Íslendingar og Fischer 21. desember 2004 00:01 Allt frá því að Bobby Fischer varð heimsmeistari í skák hér í Reykjavík síðsumars 1972 hafa Íslendingar fylgst náið með ferli hans, þótt skiptar skoðanir hafi verið um framkomu hans og uppátæki í heimsmeistaraeinvíginu. Forystumenn þess hafa áreiðanlega átt margar andvökunætur meðan á því stóð vegna Fischers. Þeir eru mjög ólíkir á allan hátt Fischer og Spassky og kom það greinilega í ljós í margumtöluðu einvígi þeirra. Spassky var ávallt hógværðin sjálf, en Fischer aftur á móti ofbauð mönnum oft með háttsemi sinni. Fischer virðist ekkert hafa breyst í áranna rás. Hann gýs upp öðru hvoru og gefur út allskonar yfirlýsingar um Ísland, Íslendinga og ekki síður um Bandaríkin - heimaland sitt. Þrátt fyrir allt þetta er það óumdeilt að hann er stórkostlegur snillingur þegar skákin á í hlut, en framkoma hans á öðrum sviðum hefur á stundum varpað skugga á skáksnillinginn sem í honum býr. Þegar Fischer og Spassky leiddu saman hesta sína á ný í Júgóslavíu árið 1992, höfðu Sameinuðu þjóðirnar sett viðskiptabann á landið, og fylgdu Bandaríkjamenn því mjög fast eftir. Mörgum fannst sem það væri ekki saknæmt þótt tveir af mestu skáksnillingum heims settust niður við taflborð til að minnast þess að 20 ár voru liðin frá því að þeir sátu hvor á móti öðrum í Laugardalshöllinni í Reykjavík og kepptu um heimsmeistaratitilinn i skák. Skákin ætti ekkert skylt við bann á almenn viðskipti vegna framferðis stjórnvalda í landinu. Ástæðan fyrir þessari hörðu afstöðu Bandaríkjamanna mun hinsvegar hafa verið sú, að auðjöfurinn og bankamaðurinn Vasiljevic sem hélt skákmótið var sagður mikill stuðningsmaður Milosevic forseta og einvígið var haldið í skugga borgarastyrjaldarinnar í Bosníu. Allar götur síðan hefur Fischer verið á hálfgerðum flótta og undanfarna mánuði hefur honum verið haldið í innflytjendabúðum í Japan, þar sem mál hans er nú til meðferðar hjá þarlendum dómstólum. Þeir eiga eftir að kveða upp úrskurð sinn og þá væntanlega að taka afstöðu til óvænts leiks Íslendinga í málinu. Fischer á sterkan stuðningsmannahóp hér á landi sem unnið hefur ötullega að málefnum hans. Davíð Oddsson utanríkisráðherra tók svo af skarið í málinu og fól sendiherra Íslands í Japan að tilkynna japönskum stjórnvöldum og Fischer að hann fengi dvalarleyfi hér. Jafnframt var sendiherra Bandaríkjanna tilkynnt um ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Þetta mál hefur á síðustu misserum verið mjög vandræðalegt fyrir bandarísk stjórnvöld. Margir skilja ekki þrákelkni þeirra. Þegar grannt er skoðað er síðasti leikur Íslendinga í þessu flókna tafli kannski ekki aðeins Fischer í hag, heldur má segja að við séum að skera Bandaríkjamenn niður úr snörunni og bjarga þeim fyrir horn. Það á svo eftir að koma í ljós hvort Fischer sest að hér á landi, eða notar dvalarleyfið hér til að ferðast um eins og frjáls maður og fer að iðka skáklistina eins og honum einum er lagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Allt frá því að Bobby Fischer varð heimsmeistari í skák hér í Reykjavík síðsumars 1972 hafa Íslendingar fylgst náið með ferli hans, þótt skiptar skoðanir hafi verið um framkomu hans og uppátæki í heimsmeistaraeinvíginu. Forystumenn þess hafa áreiðanlega átt margar andvökunætur meðan á því stóð vegna Fischers. Þeir eru mjög ólíkir á allan hátt Fischer og Spassky og kom það greinilega í ljós í margumtöluðu einvígi þeirra. Spassky var ávallt hógværðin sjálf, en Fischer aftur á móti ofbauð mönnum oft með háttsemi sinni. Fischer virðist ekkert hafa breyst í áranna rás. Hann gýs upp öðru hvoru og gefur út allskonar yfirlýsingar um Ísland, Íslendinga og ekki síður um Bandaríkin - heimaland sitt. Þrátt fyrir allt þetta er það óumdeilt að hann er stórkostlegur snillingur þegar skákin á í hlut, en framkoma hans á öðrum sviðum hefur á stundum varpað skugga á skáksnillinginn sem í honum býr. Þegar Fischer og Spassky leiddu saman hesta sína á ný í Júgóslavíu árið 1992, höfðu Sameinuðu þjóðirnar sett viðskiptabann á landið, og fylgdu Bandaríkjamenn því mjög fast eftir. Mörgum fannst sem það væri ekki saknæmt þótt tveir af mestu skáksnillingum heims settust niður við taflborð til að minnast þess að 20 ár voru liðin frá því að þeir sátu hvor á móti öðrum í Laugardalshöllinni í Reykjavík og kepptu um heimsmeistaratitilinn i skák. Skákin ætti ekkert skylt við bann á almenn viðskipti vegna framferðis stjórnvalda í landinu. Ástæðan fyrir þessari hörðu afstöðu Bandaríkjamanna mun hinsvegar hafa verið sú, að auðjöfurinn og bankamaðurinn Vasiljevic sem hélt skákmótið var sagður mikill stuðningsmaður Milosevic forseta og einvígið var haldið í skugga borgarastyrjaldarinnar í Bosníu. Allar götur síðan hefur Fischer verið á hálfgerðum flótta og undanfarna mánuði hefur honum verið haldið í innflytjendabúðum í Japan, þar sem mál hans er nú til meðferðar hjá þarlendum dómstólum. Þeir eiga eftir að kveða upp úrskurð sinn og þá væntanlega að taka afstöðu til óvænts leiks Íslendinga í málinu. Fischer á sterkan stuðningsmannahóp hér á landi sem unnið hefur ötullega að málefnum hans. Davíð Oddsson utanríkisráðherra tók svo af skarið í málinu og fól sendiherra Íslands í Japan að tilkynna japönskum stjórnvöldum og Fischer að hann fengi dvalarleyfi hér. Jafnframt var sendiherra Bandaríkjanna tilkynnt um ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Þetta mál hefur á síðustu misserum verið mjög vandræðalegt fyrir bandarísk stjórnvöld. Margir skilja ekki þrákelkni þeirra. Þegar grannt er skoðað er síðasti leikur Íslendinga í þessu flókna tafli kannski ekki aðeins Fischer í hag, heldur má segja að við séum að skera Bandaríkjamenn niður úr snörunni og bjarga þeim fyrir horn. Það á svo eftir að koma í ljós hvort Fischer sest að hér á landi, eða notar dvalarleyfið hér til að ferðast um eins og frjáls maður og fer að iðka skáklistina eins og honum einum er lagið.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun