Jöfnuður í grunnskólanum 10. desember 2004 00:01 "Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins," segir meðal annars í 2. grein markmiðskafla grunnskólalaganna frá 1995. Þessu markmiði virðist íslenska grunnskólanum takast vel að ná ef marka má niðurstöðu Pisa-rannsóknarinnar svokölluðu sem birt var í vikunni. Árangur nemenda, og þá einkum stúlkna, í stærðfræði í þessari könnun er vissulega ánægjuefni en hugsanlega er stærsti sigur íslenska grunnskólans í könnuninni þó sú niðurstaða að hvergi meðal þátttökuþjóða er minni munur á frammistöðu nemenda milli einstakra skóla og hér á Íslandi. Þetta sýnir að í íslenskum skólum er unnið afar gott og markvisst starf sem miðar að því að koma öllum nemendum til þroska, óháð búsetu þeirra og félagslegri stöðu. Íslenska skólakerfið hefur hlúð afar vel að þeim nemendum sem minna mega sín í námi og á skilið fyrir það mikinn heiður. Þær raddir hafa að vísu heyrst að of mikil orka fari í þennan hóp nemenda á kostnað þess að hlúa betur að hópnum á hinum endanum, eða þeim sem skara fram úr í námi. Sjálfsagt má gera enn betur við þann hóp en nú er gert en hitt hlýtur þó alltaf að vera mikilvægara að rækta vel nemendur sem á verulegum stuðningi skólans þurfa að halda. Þrátt fyrir að sumt valdi ánægju og annað vonbrigðum í könnun sem þessari verður alltaf að hafa í huga að auk þess sem aðeins er um eitt próf að ræða, en ekki rannsókn sem nær til lengri tíma, er fyrirlögnin í þátttökulöndunum áreiðanlega afar misjöfn. Hér á landi og raunar á Norðurlöndunum öllum, utan Finnlands sem einmitt skorar hátt í Pisa-rannsókninni, tíðkast mun minni aðgreining í skólum en víðast hvar annars staðar í heiminum, þ.e. hlutfall nemenda í sérskólum er hér með því allra lægsta sem gerist. Þetta hefur áhrif á það hverjir taka þátt í alþjóðlegum könnunum eins og Pisa-rannsókninni þannig að líklegt má telja að meðal þeirra landa sem koma best út í könnuninni séu lakari nemendur síður látnir þreyta prófið en til dæmis hér á Íslandi. Þetta gerir árangur íslensku ungmennanna í raun betri en röðunin í Pisa-rannsókninni gefur til kynna. Auk þess verður að hafa í huga að rannsókn á borð við þessa metur ekki nema lítinn hluta skólastarfs sem er námsárangur í þremur greinum og er ekki nema örlítið brot af öllu því starfi sem fram fer í skólanum. Upp úr stendur að þrátt fyrir að alþjóðlegur samanburður eins og Pisa-rannsóknin sé góðra gjalda verður og áhugaverður sem slíkur er það þó lífið sjálft sem skiptir máli. Ungir Íslendingar eru mannvænlegt fólk. Upp til hópa eru þeir ánægðir með með lífið og horfa björtum augum til framtíðarinnar. Þeim vegnar alla jafna afar vel bæði í vinnu og námi, ekki síst á erlendri grund, þegar út í hinn raunverulega samanburð milli landa er komið. Þetta verður að hafa í huga þegar velt er vöngum yfir niðurstöðum kannanna eins og Pisa-rannsóknarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
"Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins," segir meðal annars í 2. grein markmiðskafla grunnskólalaganna frá 1995. Þessu markmiði virðist íslenska grunnskólanum takast vel að ná ef marka má niðurstöðu Pisa-rannsóknarinnar svokölluðu sem birt var í vikunni. Árangur nemenda, og þá einkum stúlkna, í stærðfræði í þessari könnun er vissulega ánægjuefni en hugsanlega er stærsti sigur íslenska grunnskólans í könnuninni þó sú niðurstaða að hvergi meðal þátttökuþjóða er minni munur á frammistöðu nemenda milli einstakra skóla og hér á Íslandi. Þetta sýnir að í íslenskum skólum er unnið afar gott og markvisst starf sem miðar að því að koma öllum nemendum til þroska, óháð búsetu þeirra og félagslegri stöðu. Íslenska skólakerfið hefur hlúð afar vel að þeim nemendum sem minna mega sín í námi og á skilið fyrir það mikinn heiður. Þær raddir hafa að vísu heyrst að of mikil orka fari í þennan hóp nemenda á kostnað þess að hlúa betur að hópnum á hinum endanum, eða þeim sem skara fram úr í námi. Sjálfsagt má gera enn betur við þann hóp en nú er gert en hitt hlýtur þó alltaf að vera mikilvægara að rækta vel nemendur sem á verulegum stuðningi skólans þurfa að halda. Þrátt fyrir að sumt valdi ánægju og annað vonbrigðum í könnun sem þessari verður alltaf að hafa í huga að auk þess sem aðeins er um eitt próf að ræða, en ekki rannsókn sem nær til lengri tíma, er fyrirlögnin í þátttökulöndunum áreiðanlega afar misjöfn. Hér á landi og raunar á Norðurlöndunum öllum, utan Finnlands sem einmitt skorar hátt í Pisa-rannsókninni, tíðkast mun minni aðgreining í skólum en víðast hvar annars staðar í heiminum, þ.e. hlutfall nemenda í sérskólum er hér með því allra lægsta sem gerist. Þetta hefur áhrif á það hverjir taka þátt í alþjóðlegum könnunum eins og Pisa-rannsókninni þannig að líklegt má telja að meðal þeirra landa sem koma best út í könnuninni séu lakari nemendur síður látnir þreyta prófið en til dæmis hér á Íslandi. Þetta gerir árangur íslensku ungmennanna í raun betri en röðunin í Pisa-rannsókninni gefur til kynna. Auk þess verður að hafa í huga að rannsókn á borð við þessa metur ekki nema lítinn hluta skólastarfs sem er námsárangur í þremur greinum og er ekki nema örlítið brot af öllu því starfi sem fram fer í skólanum. Upp úr stendur að þrátt fyrir að alþjóðlegur samanburður eins og Pisa-rannsóknin sé góðra gjalda verður og áhugaverður sem slíkur er það þó lífið sjálft sem skiptir máli. Ungir Íslendingar eru mannvænlegt fólk. Upp til hópa eru þeir ánægðir með með lífið og horfa björtum augum til framtíðarinnar. Þeim vegnar alla jafna afar vel bæði í vinnu og námi, ekki síst á erlendri grund, þegar út í hinn raunverulega samanburð milli landa er komið. Þetta verður að hafa í huga þegar velt er vöngum yfir niðurstöðum kannanna eins og Pisa-rannsóknarinnar.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun