Ætla að kanna listir og liti á Kúbu 22. desember 2004 00:01 Björg Guðmundsdóttir. Í Bakarabrekkunni við hliðina á veitingahúsinu Lækjarbrekku hafa annars árs nemar í hönnunardeild Listaháskólans opnað jólabúð. Athyglisverðir stólar úr skjólum.Stefán Varningurinn er allur eftir þá sjálfa og þar kennir ýmissa grasa enda stunda nemendurnir nám í fatahönnun, þrívíðri hönnun, arkítektúr og grafík. Þarna eru myndir og glös, fatnaður og plaköt svo eitthvað sé nefnt. Ágóðinn af sölunni fer í ferðasjóð því nemendurnir, 43 talsins, ætla í 10 daga menningarferð til Kúbu um mánaðamótin janúar-febrúar. En hvað skyldu þeir helst ætla að læra af Kúbumönnum? Skrautlegar jólakúlur eftir Oddnýju Magneu Arnbjörnsdóttur.Stefán Björg Guðmundsdóttir, sem stendur vaktina í jólabúðinni, verður fyrir svörum. "Við ætlum að vera dugleg að fara á sýningar og njóta þess sem Kúba hefur upp á að bjóða í litum og listum. Þarna hefur fólk ekkert milli handanna nema það sem er heimafengið, öfugt við okkur sem getum farið út í búð og keypt hvað sem er, hvaðan sem er úr heiminum. Það er örugglega hollt fyrir verðandi hönnuði að átta sig á því hvað þeir geta gert úr því sem er í kringum þá og Kúba er ágætur staður til þess." Myndverk eftir hönnuði framtíðarinnar.Stefán Spurð hvort þau viti eitthvað um veðráttuna á Kúbu brosir Björg og segir. "Það er fínt veður þar á þessum tíma en það verður ekkert legið á ströndinni, djammað og djúsað. Þetta er of dýr ferð til þess." Jólabúðin á loftinu yfir ferðamannamarkaðinum er opin frá 11.00 til 22.00 til jóla og að sögn Bjargar hefur salan gengið ágætlega. "Trafíkin eykst alltaf þegar líður á daginn," segir hún brosandi og hlakkar til að komast til Kúbu. Fatnaður er meðal þess sem selt er á markaðinum.Stefán Jól Myndlist Mest lesið Jólalag dagsins: Magni og Heimir flytja Þegar jólin koma Jól Ódýrt og einfalt jólaföndur sem allir geta gert Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Auðvelt að spegla sig í Jesúbarninu Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jóladagatal Vísis: Lára Ómars í „makeover“ hjá Kalla Berndsen og Ásdísi Rán Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Í Bakarabrekkunni við hliðina á veitingahúsinu Lækjarbrekku hafa annars árs nemar í hönnunardeild Listaháskólans opnað jólabúð. Athyglisverðir stólar úr skjólum.Stefán Varningurinn er allur eftir þá sjálfa og þar kennir ýmissa grasa enda stunda nemendurnir nám í fatahönnun, þrívíðri hönnun, arkítektúr og grafík. Þarna eru myndir og glös, fatnaður og plaköt svo eitthvað sé nefnt. Ágóðinn af sölunni fer í ferðasjóð því nemendurnir, 43 talsins, ætla í 10 daga menningarferð til Kúbu um mánaðamótin janúar-febrúar. En hvað skyldu þeir helst ætla að læra af Kúbumönnum? Skrautlegar jólakúlur eftir Oddnýju Magneu Arnbjörnsdóttur.Stefán Björg Guðmundsdóttir, sem stendur vaktina í jólabúðinni, verður fyrir svörum. "Við ætlum að vera dugleg að fara á sýningar og njóta þess sem Kúba hefur upp á að bjóða í litum og listum. Þarna hefur fólk ekkert milli handanna nema það sem er heimafengið, öfugt við okkur sem getum farið út í búð og keypt hvað sem er, hvaðan sem er úr heiminum. Það er örugglega hollt fyrir verðandi hönnuði að átta sig á því hvað þeir geta gert úr því sem er í kringum þá og Kúba er ágætur staður til þess." Myndverk eftir hönnuði framtíðarinnar.Stefán Spurð hvort þau viti eitthvað um veðráttuna á Kúbu brosir Björg og segir. "Það er fínt veður þar á þessum tíma en það verður ekkert legið á ströndinni, djammað og djúsað. Þetta er of dýr ferð til þess." Jólabúðin á loftinu yfir ferðamannamarkaðinum er opin frá 11.00 til 22.00 til jóla og að sögn Bjargar hefur salan gengið ágætlega. "Trafíkin eykst alltaf þegar líður á daginn," segir hún brosandi og hlakkar til að komast til Kúbu. Fatnaður er meðal þess sem selt er á markaðinum.Stefán
Jól Myndlist Mest lesið Jólalag dagsins: Magni og Heimir flytja Þegar jólin koma Jól Ódýrt og einfalt jólaföndur sem allir geta gert Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Auðvelt að spegla sig í Jesúbarninu Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jóladagatal Vísis: Lára Ómars í „makeover“ hjá Kalla Berndsen og Ásdísi Rán Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira