Ógnarkraftur 29. desember 2004 00:01 Enn á ný hefur ógnarkraftur náttúruaflanna gert vart við sig og valdið dauða þúsunda manna og gífurlegri eyðileggingu. Jarðskjálftinn sem átti upptök sín á hafsbotni við eyjuna Súmötru í Indónesíu mældist 8,9 á Richterskala, en það þýðir að skjálftinn er mörg þúsund sinnum öflugri en skjálftinn sem varð hér 17. júní árið 2000 og er mörgum enn í fersku minni. Það eru miklir kraftar sem leysast úr læðingi þegar tveir stórir jarðskorpuflekar rekast saman. Svo virðist sem áhrifin séu enn ógnvænlegri þegar þetta gerist á sjávarbotni, því þá fer sjórinn á hreyfingu og mikil bylgja myndast neðansjávar. Hún getur farið með mörg hundruð kílómetra hraða á klukkustund í undirdjúpunum. Skjálftinn varð á um eitt þúsund kílómetra löngu misgengi. Á þessum slóðum er jarðskorpan mjög þykk,- mun þykkari en hér á landi. Ragnar Stefánsson jarðeðlisfræðingur segir í viðtali við Fréttablaðið í gær, að hér á landi séu allt aðrar aðstæður, og ekki líkur á því að hér við land myndist flóðbylgja líkt og í Indlandshafi . Það er í raun ótrúlegt að stór hluti þeirra sem fórst í skjálftanum á öðrum degi jóla hafi búið í nokkur hundruð kílómetra og jafnvel meira en tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans. Þetta er svona álíka og að hér yrði skjálfti undan ströndinni og flóðbylgjan skylli svo á strandbyggðum í Niðurlöndum og ylli þar miklu eigna- og manntjóni. Komið hefur í ljós að nokkur hundruð Íslendingar eru í Suðaustur-Asíu á svæðinu sem verst varð úti í skjálftanum. Þeir eru þar ýmist á ferðalagi eða að störfum fyrir alþjóðastofnanir eða íslensku flugfélögin. Við höfum stjórnmálasamband við flest eða öll þau lönd þar sem skemmdir eða manntjón varð, og víða eru ræðismenn Íslands í þessum löndum. Þá höfum við farandsendiherra í mörgum þessara landa, og af þessum sökum er auðveldara fyrir utanríkisráðuneytið hér að fá heildaryfirsýn yfir ferðir og búsetu Íslendinga á hamfarasvæðinu. Þá eru starfsmenn á vegum ráðuneytisins sums staðar eins og á Sri Lanka. Við tökum líka virkan þátt í starfi alþjóðahjálparsamtaka eins og Rauða krossins og getum látið gott af okkur leiða í gegnum þau. Allt þetta og nútímafjarskipti stuðlar að því að við fáum fregnir af afdrifum landa okkar í fjarlægum heimshlutum. Þegar náttúruhamfarir sem þessar ríða yfir verður hins vegar eitthvað undan að láta og þess vegna hafa margir hér og víða annars staðar beðið frétta af sínum nánustu sem eru á hamfarasvæðinu. Löndin sem um er að ræða eru mörg hver fátæk og vanþróuð, og búast má við að þar séu ekki fullkomin vöktunarkerfi í kringum staði þar sem búast má við náttúruhamförum eins og er víða í kringum slíka staði hér á landi. Jarðvísindamenn okkar hafa getað sagt fyrir um eldgos svo til upp á mínútu eins og dæmin sanna, og hér er mjög vel fylgst með jarðhræringum á hættusvæðum. Almenningur á líka nú orðið mjög greiðan og góðan aðgang að upplýsingum um hreyfingar í jarðskorpunni og kann að notfæra sér þær upplýsingar. Við erum því líklega betur búin undir náttúruhamfarir en íbúar margra þeirra landa sem nú hafa orðið illa úti, þökk sé jarðvísindamönnum okkar og almannavörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Enn á ný hefur ógnarkraftur náttúruaflanna gert vart við sig og valdið dauða þúsunda manna og gífurlegri eyðileggingu. Jarðskjálftinn sem átti upptök sín á hafsbotni við eyjuna Súmötru í Indónesíu mældist 8,9 á Richterskala, en það þýðir að skjálftinn er mörg þúsund sinnum öflugri en skjálftinn sem varð hér 17. júní árið 2000 og er mörgum enn í fersku minni. Það eru miklir kraftar sem leysast úr læðingi þegar tveir stórir jarðskorpuflekar rekast saman. Svo virðist sem áhrifin séu enn ógnvænlegri þegar þetta gerist á sjávarbotni, því þá fer sjórinn á hreyfingu og mikil bylgja myndast neðansjávar. Hún getur farið með mörg hundruð kílómetra hraða á klukkustund í undirdjúpunum. Skjálftinn varð á um eitt þúsund kílómetra löngu misgengi. Á þessum slóðum er jarðskorpan mjög þykk,- mun þykkari en hér á landi. Ragnar Stefánsson jarðeðlisfræðingur segir í viðtali við Fréttablaðið í gær, að hér á landi séu allt aðrar aðstæður, og ekki líkur á því að hér við land myndist flóðbylgja líkt og í Indlandshafi . Það er í raun ótrúlegt að stór hluti þeirra sem fórst í skjálftanum á öðrum degi jóla hafi búið í nokkur hundruð kílómetra og jafnvel meira en tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans. Þetta er svona álíka og að hér yrði skjálfti undan ströndinni og flóðbylgjan skylli svo á strandbyggðum í Niðurlöndum og ylli þar miklu eigna- og manntjóni. Komið hefur í ljós að nokkur hundruð Íslendingar eru í Suðaustur-Asíu á svæðinu sem verst varð úti í skjálftanum. Þeir eru þar ýmist á ferðalagi eða að störfum fyrir alþjóðastofnanir eða íslensku flugfélögin. Við höfum stjórnmálasamband við flest eða öll þau lönd þar sem skemmdir eða manntjón varð, og víða eru ræðismenn Íslands í þessum löndum. Þá höfum við farandsendiherra í mörgum þessara landa, og af þessum sökum er auðveldara fyrir utanríkisráðuneytið hér að fá heildaryfirsýn yfir ferðir og búsetu Íslendinga á hamfarasvæðinu. Þá eru starfsmenn á vegum ráðuneytisins sums staðar eins og á Sri Lanka. Við tökum líka virkan þátt í starfi alþjóðahjálparsamtaka eins og Rauða krossins og getum látið gott af okkur leiða í gegnum þau. Allt þetta og nútímafjarskipti stuðlar að því að við fáum fregnir af afdrifum landa okkar í fjarlægum heimshlutum. Þegar náttúruhamfarir sem þessar ríða yfir verður hins vegar eitthvað undan að láta og þess vegna hafa margir hér og víða annars staðar beðið frétta af sínum nánustu sem eru á hamfarasvæðinu. Löndin sem um er að ræða eru mörg hver fátæk og vanþróuð, og búast má við að þar séu ekki fullkomin vöktunarkerfi í kringum staði þar sem búast má við náttúruhamförum eins og er víða í kringum slíka staði hér á landi. Jarðvísindamenn okkar hafa getað sagt fyrir um eldgos svo til upp á mínútu eins og dæmin sanna, og hér er mjög vel fylgst með jarðhræringum á hættusvæðum. Almenningur á líka nú orðið mjög greiðan og góðan aðgang að upplýsingum um hreyfingar í jarðskorpunni og kann að notfæra sér þær upplýsingar. Við erum því líklega betur búin undir náttúruhamfarir en íbúar margra þeirra landa sem nú hafa orðið illa úti, þökk sé jarðvísindamönnum okkar og almannavörnum.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun