Gefum góðar nýársgjafir 29. desember 2004 00:01 Þetta eru undarlegir dagar. Svona hvorki né. Jólin sjálf liðin með tilheyrandi ofgnótt matar og gjafa og framundan áramót með samsvarandi ofgnótt matar, drykkja og flugelda ef að líkum lætur. Ofgnótt af öllu hjá flestum og vonandi nóg ef ekki ofgnótt af hinum eina sanna jólaanda. Þó ekki hjá öllum. Það var ekki ofgnótt af jólaanda hjá þeim sem fundu sig tilknúna til að brjótast inn á heimili fólks á sjálfa jólanóttina og stela þar flestu steini léttara og skemma og eyðileggja annað. En hver er þá þessi jólaandi? Í jólapökkunum sem lágu fagurlega skreyttir undir jólatrénu á aðfangadagskvöld voru margir fallegir og dýrir hlutir. Vonandi færði innihald jólapakkanna viðtakendum gleði og þakklæti. Hættan er þó sú að þetta innihald liggi nú meira og minna einhversstaðar úti í horni, umbúðirnar eru komnar út í ruslatunnu og viðtakendur trúlega á kaf í sjónvarpið og tölvuna. Reyndar viðbúið að bæði sjónvarpstæki, tölvur og tölvuleikir hafi verið í einhverjum fallegum jólapökkum. En það var önnur saga. Það sem ég vildi sagt hafa var að nú vildi ég svo gjarnan sjá gefnar áramótagjafir. Samt ekki í fagurlega skreyttum jólapappír með slaufum og allskyns skrauti. Ekki keyptar í búðum. Ég vildi svo gjarnan sjá foreldra gefa börnum sínum miklu dýrmætari áramótagjafir. Gjafir sem kosta reyndar tíma, ákveðið viðhorf og vinnu. Gjafir sem mér finnst hafa verið á undanhaldi á síðustu árum. Gjafir eins og víðsýni, umburðarlyndi og þakklæti. Gjafir sem fela í sér hinn eina sanna jólaanda og reyndar viðhorf sem við viljum flest sjá ríkja allan ársins hring. Þetta heitir meðal annars uppeldi. Víðsýni, umburðarlyndi og þakklæti virðast nefnilega á undanhaldi í framkomu fólks. Þolinmæði líka og ýmislegt fleira sem til skamms tíma var einu nafni kallað dyggðir. Ýmislegt sem enginn getur gefið verðandi ráðamönnum þjóðarinnar nema foreldrar þeirra. Og foreldrarnir verða að gefa þessar gjafir á meðan verðandi ráðamenn þjóðarinnar og aðrir starfsmenn hennar eftir örfá ár eru enn á barnsaldri. Sem sagt, það þarf að ala þá upp. Mikilvægasta gjöfin sem foreldrar geta þó gefið börnum sínum er sterk sjálfsmynd og sjálfsvirðing. Við búum í samfélagi þar sem ríkjandi eru kristin viðhorf og gildi. Það þýðir meðal annars að okkur finnst að allir eigi að búa yfir eiginleikum sem Kristur boðaði, þar á meðal umburðarlyndi, víðsýni og þakklæti. Það þýðir að ef við kunnum ekki að rækta þessa eiginleika í fari okkar, til dæmis vegna þess að það fórst fyrir að kenna okkur það í barnæsku, þá getum við ekki verið alveg sátt við okkur sjálf. Við vitum hvað er rétt og hvað er rangt. Við vitum að það er rangt að sýna frekju, þröngsýni og vanþakklæti svo dæmi séu tekin. Og ef frekja og vanþakklæti eru ríkjandi í fari okkar verður sjálfsmyndin skökk og sjálfsvirðingin af skornum skammti. Við erum sáttari við okkur sjálf ef við komum vel fram við aðra, af kurteisi og virðingu, og þá verður sjálfsvirðingin meiri. Þetta getur enginn kennt nema foreldrarnir en þá þurfa þeir að búa yfir þessum eiginleikum sjálfir. Og mér finnst sem sagt að þessir eiginleikar séu á undanhaldi, þeim fari fjölgandi sem láta frekjuna ráða frekar en tillitsemina. Og um leið og fullorðnu fólki af því taginu fjölgar fækkar hlutfallslega foreldrum sem geta kennt börnum sínum að bera virðingu fyrir öðrum og þar með sjálfum sér. Það má til dæmis velta því fyrir sér hvað hún kenni börnum sínum, konan sem var í búð fyrir jólin og kom að kassa þar sem var fyrir löng biðröð. Hún gerði sér lítið fyrir, brá sér fram fyrir bróðurpart biðraðarinnar og tróð sér inn, um það bil fremst. Þegar aðrir í biðröðinni gerðu athugasemdir svaraði hún því til með þjósti að hún væri að flýta sér. Hún reiknaði væntanlega með því að enginn annar væri að flýta sér. Eða kannski var þetta bara frekja. Svona dæmi heyra sem betur fer til undantekninga en það breytir ekki því að almennt virðist tillitsemi heldur á undanhaldi en hitt. Og ef við sýnum ekki öðrum virðingu og kurteisi eigum við erfitt með að bera virðingu fyrir okkur sjálfum og vera kurteis í fari, þar á meðal gagnvart okkur sjálfum. Stærsta gjöfin sem nokkurt foreldri getur gefið nokkru barni er sterk sjálfsmynd og sjálfsvirðing. Til þess þarf gott uppeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Þetta eru undarlegir dagar. Svona hvorki né. Jólin sjálf liðin með tilheyrandi ofgnótt matar og gjafa og framundan áramót með samsvarandi ofgnótt matar, drykkja og flugelda ef að líkum lætur. Ofgnótt af öllu hjá flestum og vonandi nóg ef ekki ofgnótt af hinum eina sanna jólaanda. Þó ekki hjá öllum. Það var ekki ofgnótt af jólaanda hjá þeim sem fundu sig tilknúna til að brjótast inn á heimili fólks á sjálfa jólanóttina og stela þar flestu steini léttara og skemma og eyðileggja annað. En hver er þá þessi jólaandi? Í jólapökkunum sem lágu fagurlega skreyttir undir jólatrénu á aðfangadagskvöld voru margir fallegir og dýrir hlutir. Vonandi færði innihald jólapakkanna viðtakendum gleði og þakklæti. Hættan er þó sú að þetta innihald liggi nú meira og minna einhversstaðar úti í horni, umbúðirnar eru komnar út í ruslatunnu og viðtakendur trúlega á kaf í sjónvarpið og tölvuna. Reyndar viðbúið að bæði sjónvarpstæki, tölvur og tölvuleikir hafi verið í einhverjum fallegum jólapökkum. En það var önnur saga. Það sem ég vildi sagt hafa var að nú vildi ég svo gjarnan sjá gefnar áramótagjafir. Samt ekki í fagurlega skreyttum jólapappír með slaufum og allskyns skrauti. Ekki keyptar í búðum. Ég vildi svo gjarnan sjá foreldra gefa börnum sínum miklu dýrmætari áramótagjafir. Gjafir sem kosta reyndar tíma, ákveðið viðhorf og vinnu. Gjafir sem mér finnst hafa verið á undanhaldi á síðustu árum. Gjafir eins og víðsýni, umburðarlyndi og þakklæti. Gjafir sem fela í sér hinn eina sanna jólaanda og reyndar viðhorf sem við viljum flest sjá ríkja allan ársins hring. Þetta heitir meðal annars uppeldi. Víðsýni, umburðarlyndi og þakklæti virðast nefnilega á undanhaldi í framkomu fólks. Þolinmæði líka og ýmislegt fleira sem til skamms tíma var einu nafni kallað dyggðir. Ýmislegt sem enginn getur gefið verðandi ráðamönnum þjóðarinnar nema foreldrar þeirra. Og foreldrarnir verða að gefa þessar gjafir á meðan verðandi ráðamenn þjóðarinnar og aðrir starfsmenn hennar eftir örfá ár eru enn á barnsaldri. Sem sagt, það þarf að ala þá upp. Mikilvægasta gjöfin sem foreldrar geta þó gefið börnum sínum er sterk sjálfsmynd og sjálfsvirðing. Við búum í samfélagi þar sem ríkjandi eru kristin viðhorf og gildi. Það þýðir meðal annars að okkur finnst að allir eigi að búa yfir eiginleikum sem Kristur boðaði, þar á meðal umburðarlyndi, víðsýni og þakklæti. Það þýðir að ef við kunnum ekki að rækta þessa eiginleika í fari okkar, til dæmis vegna þess að það fórst fyrir að kenna okkur það í barnæsku, þá getum við ekki verið alveg sátt við okkur sjálf. Við vitum hvað er rétt og hvað er rangt. Við vitum að það er rangt að sýna frekju, þröngsýni og vanþakklæti svo dæmi séu tekin. Og ef frekja og vanþakklæti eru ríkjandi í fari okkar verður sjálfsmyndin skökk og sjálfsvirðingin af skornum skammti. Við erum sáttari við okkur sjálf ef við komum vel fram við aðra, af kurteisi og virðingu, og þá verður sjálfsvirðingin meiri. Þetta getur enginn kennt nema foreldrarnir en þá þurfa þeir að búa yfir þessum eiginleikum sjálfir. Og mér finnst sem sagt að þessir eiginleikar séu á undanhaldi, þeim fari fjölgandi sem láta frekjuna ráða frekar en tillitsemina. Og um leið og fullorðnu fólki af því taginu fjölgar fækkar hlutfallslega foreldrum sem geta kennt börnum sínum að bera virðingu fyrir öðrum og þar með sjálfum sér. Það má til dæmis velta því fyrir sér hvað hún kenni börnum sínum, konan sem var í búð fyrir jólin og kom að kassa þar sem var fyrir löng biðröð. Hún gerði sér lítið fyrir, brá sér fram fyrir bróðurpart biðraðarinnar og tróð sér inn, um það bil fremst. Þegar aðrir í biðröðinni gerðu athugasemdir svaraði hún því til með þjósti að hún væri að flýta sér. Hún reiknaði væntanlega með því að enginn annar væri að flýta sér. Eða kannski var þetta bara frekja. Svona dæmi heyra sem betur fer til undantekninga en það breytir ekki því að almennt virðist tillitsemi heldur á undanhaldi en hitt. Og ef við sýnum ekki öðrum virðingu og kurteisi eigum við erfitt með að bera virðingu fyrir okkur sjálfum og vera kurteis í fari, þar á meðal gagnvart okkur sjálfum. Stærsta gjöfin sem nokkurt foreldri getur gefið nokkru barni er sterk sjálfsmynd og sjálfsvirðing. Til þess þarf gott uppeldi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun