Hver var hann? 27. desember 2004 00:01 Hver var hann? Upp á síðkastið hefur borið á því að fólki nægi ekki að meðtaka boðskapinn um "endurlausnarann ljúfa" sem tók syndir okkar á sig svo að við mættum öðlast eilíft líf, með réttri iðrun. Frá Bubba Morthens sem leggur áherslu á vanmetinn þátt bróðurins Jakobs við mótun frumkristninnar til Dans Brown höfundar Da Vinci Lykilsins kljást menningarvitar okkar daga við grundvallarspurningar kristninnar. Skyndilega eru rit allt í kringum okkur, myndir, geisladiskar og aðrar menningarafurðir sem fást við þessa spurningu: hver var hann? Og þar með: hvernig er hin rétta kristni? Hvaða kerfi er þetta eiginlega sem við aðhyllumst? Hver er undirstaða heimsmyndar okkar daga? Til eru þeir sem telja að Jesús hafi verið hugarburður Páls postula og lærisveina hans, vakinn af sýnum. Aðrir segja að hann hafi verið sá strangi og róttæki "kennari réttlætisins" sem var leiðtogi samfélags essena í Kúmran við strönd Dauðahafsins en ummerki um það samfélag fólks sem trúði á yfirvofandi heimsendi fundust í svokölluðum Dauðahafshandritum árið 1947 og enn ekki öll kurl komin til grafar með þann fund. Kannski var hann ástandsbarn. Ævaforn kjaftasaga er til um að hann hafi verið ávöxtur sambands Maríu við rómverska hermanninn Pantera og reynt hefur verið að tímasetja fæðingu hans árið 4 fyrir Krist. Hann var að minnsta kosti úthverfamaður, heimabær hans Nasaret var útbær hinnar frægu borgar Heródesar Seppóris: ástandsbarn úr úthverfi: það er svolítið skemmtileg tilhugsun. Þetta er að minnsta kosti barn sem kemur skyndilega í hendur þessa fólks sem er á flækingi, Maríu og Jóseps sem gengur því í föður stað, og eins og öll börn sem koma í heiminn verður þetta barn Ljós heimsins. En í rauninni vitum við afar fátt: heimildir okkar um Jesú eru einkum guðspjöllin fjögur og eins og gildir um slíkar frásagnir eru þessi guðspjöll allt eins heimildir um höfunda sína og efniviðinn. Það eru mótsagnir í átrúnaði okkar. Kristni er opið kerfi og virðist hafa þann eiginleika að geta samlagast trúarbrögðum sem fyrir hafa verið í löndunum umfram hin stóru trúarkerfin í heiminum, að hindúasið frátöldum. Við komumst upp með að hagræða Jesú furðu mikið eftir hentugleikum. Við sveiflumst frá því að upplifa Jesú sem strangan boðanda lögmálsins svonefnda – það er að segja þeirra kreddufullu lífsreglna sem koma fram í Mósebókunum og eru sumar fáránlegar fyrir íslendinga á okkar dögum – og til þess að skynja hann sem umburðarlyndan og blíðan kærleiksboðanda sem beinlínis mótmælir lögmálinu. Hann er ýmist "bróðir besti", einkavinur sem allt skilur og allt fyrirgefur eða sá reiði guð sem kominn er til að "boða sverð" og ætlar einungis að hafa með sér nokkra réttláta til vistar með sér á himnum þegar heimurinn líður undir lok innan tíðar vegna synda mannanna. Hvor tveggja Kristurinn á sér stoð í guðspjöllunum, sá seinni einkum í Fjallræðunni, en þá vill gleymast að hann er býsna óvæginn í kærleiksboðun sinni. Segir meira að segja beinlínis við þá sem hyggjast fylgja honum: "Verið fullkomnir", og má segja að það sé all nokkur tilætlunarsemi. Þannig er ýmist mjög auðvelt, sjálfsagt og eðlilegt að fylgja honum því faðmur hans er opinn aumustu syndurum – eða nær vonlaust sökum óbilgjarnra krafna um skýlausa ástundun dyggða. Þessar mótsagnir í skynjun okkar á Kristi eru kannski lykilinn að því hversu sterkum tökum hann nær á okkur, hversu nákominn hann verður fólki, leyndardómsfullur og óútreiknanlegur hann virðist. Er ekki búið að finna svæðið í heilanum þar sem trúarlífið er sagt eiga sér bólfestu? Allir menn virðast hafa þessa ríku þörf fyrir tilbeiðslu æðri afla, átrúnað á einhverju sem ofar er talið mannlegum skilningi. Þetta er innbyggð tilfinning fyrir samhengi tilverunnar og stað mannsins í alheiminum, og mikilvægt að trúarlíf fái að vaxa fram í samfélögum í samhengi við staðhætti og náttúrufar á hverjum stað. Okkar heilaga jörð er ekki Jerúsalem heldur Þingvellir svo að dæmi sé tekið, eða álfhóllinn heima við bæinn hennar ömmu – eða næsta kirkja. Hver var hann? Hann var sá sem hann var. Kannski jafn brýnt að spyrja: hver erum við? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Hver var hann? Upp á síðkastið hefur borið á því að fólki nægi ekki að meðtaka boðskapinn um "endurlausnarann ljúfa" sem tók syndir okkar á sig svo að við mættum öðlast eilíft líf, með réttri iðrun. Frá Bubba Morthens sem leggur áherslu á vanmetinn þátt bróðurins Jakobs við mótun frumkristninnar til Dans Brown höfundar Da Vinci Lykilsins kljást menningarvitar okkar daga við grundvallarspurningar kristninnar. Skyndilega eru rit allt í kringum okkur, myndir, geisladiskar og aðrar menningarafurðir sem fást við þessa spurningu: hver var hann? Og þar með: hvernig er hin rétta kristni? Hvaða kerfi er þetta eiginlega sem við aðhyllumst? Hver er undirstaða heimsmyndar okkar daga? Til eru þeir sem telja að Jesús hafi verið hugarburður Páls postula og lærisveina hans, vakinn af sýnum. Aðrir segja að hann hafi verið sá strangi og róttæki "kennari réttlætisins" sem var leiðtogi samfélags essena í Kúmran við strönd Dauðahafsins en ummerki um það samfélag fólks sem trúði á yfirvofandi heimsendi fundust í svokölluðum Dauðahafshandritum árið 1947 og enn ekki öll kurl komin til grafar með þann fund. Kannski var hann ástandsbarn. Ævaforn kjaftasaga er til um að hann hafi verið ávöxtur sambands Maríu við rómverska hermanninn Pantera og reynt hefur verið að tímasetja fæðingu hans árið 4 fyrir Krist. Hann var að minnsta kosti úthverfamaður, heimabær hans Nasaret var útbær hinnar frægu borgar Heródesar Seppóris: ástandsbarn úr úthverfi: það er svolítið skemmtileg tilhugsun. Þetta er að minnsta kosti barn sem kemur skyndilega í hendur þessa fólks sem er á flækingi, Maríu og Jóseps sem gengur því í föður stað, og eins og öll börn sem koma í heiminn verður þetta barn Ljós heimsins. En í rauninni vitum við afar fátt: heimildir okkar um Jesú eru einkum guðspjöllin fjögur og eins og gildir um slíkar frásagnir eru þessi guðspjöll allt eins heimildir um höfunda sína og efniviðinn. Það eru mótsagnir í átrúnaði okkar. Kristni er opið kerfi og virðist hafa þann eiginleika að geta samlagast trúarbrögðum sem fyrir hafa verið í löndunum umfram hin stóru trúarkerfin í heiminum, að hindúasið frátöldum. Við komumst upp með að hagræða Jesú furðu mikið eftir hentugleikum. Við sveiflumst frá því að upplifa Jesú sem strangan boðanda lögmálsins svonefnda – það er að segja þeirra kreddufullu lífsreglna sem koma fram í Mósebókunum og eru sumar fáránlegar fyrir íslendinga á okkar dögum – og til þess að skynja hann sem umburðarlyndan og blíðan kærleiksboðanda sem beinlínis mótmælir lögmálinu. Hann er ýmist "bróðir besti", einkavinur sem allt skilur og allt fyrirgefur eða sá reiði guð sem kominn er til að "boða sverð" og ætlar einungis að hafa með sér nokkra réttláta til vistar með sér á himnum þegar heimurinn líður undir lok innan tíðar vegna synda mannanna. Hvor tveggja Kristurinn á sér stoð í guðspjöllunum, sá seinni einkum í Fjallræðunni, en þá vill gleymast að hann er býsna óvæginn í kærleiksboðun sinni. Segir meira að segja beinlínis við þá sem hyggjast fylgja honum: "Verið fullkomnir", og má segja að það sé all nokkur tilætlunarsemi. Þannig er ýmist mjög auðvelt, sjálfsagt og eðlilegt að fylgja honum því faðmur hans er opinn aumustu syndurum – eða nær vonlaust sökum óbilgjarnra krafna um skýlausa ástundun dyggða. Þessar mótsagnir í skynjun okkar á Kristi eru kannski lykilinn að því hversu sterkum tökum hann nær á okkur, hversu nákominn hann verður fólki, leyndardómsfullur og óútreiknanlegur hann virðist. Er ekki búið að finna svæðið í heilanum þar sem trúarlífið er sagt eiga sér bólfestu? Allir menn virðast hafa þessa ríku þörf fyrir tilbeiðslu æðri afla, átrúnað á einhverju sem ofar er talið mannlegum skilningi. Þetta er innbyggð tilfinning fyrir samhengi tilverunnar og stað mannsins í alheiminum, og mikilvægt að trúarlíf fái að vaxa fram í samfélögum í samhengi við staðhætti og náttúrufar á hverjum stað. Okkar heilaga jörð er ekki Jerúsalem heldur Þingvellir svo að dæmi sé tekið, eða álfhóllinn heima við bæinn hennar ömmu – eða næsta kirkja. Hver var hann? Hann var sá sem hann var. Kannski jafn brýnt að spyrja: hver erum við?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun