Kalkúnn með salvíu og blóðbergi 22. desember 2004 00:01 Kalkúnn er kannski engin villibráð en samt er hann mjög hátíðlegur matur. Það er bæði auðvelt og gaman að elda stóran fugl handa mörgu fólki og ef rétt er farið með hráefnið bregðast bragðgæðin ekki.1 kalkúnn 4-5 kg100 g smjör eða smjörvi2 msk. salvía (þurrkuð eða fersk)1 msk. blóðberg (þurrkað eða ferskt)Salt og pipar1 pera2 stilkar sellerí1 laukur2 hvítlauksgeirar Ef kalkúnninn er frosinn látið hann þá þiðna í ísskáp og gerið ráð fyrir um tveimur sólarhringum í þiðnunina. Þegar fuglinn hefur þiðnað skolið hann vel og þerrið að utan og innan. Blandið salti og pipar (um 1/2 tsk. af hvoru) og kryddjurtunum saman við mjúkt smjörið. Dreifið þá megninu (ca 2/3) af kryddsmjörinu jafnt yfir kalkúnsbringuna undir skinnið. Áður en þetta er gert er nauðsynlegt að losa skinnið varlega frá bringu fuglsins. Vinnið frá hálsi og aftur. Nuddið afganginum af smjörinu utan á allan fuglinn. Skerið peru, sellerí og lauk í grófa bita og fyllið fuglinn með þessu ásamt hvítlauksgeirum. Látið kalkúninn í ofninn á léttsmurða bökunargrind þannig að bringan snúi upp. Látið bökunarskúffu undir til að taka við safanum. Kalkúnninn er bakaður við 150 gráður í um 40 mínútur á hvert kíló eða þangað til kjöthitamælirinn sýnir 90 gráður. Ausið soðinu úr ofnskúffunni yfir fuglinn á 30 mínútna fresti. Þegar kalkúnninn er fulleldaður takið hann út úr ofninum og látið standa í 20 mínútur áður en hann er borinn á borð. Skreytið með plómum og hnetum. Flest algengt hátíðarmeðlæti passar vel með kalkún, sérstaklega þó sætar kartöflur, rauðkál og waldorf salat. Mörgum finnst brauðfylling og trönuberjasulta algerlega ómissandi. Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Kalkúnn er kannski engin villibráð en samt er hann mjög hátíðlegur matur. Það er bæði auðvelt og gaman að elda stóran fugl handa mörgu fólki og ef rétt er farið með hráefnið bregðast bragðgæðin ekki.1 kalkúnn 4-5 kg100 g smjör eða smjörvi2 msk. salvía (þurrkuð eða fersk)1 msk. blóðberg (þurrkað eða ferskt)Salt og pipar1 pera2 stilkar sellerí1 laukur2 hvítlauksgeirar Ef kalkúnninn er frosinn látið hann þá þiðna í ísskáp og gerið ráð fyrir um tveimur sólarhringum í þiðnunina. Þegar fuglinn hefur þiðnað skolið hann vel og þerrið að utan og innan. Blandið salti og pipar (um 1/2 tsk. af hvoru) og kryddjurtunum saman við mjúkt smjörið. Dreifið þá megninu (ca 2/3) af kryddsmjörinu jafnt yfir kalkúnsbringuna undir skinnið. Áður en þetta er gert er nauðsynlegt að losa skinnið varlega frá bringu fuglsins. Vinnið frá hálsi og aftur. Nuddið afganginum af smjörinu utan á allan fuglinn. Skerið peru, sellerí og lauk í grófa bita og fyllið fuglinn með þessu ásamt hvítlauksgeirum. Látið kalkúninn í ofninn á léttsmurða bökunargrind þannig að bringan snúi upp. Látið bökunarskúffu undir til að taka við safanum. Kalkúnninn er bakaður við 150 gráður í um 40 mínútur á hvert kíló eða þangað til kjöthitamælirinn sýnir 90 gráður. Ausið soðinu úr ofnskúffunni yfir fuglinn á 30 mínútna fresti. Þegar kalkúnninn er fulleldaður takið hann út úr ofninum og látið standa í 20 mínútur áður en hann er borinn á borð. Skreytið með plómum og hnetum. Flest algengt hátíðarmeðlæti passar vel með kalkún, sérstaklega þó sætar kartöflur, rauðkál og waldorf salat. Mörgum finnst brauðfylling og trönuberjasulta algerlega ómissandi.
Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira