Hátíð fjölskyldunnar 21. desember 2004 00:01 Jólin nálgast með öllu sem þeim tilheyrir. Blöðin eru þung og auglýsingatímar útvarps og sjónvarps langir. Það er vertíð. Vertíð kaupmanna, auglýsingafólks, bókaútgefenda, fjölmiðla og fleiri og fleiri. Það er fallegur siður að gleðja þá sem manni þykir vænt um með gjöfum. Tvisvar á ári verða flestir þeirrar gleði aðnjótandi að opna pakka sem einhverjum sem þykir vænt um þá hefur lagt alúð í að velja. Á jólum er þetta auðvitað mun umfangsmeiri aðgerð því þá er allt samfélagið lagt undir. Þess vegna verður vertíð. Vertíðin er sumum góð og gagnleg, öðrum ekki. Og víst er að hún er að mörgu leyti bæði fjörleg og skemmtileg. Sjaldan verður misskiptingin í samfélaginu þó augljósari en í aðdraganda jóla. Meðan sumir borgarar kvíða fjárútlátum jólanna verja aðrir árslaunum hins eða jafnvel meira en það í eina jólagjöf. Þeim hefur farið fjölgandi sem hafa mikið milli handanna og verja miklu fé í jólagjafir og annað tengt jólunum. Fram hefur komið í máli verslunarmanna að sífellt fleiri kaupi mjög dýrar jólagjafir. Á sama tíma virðist hinum líka fara fjölgandi sem í raun hafa ekki fjárhagslegt svigrúm til að gera sér dagamun á jólunum. Að minnsta kosti ekki með þeim hætti sem nú tíðkast. Lífskjör manna í dag eru mun betri en í bændasamfélagi fortíðarinnar þegar dagamunur jólanna fólst fyrst og fremst í betri mat en á öðrum tímum árs. Þróunin hefur átt sér stað hægt og rólega og svo virðist sem að sums staðar hafi hlaupið verðbólga í jólagjafirnar og þær verði umfangsmeiri en fólk hefur í raun og veru efni á. Jólin hafa líka teygt úr sér og margir virðast skipta um neyslumynstur, jafnvel í heilan mánuð í aðdraganda jóla. Fólk gerir ekki bara vel við sig í mat á sjálfum jólunum heldur meira og minna alla jólaföstuna. Svo virðist að þegar fjárútlát fólks eru á annað borð komin fram úr hinu venjulega þá verði stöðugt auðveldara að bæta aðeins við. Niðurstaðan verður of hár bakreikningur fyrir jólahaldið. Margir eru reyndar hagsýnir og kaupa jafnt og þétt allt árið. Þetta er auðvitað skynsamlegt þótt ekki sé nema til að dreifa útgjöldunum. Hinir eru þó mun fleiri sem í dag, þegar ekki eru nema fimm dagar til jóla, eiga eftir að kaupa stóran hluta jólagjafanna. Þetta vita verslunarmenn og eru duglegir að koma vöru sinni á framfæri. Samkeppnin um neytendurna er mikil. Það sést á auglýsingaflóðinu og öllum tilboðunum, sem að vísu geta verið hálfgerður frumskógur. Neytendur ættu þó að geta fært sér þetta í nyt á lokasprettinum og sætt lagi að kaupa, að minnsta kosti sumt, á góðum kjörum. Nú þegar verulega er farið að styttast í jólin er líka gott að staldra við og íhuga boðskap jólanna, finna friðinn með sjállfum sér og gleðina sem felst í samvistum við fjölskyldu og vini. Jólin eru tími fjölskyldunnar, stundum eina tilefnið allt árið um kring sem stórfjölskyldan safnast saman. Þetta er gamall og góður siður sem vert er að halda í heiðri. Og þegar upp er staðið er felst jólagleðin í þessum samverustundum fremur en því sem á borð er borið og innihaldi pakkanna sem skipta um hendur í tilefni af fæðingu frelsarans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Jólin nálgast með öllu sem þeim tilheyrir. Blöðin eru þung og auglýsingatímar útvarps og sjónvarps langir. Það er vertíð. Vertíð kaupmanna, auglýsingafólks, bókaútgefenda, fjölmiðla og fleiri og fleiri. Það er fallegur siður að gleðja þá sem manni þykir vænt um með gjöfum. Tvisvar á ári verða flestir þeirrar gleði aðnjótandi að opna pakka sem einhverjum sem þykir vænt um þá hefur lagt alúð í að velja. Á jólum er þetta auðvitað mun umfangsmeiri aðgerð því þá er allt samfélagið lagt undir. Þess vegna verður vertíð. Vertíðin er sumum góð og gagnleg, öðrum ekki. Og víst er að hún er að mörgu leyti bæði fjörleg og skemmtileg. Sjaldan verður misskiptingin í samfélaginu þó augljósari en í aðdraganda jóla. Meðan sumir borgarar kvíða fjárútlátum jólanna verja aðrir árslaunum hins eða jafnvel meira en það í eina jólagjöf. Þeim hefur farið fjölgandi sem hafa mikið milli handanna og verja miklu fé í jólagjafir og annað tengt jólunum. Fram hefur komið í máli verslunarmanna að sífellt fleiri kaupi mjög dýrar jólagjafir. Á sama tíma virðist hinum líka fara fjölgandi sem í raun hafa ekki fjárhagslegt svigrúm til að gera sér dagamun á jólunum. Að minnsta kosti ekki með þeim hætti sem nú tíðkast. Lífskjör manna í dag eru mun betri en í bændasamfélagi fortíðarinnar þegar dagamunur jólanna fólst fyrst og fremst í betri mat en á öðrum tímum árs. Þróunin hefur átt sér stað hægt og rólega og svo virðist sem að sums staðar hafi hlaupið verðbólga í jólagjafirnar og þær verði umfangsmeiri en fólk hefur í raun og veru efni á. Jólin hafa líka teygt úr sér og margir virðast skipta um neyslumynstur, jafnvel í heilan mánuð í aðdraganda jóla. Fólk gerir ekki bara vel við sig í mat á sjálfum jólunum heldur meira og minna alla jólaföstuna. Svo virðist að þegar fjárútlát fólks eru á annað borð komin fram úr hinu venjulega þá verði stöðugt auðveldara að bæta aðeins við. Niðurstaðan verður of hár bakreikningur fyrir jólahaldið. Margir eru reyndar hagsýnir og kaupa jafnt og þétt allt árið. Þetta er auðvitað skynsamlegt þótt ekki sé nema til að dreifa útgjöldunum. Hinir eru þó mun fleiri sem í dag, þegar ekki eru nema fimm dagar til jóla, eiga eftir að kaupa stóran hluta jólagjafanna. Þetta vita verslunarmenn og eru duglegir að koma vöru sinni á framfæri. Samkeppnin um neytendurna er mikil. Það sést á auglýsingaflóðinu og öllum tilboðunum, sem að vísu geta verið hálfgerður frumskógur. Neytendur ættu þó að geta fært sér þetta í nyt á lokasprettinum og sætt lagi að kaupa, að minnsta kosti sumt, á góðum kjörum. Nú þegar verulega er farið að styttast í jólin er líka gott að staldra við og íhuga boðskap jólanna, finna friðinn með sjállfum sér og gleðina sem felst í samvistum við fjölskyldu og vini. Jólin eru tími fjölskyldunnar, stundum eina tilefnið allt árið um kring sem stórfjölskyldan safnast saman. Þetta er gamall og góður siður sem vert er að halda í heiðri. Og þegar upp er staðið er felst jólagleðin í þessum samverustundum fremur en því sem á borð er borið og innihaldi pakkanna sem skipta um hendur í tilefni af fæðingu frelsarans.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun