Köngulóin ræðst á Kaupmannahöfn 8. desember 2004 00:01 Það er merkileg sýn sem birtist á íslenskt viðskiptalíf í Berlingske Tidende. Þarna er komið fram nýtt hugtak - íslenska köngulóin. Kolkrabbinn er dauður, lifi köngulóin! Í þætti hjá mér var stungið upp á því að íslenskir bisnessmenn keyptu Berling, þetta gamla og virðulega blað, til að koma í veg fyrir að svona umfjöllun birtist aftur. Annars er spaugilegt að heyra hvernig sumir tala um innrás Íslendinga í danskt viðskiptalíf. Þeir sjá í þessu makleg málagjöld fyrir nýlendukúgun og arðrán. Jafnvel hefnd - eins og það skipti okkur launafólkið einhverju máli hvort íslenskur bisnessmaður eða danskur eignast Strikið. Í Íslandsklukkunni er sena þar sem er horft yfir Kaupmannahöfn, turna hennar og hallir, og sagt að þetta hafi allt verið byggt fyrir íslenskan auð. Maður getur svosem ekki láð Halldóri Laxness þó hann hafi tekið sér ákveðið skáldaleyfi; hængurinn er bara sá að margir á Íslandi kusu að trúa þessu - það féll vel inn í þjóðrembustemminguna í kringum lýðveldisstofnunina. Mér hefur alltaf þótt sennilegra að lítið hafi verið upp úr Íslandsversluninni að hafa. Skipaferðir voru stopular, áhættan mikil, og varla neinn lúxusvarningur sem héðan var fluttur. Fátækrafæði, gróf klæði á fátæklinga. 50 þúsund manns - mestanpart öreigalýður - eiga að hafa verið mikil uppspretta auðs. Varla líklegt. Svo má líka geta þess að Kaupmannahöfn er kannski ekki sú stórfenglega borg sem mörgum Íslendingum hefur virst hún. Turnarnir og hallirnar eru að takmörkuðu leyti úr gulli; flestar byggingarnar í raun smáar og lágreistar. Sívaliturn reyndist ekki vera það mannvirki sem manni var sagt frá í bernsku. Kaupmannahöfn er varla annað en útkjálkahöfuðborg - þótt Frónbúum hafi virst hún stór og merk. Svo koma íslenskrir bisnessmenn löngu síðar og hirða fínustu verslun Danaveldis (hvenær voru Danir síðast "veldi"?) fyrir smáaura. Ég bendi á ágæta grein sem birtist á Deiglunni um niðurlægingu Magasin du Nord. --- --- --- Peter Preston skrifar grein í Guardian og talar um að fyrst verið sé að setja viðvaranir á hitt og þetta, sé kominn tími til að vara með sama hætti við sjónvarpinu. Það sé hinn mesti heilsuspillir - flestar viðlíka ógnir við heilsu barna og unglinga séu löngu komnar inn á verksvið heilbrigðisyfirvalda. Preston segir að auðveldlega sé hægt að tengja sjónvarpið við margvíslega óáran sem sífellt er verið að tala um. Athyglisbrest, námsörðugleika, ofbeldi, offitu, sykursýki, hreyfingarleysi, misþroska og margt fleira. Samt sé ekkert gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Það er merkileg sýn sem birtist á íslenskt viðskiptalíf í Berlingske Tidende. Þarna er komið fram nýtt hugtak - íslenska köngulóin. Kolkrabbinn er dauður, lifi köngulóin! Í þætti hjá mér var stungið upp á því að íslenskir bisnessmenn keyptu Berling, þetta gamla og virðulega blað, til að koma í veg fyrir að svona umfjöllun birtist aftur. Annars er spaugilegt að heyra hvernig sumir tala um innrás Íslendinga í danskt viðskiptalíf. Þeir sjá í þessu makleg málagjöld fyrir nýlendukúgun og arðrán. Jafnvel hefnd - eins og það skipti okkur launafólkið einhverju máli hvort íslenskur bisnessmaður eða danskur eignast Strikið. Í Íslandsklukkunni er sena þar sem er horft yfir Kaupmannahöfn, turna hennar og hallir, og sagt að þetta hafi allt verið byggt fyrir íslenskan auð. Maður getur svosem ekki láð Halldóri Laxness þó hann hafi tekið sér ákveðið skáldaleyfi; hængurinn er bara sá að margir á Íslandi kusu að trúa þessu - það féll vel inn í þjóðrembustemminguna í kringum lýðveldisstofnunina. Mér hefur alltaf þótt sennilegra að lítið hafi verið upp úr Íslandsversluninni að hafa. Skipaferðir voru stopular, áhættan mikil, og varla neinn lúxusvarningur sem héðan var fluttur. Fátækrafæði, gróf klæði á fátæklinga. 50 þúsund manns - mestanpart öreigalýður - eiga að hafa verið mikil uppspretta auðs. Varla líklegt. Svo má líka geta þess að Kaupmannahöfn er kannski ekki sú stórfenglega borg sem mörgum Íslendingum hefur virst hún. Turnarnir og hallirnar eru að takmörkuðu leyti úr gulli; flestar byggingarnar í raun smáar og lágreistar. Sívaliturn reyndist ekki vera það mannvirki sem manni var sagt frá í bernsku. Kaupmannahöfn er varla annað en útkjálkahöfuðborg - þótt Frónbúum hafi virst hún stór og merk. Svo koma íslenskrir bisnessmenn löngu síðar og hirða fínustu verslun Danaveldis (hvenær voru Danir síðast "veldi"?) fyrir smáaura. Ég bendi á ágæta grein sem birtist á Deiglunni um niðurlægingu Magasin du Nord. --- --- --- Peter Preston skrifar grein í Guardian og talar um að fyrst verið sé að setja viðvaranir á hitt og þetta, sé kominn tími til að vara með sama hætti við sjónvarpinu. Það sé hinn mesti heilsuspillir - flestar viðlíka ógnir við heilsu barna og unglinga séu löngu komnar inn á verksvið heilbrigðisyfirvalda. Preston segir að auðveldlega sé hægt að tengja sjónvarpið við margvíslega óáran sem sífellt er verið að tala um. Athyglisbrest, námsörðugleika, ofbeldi, offitu, sykursýki, hreyfingarleysi, misþroska og margt fleira. Samt sé ekkert gert.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun