er ekki einu sinni sérlega gaman að skjóta þessu upp. Nægjusemi er líka óðum að komast mjög í tísku einmitt um þessi áramót. (Vona að þeir fyrirgefi mér þetta í KR.) --- --- --- Fyrir aldarfjórðungi eyddi ég áramótum í þeim indæla bæ Lundi í Svíþjóð. Þá var ég svo ungur að ég taldi mig ekki getað lifað án flugelda - hafði stundum martraðir um flugeldalaus áramót. Fór um um allan bæinn fyrir hádegi á gamlársdag til að leita að einhverju til að sprengja. Fann loks litla sjoppu í bakhúsi. Þar var inni einn viðskiptavinur. Auðvitað var það líka Íslendingur - ég fattaði seinna að það var tónlistarmaðurinn KK. Við keyptum flugeldana - ég sprengdi þá um kvöldið í blokkahverfinu þar sem ég hafði aðsetur. Nágrannarnir litu þetta hornauga - fannst það greinilega mjög heimskulegt. Mörgum árum síðar reyndi ég að sprengja nokkra flugelda um áramót í París. Varð ekki fyrir annarri truflun en að ókunnur maður kom labbandi utan úr myrkrinu og spurði á frönsku: "Vous-êtez Islandais?" Eruð þið Íslendingar? --- --- --- Susan Sontag er dáin. Eitt sinn lá það orð á að hún væri gáfaðasta kona í heimi. Sontag skrifaði ritgerð sem gerði frægt hugtakið "camp" - hún var að fjalla um fagurfræði, ekki síst í hommakreðsum, og tilhneiginguna til að upphefja alls kyns ómerkilega hluti og ruslvarning. Síðan hefur draslinu stöðugt vaxið ásmegin - samanber það sem nú er kallað retró. Aðra ritgerð las ég eftir Sontag sem heitir Against Interpretation, en þar mælti þessi mikli gagnrýnandi gegn því að menn eyðileggðu töfrana í bókmenntunum með því að láta þær undirgangast of mikla og ítarlega túlkun. Mér fannst þetta skynsamlegt á sínum tíma - en man ekki mikið eftir því að öðru leyti. Bókin er týnd. Hef aldrei komist í gegnum frægt kver hennar um ljósmyndun, On Photography - það er hérna upp í hillu fyrir aftan mig. Eftir 11. september 2001 hélt Sontag því fram að Bandaríkin gætu að sumu leyti sjálfum sér um kennt - árásirnar væru afleiðingar af aðgerðum þeirra og stefnu. Það féll ekki í góðan jarðveg í því yfirspennta andrúmi ættjarðarkenndar sem þá ríkti og Sontag var nánast úthrópuð sem svikari. En hún var alltaf heiðarleg, hörð og stolt - glæstur fulltrúi gáfumannahefðar af bandarísku austurströndinni. Í einum pistli les ég að hún hafi kallað sig "zealot of seriousness". Ég ætla ekki að reyna að þýða það. --- --- --- Þeir eru að ræða það í Íslandi í dag Eiríkur Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson að Ólafur Jóhann hafi að endingu komist upp í annað sæti metsölulista. Eiríkur segir að þeir séu markaðssnillingar hjá Eddu. Má rétt vera. En þetta gerðist með ógurlegum herkjum. Með gegndarlausum auglýsingum var bók Ólafs beinlínis troðið ofan í þjóðina. Það var allsherjarútkall hjá forlaginu. Ólafur var á þönum milli Bónusbúða að árita. Minnti helst á Framsókn í kosningabaráttu. Maður hefur dálitlar efasemdir um tilgang slíkra aðfara þegar bækur eiga í hlut. Hvers vegna er það svo mikið mál að ágætur höfundur eins og Ólafur er nái undantekningarlaust metsölu? Hvaða metnaði er fullnægt með því? Er ekki lang mikilvægast það orðspor sem fer af bókum - óháð skrumi af þessu tagi? Var auglýsingaherferðin sett á svið til að vega upp á móti því að bókin spurðist ekkert sérlega vel út? --- --- --- Nú eru þeir að velja íþróttamann ársins í öðrum sjónvarpsþætti. Þar er reglan sú að þeir velja alltaf karl ef þeir finna nokkra leið til þess. Það mun semsagt ekki verða Þórey Edda eða Kristín Rós, heldur Eiður Smári úr alþjóðlega fótboltaliðinu Chelski... Pósta þetta nú - áður en Adolf Ingi tilkynnir þetta. Tekur smá tíma hjá honum ræðan. Hann þarf aðeins að koma sér í mjúkinn hjá íþróttaforystunni með því að kvarta yfir því hvað hún líði nú mikinn fjárskort. Nú kemur Bjarni Ármannsson, blóðugur upp að öxlum eftir hreinsanir í Íslandsbanka í dag, og veitir verðlaunin. Það er.... það er... Eiður. Told you so.